<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, júlí 26, 2005

This one is for you Pétur/Stella Cup
Pétur Óskar Sigursson er maður góður og ég gerði þau mistök að gleyma honum í síðustu færslu. Svona er vanþakklætið fyrir að eiga traustan vin sem skutlaði mér á Sálina (hmm, þegar ég hugsa mig nánar um þá var þetta kannski ekki greiði heldur ferð til helvítis ..hvað er Sálin annað ...ekki sammála Sirrý?) ..anyway ..þið danabúar kannist kannski ekki mikið við kappann en hann fann einmitt upp Post-its og er mjög góður golfari. Hann mun vinna Íslandsmótið 2009, 2013 og 2014 og þar með vinna jafn marga titla og pabbi hans Siggi P. Reyndar verður systir hans búin að vinna fjögur Íslandsmót fyrir 2014 en það er önnur saga ...sorry Hannes, þú ert bara líkur einum gaur en samt mjög góður strákur ..golf er ekki lífið ..lífið ert þú. Pétur er líka einn af stofnendum Stella Cup sem er drykkjuvitleysumót ungra manna sem fer ávalt fram um verslunarmannahelgina. Mótið er boðsmót og komast færri að en vilja. Ég hef verið með frá upphafi (hvort fyrsta mótið hafi verið '99?) en ég hef aldrei unnið en núna er ég í syngjandi sveiflu og því sigur á þessu móti bara formsatriði ..reyndar hafa ávalt sterkustu kylfingar landsins tekið þátt ..þ.á.m. nýbakaður íslandsmeistari Heiðar Davíð ..einnig hafa Birgir Leifur, Örn Ævar, Óli Már, Halli Heimis og aðrir laxar tekið þátt. Reyndar er svoldið lame að vinna því fólk á að vera drekkandi Stellu bjórinn like every day is Sunday ..nei like there´s no tomorrow ..tomorrow never dies ..I know what you did last summer ...Far and Away.

sunnudagur, júlí 24, 2005

Dómaramútur hjá Gauja túbador
Uss góð helgi með góðu veðri að baki. Sund, grill og bærinn á föstudaginn og það sama á laugardaginn. Á föstudaginn hafði Elli samband við mig, gaur sem ég kynntist á Hróarskeldu, og sagði mér frá trúbador keppni sem BT hélt. Hann og Raggi ætluðu að keppa en sökum þynku þá mættu þeir ekki. Ég var óskráður en ákvað að skella mér í þetta þannig ég talaði við Gauja litla sem sá um keppnina og hann skráði mig. Ég talaði svo við gaur sem var með kassagítar og spurði hvort ég mætti fá hann lánaðann og það var ekkert mál. Ég hafði þá 30 mín til að sulla saman texta. Ég nennti ekki að taka Festival Sluts því krakkar voru á meðal áhorfenda og þar sem ég er mikil fyrirmynd íslenskrar æsku þá kom það ekki til greina. Í staðin notaðist ég við lagið sem ég spilaði í afmælinu hjá Hauki um árið. Textinn var eitthvað um að ég kynni ekki að halda laglínu frekar en Gaui litli og að ég myndi vinna þessa keppni því ég hafði mútað dómurunum. Ég fékk ágætis undirtektir en það dugði ekki til sigurs (þrátt fyrir múturnar). Þátttakendur voru 24 og um 80 áhorfendur. Einn dúd vann sem ég hafði spáð sigri, spilaði á gítar og munnhörpu um atburði líðandi stundar.

Sálin og Gaui í sama húsi?
jújú, það stemmir, ótrúlegt en satt, hver hefði trúað því ...ég á Sálarballi! Ég, Pétur, Haukur og Jón fórum í skautahöllina eftir vel heppnaða grillveislu hjá meistara Ragga. Það var frítt inn og var Sálin í miklu stuði og tóku sína sterkustu slagara mér til mikillar gleði (lesist ógleði) neinei, reyndar var þetta ekkert svo slæmt ..meira fyndið. Svo var haldið á 11 en það var búið að taka borðfótboltaspilið þannig ég fór að gráta, fékk mér þá bjór og varð hress, en misstann í gólfið og fór þá að gráta en einhver splæsti þá á mig og ég varð hress en svo lokaði staðnum og ég fór að gráta en þá hitti ég Gumma og varð hress en leigubílaröðin var löng þannig ég fór að gráta en þegar ég lagðist í rúmið mitt þá varð ég hress en fór svo að gráta þegar ég vaknaði því every day is like Sunday.

Every day is like Sunday
Mér finnst hund leiðinlegt á sunnudögum eftir djamm. Maður er þunnur og hálf þunglyndur því það eru svo mikil viðbrigði að fara úr gauragangi kvöldinu áður í þögn heima hjá sér. Svo nennir maður ekki að gera neitt um daginn annað en að hanga á msn og fara á netið. Ég held að maður ætti að setja sér þá reglu að fara alltaf í bíó á sunnudögum ...það tunar mann rólega niður ..maður hittir líka vini sína án þess að þurfa að eyða orku í að tala við þá ..þetta er alveg málið krakkar haaaa ..bíó næsta sunnudag anyone?

fimmtudagur, júlí 21, 2005

ég skoðaði myndir af Michael Bolton á Yahoo í gær! Sjáið hvernig þið dæmið mig þegar maður útskýrir ekki afhverju. Reyndar er engin afsökun það góð sem réttlætir þetta.

mánudagur, júlí 18, 2005

Innipúkinn
Þegar kalt er í veðri og vindur úti þá er gott að eiga góða úlpu sem veitir manni vörn og skjól. En ég á ekki svoleiðis þannig ég ætla að skella mér á Innipúkann um verslunarmannahelgina. Þar verða m.a. Blonde Redhead, Raveonettes, Mugison, Jonathn Richman (þessi gaur er mjög fyndinn, tékkið á laginu The Neighbours). Ég hvet því alla sem ég þekki að kaupa líka miða og vera memm svo ég þurfi ekki að vera einn útí horni að bora í nefið og búa til kúlur og setja í bjórinn minn. Við getum svo farið saman í tjaldferðalag helgina eftir og jafnvel haldið Ölympics í leiðinni ..annars fær Haukur öllu ráðið um það.

Vinna
Vinnan í morgun gekk ágætlega held ég, var að hjálpa til í bakaríi og skutlaðist svo með dótið á hina ýmsu staði, þ.á.m. Júmbó, Sóma og Pítuna ..endilega borðið þar því ég hef snert þau brauð ..hafið ekki áhyggjur það gerist ekki neitt, þið stelpur verðið í mesta lagi ófrískar ef þið fáið ykkur langloku.

Mánudagsljóðið
svalt er það að vera í bænum og fara á Innipúka
heldur en að hanga í tjaldi og fara út til að kúka

sunnudagur, júlí 17, 2005

Til hamingju Tiger með sigurinn á British Open, ég hefði samt viljað sjá Montgomerie eða Olazábal vinna frekar.

Audioscrobblerinn minn hefur eitthvað fengið sér að reykja því samkvæmt honum hef ég átt að spila lag með einhverjum Fred Neil fimm sinnum í vikunni sem leið en samkvæmt iTunes hefur það bara verið spilað þrisvar frá upphafi. Sama á við um lögin sem fylgja þar á eftir.

Þar sem ég er þekktur í íslensku þjóðfélagi og alltaf í "Hverjir voru hvar" í Séð og Heyrt þá fannst mér ekki annað hægt en að kíkja á Oliver á laugardaginn. Eftir að hafa beðið í röð í klukkutíma (ég gleymdi VIP kortinu heima) þá sat ég þarna með bjór og sá aðra og lét aðra sjá mig svona eins og normið er víst á þessum stað. Eftir að hafa setið allt of lengi þar fórum við sys + 1 á Ellefuna og þar var ég on fire í fótboltaspilinu (það eina sem ég hef lært af veru minni í Danmörku). Svo sá ég Gumma og ég þóttist vera geðveikt fullur og bömpaði viljandi í síðuna hans með þeim afleiðingum að hann ýtti vel við mér án þess að sjá hver ég væri, ég reyndi að laga misskilninginn en held að það hafi ekkert gengið allt of vel þar sem hann var ekki með samband við þennan heim..sorry Gomme. Hitti svo Óla Steinars og það var mjög hressandi ..takk fyrir það Óli. Til hamingju Nína kærastan hans Péturs með sigurinn og allir hinir sem unnu í hinum ýmsu klúbbum. Sorry fyrir að hafa ekki komið uppí skála og haldið uppi fjörinu, sorry að ég dreifði ekki glussa út um allan völl rétt fyrir meistaramót eins og í fyrra ..mér fannst það gefa vellinum karakter.

Takk fyrir Raggi að muna eftir mér og hringja í mig eftir Hróarskeldu, núna veit ég að þér er alvara með þetta og við eigum eftir að meika það big time ...Iceland Airwaves jafnvel fyrir allan peninginn (takk Árni Már fyrir þetta quote og góðan útvarpsþátt).

Takk fyrir þú íslenska veðrátta fyrir að hafa gott veður á meðan ég var að jafna mig á þynkunni og byrja svo að rigna þegar ég var orðinn hress.

Og að lokum, þá er ég, gaui emils, ótrúlegt en satt, að farað vinna í kl 6 í fyrramálið við útkeyrslu! ekki er um 17. júlí gabb að ræða samkvæmt talsmanni Gaui Emils hf ...hlutabréf hækkuðu nokkuð í verði við þessa frétt, flæðarmál lækkaði og ólétta röggulóar stóð í stað.

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Without Gravity



Skellti mér á tónleika með Without Gravity í gær á Gauknum og þetta voru fínir tónleikar. Þetta er íslenskt band sem hét áður Tenderfoot en þeir þurftu að skipta um nafn því það er band sem heitir því nafni einhversstaðar útí heimi. Tónlistin er lík Nick Drake, Damien Rice, Red House Painters, Jeff Buckley til að nefna nokkra. Tékkið á nokkrum lögum með þeim hérna

Svo var síðasta helgi fjörug. Haukur hélt partý og þar þurfti ég að dýfa höndinni minni í klósettskálina og sturta niður. Svo var það sumarbústaðarferð uppí Úthlíð með nokkrum pulsum og þar var svaka fjör eins og sést (eða aðallega heyrist) á þessu videoklippi

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Ísland er landið

Þá er maður kominn á klakann og þegar búinn að upplifa íslenskt djamm, veður, sumarbústaðarferð, nammi, ss pulsu, mix, malt, bragðarref, verðlag, bjór og eitthvað fleira en ég á enn eftir að upplifa golf og íslenska tónlist ..næst á dagskrá. Ég verð hérna í alveg 3 mánuði þannig maður á eftir að vera íslenskari en allt og losna við þá litlu dönsku sem maður var búinn að læra. Síminn minn er 6963913 ef þið viljið ná í mig.

föstudagur, júlí 08, 2005

Roskilde Festival 2005

Loforð eru til að brjóta ..eða er það reglur? anyway...

Hvaðan kemur þetta nafn Hróarskelda annars? Veðrið var bara fáránlega gott enda áttum við það alveg skilið eftir þjáningar síðasta árs. Flestir voru mættir á Sunnudeginum og það var strax tekið á drykkjunni. Fyrsta bandið sem ég og fleiri sáum var Brúðarbandið. Lögin voru so and so en stemningin var mjög góð og þetta var ágætis skemmtun. Unnur sem var með okkur í tjaldbúðunum í fyrra var núna sjálf uppá sviði og stóð sig vel. Mugison var líka mjög öflugur og margir Íslendingar sem studdu hann. Annars ætla ég ekki mikið að skrifa um þessa ferð heldur að láta myndirnar tala og láta aðra segja frá mörgum gullkornum ferðarinnar. Kannski ég segi í stikkorðum frá böndunum ...Green Day komu mest á óvart og flestir eru sammála að þeir hafi staðið sig best. Gæsahúð hátíðarinnar var God only knows með Brian Wilson ..einnig Murr murr með Mugison, Sparks með Röyksopp og Teenage Riot með Sonic Youth. Interpol voru ekki nógu sannfærandi. Duran Duran voru fínir, Joanna Newsom á sterkan fanbase, The Dears er hljómsveit sem á eftir að verða sæmilega stór (tónlistin er blanda af Blur og Doves), Snoop Dogg gleymdi nafninu sínu of oft og þurfti að spyrja áhorfendur hvað hann héti, Chris Cornell var ekki sannfærandi í Rage Against The Machine lögunum ..ég sá Rage á Reading árið 2000 og það voru einir af mínum bestu tónleikum. Mikið ryk fauk um svæðið og fór það í mat og bjór. Of fáir dauðaspaðar voru spilaðir, það vantaði alveg Hauk til að redda málunum. Það sem stóð uppúr á þessari hátíð fyrir utan kúkinn á klósettunum var veðrið. Að lokum vil ég þakka þeim sem voru í tjaldbúðunum fyrir skemmtilega hátíð ..see you next year!

hérna eru svo myndir frá þessu öllu saman. Myndirnar eru í öfugri tímaröð, smá Memento fílingur í þessu, svo tók ég nokkrar moby myndir sem sumir vilja eflaust ekki að fari á netið:)

miðvikudagur, júlí 06, 2005

ok á morgun ..lofa:)

mánudagur, júlí 04, 2005

Mögnuð Hróarskelduferð á enda og raunveruleikinn tekinn við, svo mikill raunveruleiki að ég var að skúra eldhúsið á kolleginu (2 klukkutímum eftir að hafa sötrað á Gajol shot flösku í lestinni). Ég birti myndir á morgun eða hinn og segi lauslega frá ferðinni. En vá hvað veðrið var gott, ég myndi fitta vel í Afríku núna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?