<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, janúar 11, 2005

pabbi átti sextugs afmæli útá kanarí þann 7 janúar þannig við fórum út að borða á mjög flottum stað (ekki fínn og dýr) og þar vorum við í 3 og hálfan tíma að borða og drekka og í lokin þá fékk hann tertu og þjónarnir sungu afmælissönginn og um leið þá var raketta sprengd úti og það kom svaka kvellur ..pant eiga svona afmæli þegar ég verð sextugur.

Ef þið farið þarna þá skulið þið ekki versla neitt þarna, sérstaklega raftæki því það er pottþétt verið að svindla á ykkur. Í einni búðinni var 6 mega pixla myndavél (það er mjög gott fyrir þá sem ekki vita) og hún kostaði ekki nema 120 evrur sem er um 10.000ísl krónur. Ég sagðist ætlað spá í þessu og þá um leið lækkaði hann niður í 100 evrur og enn sagði ég nei ég ætlað spá í þessu og þá fór hann með vélina niður í 50 evrur. Það selur enginn heilvita maður 6m pixla á 50evrur! þannig þessi vél var pottþétt gölluð.

Á einum staðnum, reyndar bara 10 metra frá þessari búð ætlaði ég að kaupa 256mb mp3 spilara. Hann átti að kosta 95 evrur en ég náði að prútta niður í 50 evrur. Þegar ég var kominn út úr búðinni þá tékkaði ég á spilaranum og þá var lítill límmiði sem stóð á 128mb. Hann reyndi því að svindla á mér þannig ég fór aftur inn í búðina og heimtaði 256mb spilara eða að fá peninginn til baka. Þá var það rosa mál, hann þurfti að bíða eftir eigandanum og ég veit ekki hvað og hvað. Eftir að hafa verið þarna í 15 mínútur þá endaði málið þannig að ég fékk endurgreitt 47,5 evrur því hann tók 2,5 evrur í þjónustugjald! fyrir hvaða þjónustu!!? Frekar að ég hefði átt að rukka hann um extra 20 evrur fyrir að eyða mínum tíma þarna. Ég tók ekki sénsinn að fá allar 50 evrurnar tilbaka því þá hefði ég kannski ekki fengið neitt til baka. Svo er einhver búð þarna sem heitir Harry og hún á víst að vera voða góð en hún er alveg eins og allar hinar búðirnar, það eina öðruvísi við þá búð er að gaurinn í búðinni talar íslensku ...veeeeeiii ..eins og það sé stympill á trausta búð.

Ferðin var samt fín að öðru leiti en það var alveg kominn tími til að koma sér heim í kuldan frá þessu ferðamannaböggi. Ég fann sem sagt engan varðeld en sem betur fer var engin dragdrottning sem dró mig inn á stað en það var samt alltaf fullt af info liði sem var að reyna að draga mann inná staðina, þeir voru eins og flest fólkið þarna ..óþolandi.

Svo þegar maður fór heim af djamminu þá komu oft svartar stelpur frá Senegal og spurðu hvort þær mættu sjúga mig fyrir 20 evrur, ég sagðist alltaf bara eiga 10 og hélt áfram, reyndar sagði ein að það væri allt í læ en ég hugsaði að þetta væri eitthvað svipað og með myndavélina, gölluð vara þannig ég hélt aftur áfram.
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?