<$BlogRSDURL$>

mánudagur, júlí 18, 2005

Innipúkinn
Þegar kalt er í veðri og vindur úti þá er gott að eiga góða úlpu sem veitir manni vörn og skjól. En ég á ekki svoleiðis þannig ég ætla að skella mér á Innipúkann um verslunarmannahelgina. Þar verða m.a. Blonde Redhead, Raveonettes, Mugison, Jonathn Richman (þessi gaur er mjög fyndinn, tékkið á laginu The Neighbours). Ég hvet því alla sem ég þekki að kaupa líka miða og vera memm svo ég þurfi ekki að vera einn útí horni að bora í nefið og búa til kúlur og setja í bjórinn minn. Við getum svo farið saman í tjaldferðalag helgina eftir og jafnvel haldið Ölympics í leiðinni ..annars fær Haukur öllu ráðið um það.

Vinna
Vinnan í morgun gekk ágætlega held ég, var að hjálpa til í bakaríi og skutlaðist svo með dótið á hina ýmsu staði, þ.á.m. Júmbó, Sóma og Pítuna ..endilega borðið þar því ég hef snert þau brauð ..hafið ekki áhyggjur það gerist ekki neitt, þið stelpur verðið í mesta lagi ófrískar ef þið fáið ykkur langloku.

Mánudagsljóðið
svalt er það að vera í bænum og fara á Innipúka
heldur en að hanga í tjaldi og fara út til að kúka
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?