föstudagur, júlí 08, 2005
Roskilde Festival 2005
Loforð eru til að brjóta ..eða er það reglur? anyway...
Hvaðan kemur þetta nafn Hróarskelda annars? Veðrið var bara fáránlega gott enda áttum við það alveg skilið eftir þjáningar síðasta árs. Flestir voru mættir á Sunnudeginum og það var strax tekið á drykkjunni. Fyrsta bandið sem ég og fleiri sáum var Brúðarbandið. Lögin voru so and so en stemningin var mjög góð og þetta var ágætis skemmtun. Unnur sem var með okkur í tjaldbúðunum í fyrra var núna sjálf uppá sviði og stóð sig vel. Mugison var líka mjög öflugur og margir Íslendingar sem studdu hann. Annars ætla ég ekki mikið að skrifa um þessa ferð heldur að láta myndirnar tala og láta aðra segja frá mörgum gullkornum ferðarinnar. Kannski ég segi í stikkorðum frá böndunum ...Green Day komu mest á óvart og flestir eru sammála að þeir hafi staðið sig best. Gæsahúð hátíðarinnar var God only knows með Brian Wilson ..einnig Murr murr með Mugison, Sparks með Röyksopp og Teenage Riot með Sonic Youth. Interpol voru ekki nógu sannfærandi. Duran Duran voru fínir, Joanna Newsom á sterkan fanbase, The Dears er hljómsveit sem á eftir að verða sæmilega stór (tónlistin er blanda af Blur og Doves), Snoop Dogg gleymdi nafninu sínu of oft og þurfti að spyrja áhorfendur hvað hann héti, Chris Cornell var ekki sannfærandi í Rage Against The Machine lögunum ..ég sá Rage á Reading árið 2000 og það voru einir af mínum bestu tónleikum. Mikið ryk fauk um svæðið og fór það í mat og bjór. Of fáir dauðaspaðar voru spilaðir, það vantaði alveg Hauk til að redda málunum. Það sem stóð uppúr á þessari hátíð fyrir utan kúkinn á klósettunum var veðrið. Að lokum vil ég þakka þeim sem voru í tjaldbúðunum fyrir skemmtilega hátíð ..see you next year!
hérna eru svo myndir frá þessu öllu saman. Myndirnar eru í öfugri tímaröð, smá Memento fílingur í þessu, svo tók ég nokkrar moby myndir sem sumir vilja eflaust ekki að fari á netið:)
Loforð eru til að brjóta ..eða er það reglur? anyway...
Hvaðan kemur þetta nafn Hróarskelda annars? Veðrið var bara fáránlega gott enda áttum við það alveg skilið eftir þjáningar síðasta árs. Flestir voru mættir á Sunnudeginum og það var strax tekið á drykkjunni. Fyrsta bandið sem ég og fleiri sáum var Brúðarbandið. Lögin voru so and so en stemningin var mjög góð og þetta var ágætis skemmtun. Unnur sem var með okkur í tjaldbúðunum í fyrra var núna sjálf uppá sviði og stóð sig vel. Mugison var líka mjög öflugur og margir Íslendingar sem studdu hann. Annars ætla ég ekki mikið að skrifa um þessa ferð heldur að láta myndirnar tala og láta aðra segja frá mörgum gullkornum ferðarinnar. Kannski ég segi í stikkorðum frá böndunum ...Green Day komu mest á óvart og flestir eru sammála að þeir hafi staðið sig best. Gæsahúð hátíðarinnar var God only knows með Brian Wilson ..einnig Murr murr með Mugison, Sparks með Röyksopp og Teenage Riot með Sonic Youth. Interpol voru ekki nógu sannfærandi. Duran Duran voru fínir, Joanna Newsom á sterkan fanbase, The Dears er hljómsveit sem á eftir að verða sæmilega stór (tónlistin er blanda af Blur og Doves), Snoop Dogg gleymdi nafninu sínu of oft og þurfti að spyrja áhorfendur hvað hann héti, Chris Cornell var ekki sannfærandi í Rage Against The Machine lögunum ..ég sá Rage á Reading árið 2000 og það voru einir af mínum bestu tónleikum. Mikið ryk fauk um svæðið og fór það í mat og bjór. Of fáir dauðaspaðar voru spilaðir, það vantaði alveg Hauk til að redda málunum. Það sem stóð uppúr á þessari hátíð fyrir utan kúkinn á klósettunum var veðrið. Að lokum vil ég þakka þeim sem voru í tjaldbúðunum fyrir skemmtilega hátíð ..see you next year!
hérna eru svo myndir frá þessu öllu saman. Myndirnar eru í öfugri tímaröð, smá Memento fílingur í þessu, svo tók ég nokkrar moby myndir sem sumir vilja eflaust ekki að fari á netið:)
Comments:
Skrifa ummæli