fimmtudagur, janúar 20, 2005
Draumar
Draumar geta verið svo skrítnir. Í nótt dreymdi ég að ég væri staddur í stórri búð sem var svipuð og Byggt og Búið eða Húsasmiðjan. Þar var leikur fyrir viðskiptavini sem gekk út á það að þú fékkst 3 pílur og þú áttir að henda þeim í þann hlut sem þú vildir eignast, pílan þurfti að festast í hlutnum og þá yrði hann þinn. Þetta var mest allt mismunandi nammi, súkkulaðistykki og þessháttar. Ég hitti 2 fyrstu pílunum í toblerone pakka og eitthvað annað stykki. Svo vissi ég ekki hvað ég ætti að reynað hitta með þeirri síðustu. Þá benti Theó systir mér á að reyna hitta eitthvað af hlutunum sem héngu í loftinu. Loftið var mjööög stórt, örugglega 50 metrar til lofts og þar héngu allskins mublur og annað flott stuff. Ég vissi að það yrði erfitt að láta píluna festast því þetta var svo langt í burtu en ég henti af öllum krafti og hey, pílan festist í þessu fína borði! Þá þufti gaur sem vann þarna að taka borðið niður ("leikinn" af gaur sem var einn af upptökustjórunum í Truman Show sem ég sá í gær). Hann notaði einhversskonar lyftara og þegar hann var að hífa það niður þá dettur borðið og bein ofan á hann og hann deyr, splatter og alles, blóð út um allt. Allt í einu er eins og ég sé líka að vinna þarna því ég hleyp að dyrunum til að læsa svo fleiri kúnnar komi ekki inn í búðina (ég sveiflaðist svo á hurðinni út og svo aftur inn, erfitt að útskýra) og ég segi öllum kúnnunum að ekki fara í þessa átt þar sem gaurinn lægi. Ein konan spurði mig "warum" þá var hún þýsk og ég uhhh "because there is a dead man lying there" og svo fór ég að spyrja alla hvort einhver væri búinn að hringja á 911 (já 911 takið eftir) og þá hafði Sverrir gert það, átti greinilega að þekkja hann því ég vann þarna allt í einu ...og svo vaknaði ég. Þannig Theó, það var eiginlega þér að kenna að þessi gaur dó ..og kannski aðeins mér ..en aðallega honum ..en þetta var leikari þannig hann hlýtur að jafna sig. Ég hef oft drepið fólk í draumum mínum, alveg beint, með vélsög og alles. Einhver sem vill gista hjá mér?:D
Í kvöld
Í kvöld langar mig aðeins að fara útúr húsi og kannski fá mér bjór. Hef ekki farið út í 2 daga og ég er að verða crazy (eins og sést á draumnum). Á hverjum fimmtudegi á Rust er dæmi sem kallast Whatever Rocks, 30kr inn, frítt ef þú ert með stúdentaskýrteinið, kannski maður kíki á það ef maður verður í stuði. Nú sendi ég SOS ..safe our sociallife ...hafið samband við mig í kvöld ef þið viljið gera eitthvað!:)
Draumar geta verið svo skrítnir. Í nótt dreymdi ég að ég væri staddur í stórri búð sem var svipuð og Byggt og Búið eða Húsasmiðjan. Þar var leikur fyrir viðskiptavini sem gekk út á það að þú fékkst 3 pílur og þú áttir að henda þeim í þann hlut sem þú vildir eignast, pílan þurfti að festast í hlutnum og þá yrði hann þinn. Þetta var mest allt mismunandi nammi, súkkulaðistykki og þessháttar. Ég hitti 2 fyrstu pílunum í toblerone pakka og eitthvað annað stykki. Svo vissi ég ekki hvað ég ætti að reynað hitta með þeirri síðustu. Þá benti Theó systir mér á að reyna hitta eitthvað af hlutunum sem héngu í loftinu. Loftið var mjööög stórt, örugglega 50 metrar til lofts og þar héngu allskins mublur og annað flott stuff. Ég vissi að það yrði erfitt að láta píluna festast því þetta var svo langt í burtu en ég henti af öllum krafti og hey, pílan festist í þessu fína borði! Þá þufti gaur sem vann þarna að taka borðið niður ("leikinn" af gaur sem var einn af upptökustjórunum í Truman Show sem ég sá í gær). Hann notaði einhversskonar lyftara og þegar hann var að hífa það niður þá dettur borðið og bein ofan á hann og hann deyr, splatter og alles, blóð út um allt. Allt í einu er eins og ég sé líka að vinna þarna því ég hleyp að dyrunum til að læsa svo fleiri kúnnar komi ekki inn í búðina (ég sveiflaðist svo á hurðinni út og svo aftur inn, erfitt að útskýra) og ég segi öllum kúnnunum að ekki fara í þessa átt þar sem gaurinn lægi. Ein konan spurði mig "warum" þá var hún þýsk og ég uhhh "because there is a dead man lying there" og svo fór ég að spyrja alla hvort einhver væri búinn að hringja á 911 (já 911 takið eftir) og þá hafði Sverrir gert það, átti greinilega að þekkja hann því ég vann þarna allt í einu ...og svo vaknaði ég. Þannig Theó, það var eiginlega þér að kenna að þessi gaur dó ..og kannski aðeins mér ..en aðallega honum ..en þetta var leikari þannig hann hlýtur að jafna sig. Ég hef oft drepið fólk í draumum mínum, alveg beint, með vélsög og alles. Einhver sem vill gista hjá mér?:D
Í kvöld
Í kvöld langar mig aðeins að fara útúr húsi og kannski fá mér bjór. Hef ekki farið út í 2 daga og ég er að verða crazy (eins og sést á draumnum). Á hverjum fimmtudegi á Rust er dæmi sem kallast Whatever Rocks, 30kr inn, frítt ef þú ert með stúdentaskýrteinið, kannski maður kíki á það ef maður verður í stuði. Nú sendi ég SOS ..safe our sociallife ...hafið samband við mig í kvöld ef þið viljið gera eitthvað!:)
Comments:
Skrifa ummæli