<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júlí 24, 2005

Dómaramútur hjá Gauja túbador
Uss góð helgi með góðu veðri að baki. Sund, grill og bærinn á föstudaginn og það sama á laugardaginn. Á föstudaginn hafði Elli samband við mig, gaur sem ég kynntist á Hróarskeldu, og sagði mér frá trúbador keppni sem BT hélt. Hann og Raggi ætluðu að keppa en sökum þynku þá mættu þeir ekki. Ég var óskráður en ákvað að skella mér í þetta þannig ég talaði við Gauja litla sem sá um keppnina og hann skráði mig. Ég talaði svo við gaur sem var með kassagítar og spurði hvort ég mætti fá hann lánaðann og það var ekkert mál. Ég hafði þá 30 mín til að sulla saman texta. Ég nennti ekki að taka Festival Sluts því krakkar voru á meðal áhorfenda og þar sem ég er mikil fyrirmynd íslenskrar æsku þá kom það ekki til greina. Í staðin notaðist ég við lagið sem ég spilaði í afmælinu hjá Hauki um árið. Textinn var eitthvað um að ég kynni ekki að halda laglínu frekar en Gaui litli og að ég myndi vinna þessa keppni því ég hafði mútað dómurunum. Ég fékk ágætis undirtektir en það dugði ekki til sigurs (þrátt fyrir múturnar). Þátttakendur voru 24 og um 80 áhorfendur. Einn dúd vann sem ég hafði spáð sigri, spilaði á gítar og munnhörpu um atburði líðandi stundar.

Sálin og Gaui í sama húsi?
jújú, það stemmir, ótrúlegt en satt, hver hefði trúað því ...ég á Sálarballi! Ég, Pétur, Haukur og Jón fórum í skautahöllina eftir vel heppnaða grillveislu hjá meistara Ragga. Það var frítt inn og var Sálin í miklu stuði og tóku sína sterkustu slagara mér til mikillar gleði (lesist ógleði) neinei, reyndar var þetta ekkert svo slæmt ..meira fyndið. Svo var haldið á 11 en það var búið að taka borðfótboltaspilið þannig ég fór að gráta, fékk mér þá bjór og varð hress, en misstann í gólfið og fór þá að gráta en einhver splæsti þá á mig og ég varð hress en svo lokaði staðnum og ég fór að gráta en þá hitti ég Gumma og varð hress en leigubílaröðin var löng þannig ég fór að gráta en þegar ég lagðist í rúmið mitt þá varð ég hress en fór svo að gráta þegar ég vaknaði því every day is like Sunday.

Every day is like Sunday
Mér finnst hund leiðinlegt á sunnudögum eftir djamm. Maður er þunnur og hálf þunglyndur því það eru svo mikil viðbrigði að fara úr gauragangi kvöldinu áður í þögn heima hjá sér. Svo nennir maður ekki að gera neitt um daginn annað en að hanga á msn og fara á netið. Ég held að maður ætti að setja sér þá reglu að fara alltaf í bíó á sunnudögum ...það tunar mann rólega niður ..maður hittir líka vini sína án þess að þurfa að eyða orku í að tala við þá ..þetta er alveg málið krakkar haaaa ..bíó næsta sunnudag anyone?
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?