<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júlí 17, 2005

Til hamingju Tiger með sigurinn á British Open, ég hefði samt viljað sjá Montgomerie eða Olazábal vinna frekar.

Audioscrobblerinn minn hefur eitthvað fengið sér að reykja því samkvæmt honum hef ég átt að spila lag með einhverjum Fred Neil fimm sinnum í vikunni sem leið en samkvæmt iTunes hefur það bara verið spilað þrisvar frá upphafi. Sama á við um lögin sem fylgja þar á eftir.

Þar sem ég er þekktur í íslensku þjóðfélagi og alltaf í "Hverjir voru hvar" í Séð og Heyrt þá fannst mér ekki annað hægt en að kíkja á Oliver á laugardaginn. Eftir að hafa beðið í röð í klukkutíma (ég gleymdi VIP kortinu heima) þá sat ég þarna með bjór og sá aðra og lét aðra sjá mig svona eins og normið er víst á þessum stað. Eftir að hafa setið allt of lengi þar fórum við sys + 1 á Ellefuna og þar var ég on fire í fótboltaspilinu (það eina sem ég hef lært af veru minni í Danmörku). Svo sá ég Gumma og ég þóttist vera geðveikt fullur og bömpaði viljandi í síðuna hans með þeim afleiðingum að hann ýtti vel við mér án þess að sjá hver ég væri, ég reyndi að laga misskilninginn en held að það hafi ekkert gengið allt of vel þar sem hann var ekki með samband við þennan heim..sorry Gomme. Hitti svo Óla Steinars og það var mjög hressandi ..takk fyrir það Óli. Til hamingju Nína kærastan hans Péturs með sigurinn og allir hinir sem unnu í hinum ýmsu klúbbum. Sorry fyrir að hafa ekki komið uppí skála og haldið uppi fjörinu, sorry að ég dreifði ekki glussa út um allan völl rétt fyrir meistaramót eins og í fyrra ..mér fannst það gefa vellinum karakter.

Takk fyrir Raggi að muna eftir mér og hringja í mig eftir Hróarskeldu, núna veit ég að þér er alvara með þetta og við eigum eftir að meika það big time ...Iceland Airwaves jafnvel fyrir allan peninginn (takk Árni Már fyrir þetta quote og góðan útvarpsþátt).

Takk fyrir þú íslenska veðrátta fyrir að hafa gott veður á meðan ég var að jafna mig á þynkunni og byrja svo að rigna þegar ég var orðinn hress.

Og að lokum, þá er ég, gaui emils, ótrúlegt en satt, að farað vinna í kl 6 í fyrramálið við útkeyrslu! ekki er um 17. júlí gabb að ræða samkvæmt talsmanni Gaui Emils hf ...hlutabréf hækkuðu nokkuð í verði við þessa frétt, flæðarmál lækkaði og ólétta röggulóar stóð í stað.
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?