<$BlogRSDURL$>

föstudagur, desember 31, 2004

Til hamingju med afmaelid Haukur

Haukur okkar allra er 31 ars i dag, hip hip hurrey!!

fimmtudagur, desember 30, 2004

takk fyrir kvedjurnar:) Afmaelid mitt var bara fint. Bordudum lunch a kinverskum stad og vorum thar heil lengi og svo um kvoldid var sotradur bjor og sonna ..rolegt en nice.

Eg var ad koma af strondinni, og thad var mjog nice eins og allt herna. Gallinn vid kanari er tho sa ad thad kemur oft svo mikid rok thegar lidur a daginn og thad var t.d. ekki haegt ad fara i solbad i gaer og hinn. En i dag tok eg Morrissey bokina mina med a strondina og fekk mer sma brunku i leidinni;) Reyndar er eg ekki mikill solbadskall en madur getur bara ekki misst af svona taekifaeri.

Aramotin framundan, vaeri til i ad vera i einhverju godu partyi a islandi en thetta verdur orugglega fint herna a kanari ...different but nice eh?

heyri i ykkur a naesta ari!!

sunnudagur, desember 26, 2004

Kanari og gledileg jol!

Ferdin ut var frekar erfid rett eins og koben ferdin. Eg thurfti ad bida lengi i Madrid eftir tengiflugi og svo tok flugid sjalft sinn tima. Tha kom ser vel ad vera med Saint Morrissey sem er bok sem eg fekk i jolagjof ...er langt kominn med hana og eg sem les ekki baekur ..Morrissey er mjog merkilegur gaur skal eg segja ykkur.

Adfangadagur var pinu odruvisi en mamma eldadi samt finan mat og thad var forrettur og desert. Svo opnudum vid pakkana. Takk fyrir allar godu gjafirnar:)

Vedrid herna er mjog gott, madur er ymist a bol eda ber ad ofan ..ja not a pretty sight en tho skarra en gamla folkid a strondinni sem var nakid og spiladi blak! eg hef sjaldan sed jafn ogedslega sjon thannig ad sjalfsogdu vard madur ad taka mynd af thvi.

Eg er buinn ad fara tvisvar i golf og thetta er buid ad vera ansi skrautlegt, fullt af gomlum godum toktum en svo inn a milli algjort kludur.

Gugga systir min kemur i nott, tha verdur gaman

eg skrifa meira seinna :-)

þriðjudagur, desember 21, 2004

Ég er núna staddur í Köben en fer til Kanarí á morgun. Ferðin frá Íslandi til Danmerkur í gær var ein mín versta á ferlinum. Til að byrja með var 45 mín. seinkun og svo þegar allir voru komnir í vélina og búnir að bíða í klukkutíma í vélinni því það var eitthvað ljós bilað hjá þeim þá vorum við send úr vélinni, sennilega því það hafði svo truflandi áhrif á rafvirkjan að hafa okkur í vélinni, samtals var þessi töf 2 og hálfur tími. Svo var ég endalaust lengi að drullast heim með lest því ég þurfti að bíða á kastrup, bíða á hovedbanen og svo loks á Vangede ætlaði ég að taka strætó heim en það var hálftími í hann þannig ég labbaði með líkið á bakinu, crap ég var feginn að komast heim og skella í mér 2 bjórum á undir 4 sek.

Dvölin á Íslandi var ljúf, takk fyrir mig sem léttu mér stundir með sprelli sínu. Svo er það Kanarí í 3 vikur með mömmu og pabba. Systir mín, sonur hennar og maður verða frá 26 des til 1 jan. þannig það verður amk fjör þá. Svoldið erfitt að vera einn með foreldrum sínum í svona langan tíma þannig það er ágætt að fá annað fólk inn í þetta. Vonandi að maður kynnist líka einhverju fólki þarna úti. Ég er að ímynda mér svona varðeld á ströndinni og þar séu nokkrir krakkar með kassagítar og eru að sötra bjór, svo labba ég framhjá og einhver úr hópnum kallar "dude, join us man" og ég kem og skemmti mér með þeim langt fram á morgun. En ég held að það sé lítið um svona þarna. Frekar að ég lendi í því að ég labbi framhjá hommabar og dragdrottning kalli á mig "hello there, wanna come inside and take some dip into fun fun fun". ...kannski maður verði bara uppá hótelherbergi með foreldrunum og spili olsen olsen eftir allt saman!

Ég held að síminn minn virki ekki þarna úti, þannig öll þau stórfyrirtæki sem ætluðu að eiga viðskipti við mig verða bara að emaila mig. Það á víst að vera internettenging á Dorotea eða eitthvað álíka þar sem ég gisti þannig maður getur jafnvel bloggað um hversu marga kakkalakka maður sér. Ha ha, minnir mig á finnska nafnið mitt sem ég notaði á Hróarskeldu: Kakkalakki Parapoki :)

fimmtudagur, desember 16, 2004

Eir.is komin í loftið

Ég er búinn að verað hanna heimasíðu fyrir Eir og hún er nú komin í loftið.

Þið megið endilega láta mig vita ef þið sjáið linka sem virka ekki. Ef þið finnið óvirkan link þá fáiði bjór. Ekki að ég sé eitthvað öruggur að það sé ekki óvirkur linkur heldur er þetta góð leið til að fá aðra til að testa síðuna.

Þetta er fyrsta heimasíðan mín og því kannski pínu amateur bragur yfir þessu en vonandi verða næstu síður (ef einhverjar verða) aðeins meira pro. Síðan er bara ein background mynd og svo er texinn í layers sem er reyndar ekki nógu gott því textinn er á mismunandi stað eftir browserum, því væri gaman að heyra frá ykkur ef síðan er eitthvað óeðlileg hjá ykkur. T.d. veit ég að í einhverjum browsernum þá voru “þ” og “ð” fucked up. Gaman væri að heyra hvernig hægt sé að breyta þessu frá þeim sem eru betri en ég í forritun :)

miðvikudagur, desember 15, 2004

Samfélags hugleiðingar, 3. hluti

Ég lendi því miður oft í þessu því ég er ekki nógu minnugur á andlit og ég veit ekki hversu vel viðkomandi þekkir mig. Ok, ég er t.d. að labba niður Laugarveginn og ég mæti einhverjum sem ég kannast rosalega við og ég er nokkuð viss um að ég eigi að þekkja hann en ég er ekki viss hvort hann eigi að þekkja mig. Hvað gerir maður þá?? Á maður að þykjast ekki sjá hann og labba framhjá honum með því að horfa niður eða þykjast sjá eitthvað sniðugt í búðarglugganum. Á maður að horfa á hann þangað til hann tekur eftir mér til að sjá hvort maður fái einhver viðbrögð frá honum. Á maður að taka sénsinn og kinka kolli ..nei því ef það mistekst þá fer maður hjá sér.

Eitt sem er líka náskylt þessu er að maður veit hver gaurinn er en maður veit ekki hvort maður þekkir hann nóg til að kinka kolli. Stundum er maður ekkert viss um að hann kannist við mann þó maður kannist við hann. En það versta er þegar þú veist að þú þekkir einhvern lítilega og þú veist að viðkomandi þekkir þig líka lítilega. Þá er maður í vandræðum hvort maður eigi að stoppa og tala við hann! Auðvitað segir maður hæ þegar maður labbar framhjá en á maður að segja eitthvað meira en hæ, kannski maður ætti þá að taka upp spjöldin í 2. hluta (síðasta bloggfærsla), lyfta þeim upp og halda svo áfram. Það er ekkert jafn pínlegt og þegar maður segir hæ og er kominn svo framhjá og svo stoppar annar því honum finnst dónalegt að bara segja hæ. Hef oft lent í því að labba á feiknarhraða eins og ég geri og framhjá einhverjum og ég segi hæ og hann líka og svo stoppum við í c.a. 5 metra fjarlægð þegar við erum komnir framhjá hvorum öðrum og byrjum þá að koma með "hvað segiru" og svo færumst við alltaf nær og nær, í 4 metra fjarlægð kemur "ég hef það bara gott" og í 3. metra fjarlægð er það "ertu enn að vinna þarna.." í 2 metra fjarlægð er það "já þú segir það haaa" en svo fer maður ekki nær því maður þekkir hann jú ekki nógu vel og svo heldur maður áfram.

"Gaui, ef þetta er svona rosalega pínlegt allt saman afhverju flyturu ekki bara til Norðurpólsins" gæti einhver röflað núna

þriðjudagur, desember 14, 2004

Samfélags hugleiðingar, 2. hluti.

Hafiði ekki lent í því að þið eruð að keyra í bíl og þegar þið lendið á rauðu ljósi þá er einstaklingur í bílnum við hliðiná sem þið þekkið. Þið auðvitað byrjið að vinka honum því þið þekkið hann og hann vinkar á móti ..en hvað svo? Rauða ljósið er óvenju lengi þannig þið eruð alveg komin yfir leifilegan vinkunartíma. Á maður að byrja að horfa framfyrir sig og hætta að horfa á einstaklinginn við hliðiná sér? Eða á maður að halda áfram að horfa þangað til það kemur grænt ljós? Myndi hann ekki móðgast ef maður hættir að horfa og byrjar að horfa fram fyrir sig? Myndi hann samt ekki halda að maður væri skrítinn ef maður bara vinkar og horfir svo á hann alveg þangað til það kemur grænt ljós? Og hvað í ósköpunum á maður svo að gera ef maður lendir við hliðiná honum á næstu ljósum líka!? Kannski ætti maður að hafa í bílnum sínum túss og skrifblokk þannig maður geti haldið upp smá samræðum á meðan þessi vandræðilegi tími á sér stað. Það er meira að segja hægt að hafa bara tilbúin spjöld sem stendur á "Hvernig hefur þú það?" og hitt sem stendur á "já einnig gott þakka þér fyrir" á meðan hinn aðilinn hefði spjöld sem stæðu á "ég hef það gott en þú?" og "það var gott að heyra". En það væri ekki gott ef báðir aðilar væru með sama sett af spjöldum því það myndi ekki meika neitt sens.
Já frekar myndi ég borða fulla fötu af ormum heldur en að lenda í þessum aðstæðum.

mánudagur, desember 13, 2004

samfélags hugleiðingar, 1. hluti

Hvað á maður að gera þegar maður fer t.d. í strætó og öll sætin eru full nema nokkur þannig maður verður að setjast við hliðiná einhverjum en svo gerist það að önnur sæti losna þannig maður getur sitið einn? Á maður þá að færa sig? Myndi aðilinn móðgast því maður er að flytja sig annað eða verður hann bara feginn að þurfa ekki að sitja við hliðiná mér? Á maður að spurja hann hvort hann vilji að maður færi sig? Svo ef maður vill kannski flytja sig á maður að láta hann vita að its not you its me ...að maður vill bara smá privasy. Persónulega þegar þetta hefur gerst fyrir mig þá hef ég ekki fært mig en ég pæla oft í hvort persónan við hliðiná mér sé alveg "afhverju færiru þig ekki, það er ekki eins og ég þekki þig!"
Já samfélag manna er flókið fyrirbæri ..ég mun aldrei skilja það.

laugardagur, desember 11, 2004

Vinsældarlisti Gauja í boði Coka Cola og Mjólkursamsölunnar

1. Low - Just like Christmas
2. The Thrills - Big Sur
3. Television - Elevation
4. Interpol - Next Exit
5. Interpol - Evil

Fór á 22 í gær og reyndar líka á 11 en ég fór ekki á 33 að þessu sinni. Á 22 var komið fótboltaborð en það virkaði ekki. Fótboltaborðið á 11 virkaði en ég veit ekki hvort það var í lagi á 33 því ég fór ekki þangað.

Ég er orðinn meðvitaður um hvernig ég geng ...mig vantar nýtt göngulag ...og það er sko ekkert walk in the park!

lag dagsins: How to fight loneliness með Wilco ..ágætis leiðavísir þar hvernig maður á að berjast við einmanaleikann ..maður á víst að brosa allan tímann.

föstudagur, desember 10, 2004

Ísland you cold bastard
Búinn að vera hérna í tvær nætur og þetta er búið að vera næs. Er nú þegar búinn að fá mér barbekjúborgara á KFC, drekka malt, kókómjólk, gæs, sörur, chillipulsu á select, keyra, hitta vini ..og svo er fullt sem ég á eftir. Vorum nokkur hjá Önnu Lind í gærkvöldi og ég drakk bara malt ..það vantar líka allt malt í mig. Zhaveh, kærasta Hauks er 22ja í dag og vil óska henni til hamingju með afmælið! Það verður eitthvað sprell í kvöld af tilefni þess ..er ekki sniðugt að skella sér á 22 þá ..á vel við dont you think.

Tengingin hérna í foreldrahúsunum er ekki uppá margar lúður. Ég fer frá 2 gígabætum í Danmörku yfir í 56k! Það er eins og að búa í penthouse íbúð í Reykjavík og flytja til Dalvíkur eða eins og skipta beint frá nýmjólk yfir í undanrennu eða eins og að hætta að halda með Liverpool og farað styðja Stoke í staðin eða eins og að blanda saman mjólk og kók og eins og geisladiskur hring hring hring hring ..you got the point I persume ...og kannski Doctor Livingstone líka ..myndi hann fá sér chillypulsu á Select? Já vá pointið er það að í gær þá reyndi ég að blogga en netið var svo hægt að ég gafst upp, þetta gekk aðeins betur núna.

-Einhorn

þriðjudagur, desember 07, 2004

Kjósið mitt lag please:)
Ég tók þátt í samkeppni um að remixa Quarashi lag. Þið getið farið hingað og kosið mitt lag. Lagið mitt heitir Stun Gun og ég er hljómsveitin Legal Highs, semsagt: Stun Gun (Legal Highs), ef ég vinn þá fáiði bjór frá mér ef þið kjósið mig og kvittið í komment:)

Haukur er einnig með í keppninni með Payback (hawkmix) (Hawk) sem er einnig þrusu gott lag en mjög ólíkt mínu, svona eins og mjólk og kók, gott á sinn hátt.

Svo er það Ísland á morgun og það er vonandi að ég sjái sem flesta klakabúa og jafnvel þá baunabúa sem eru í fríi á Íslandi. Síminn minn á íslandi verður 696 3913

knús,

Gaui

sunnudagur, desember 05, 2004

lovelovelovelovelovelovelovelovelovelovelovelove

hér eru 10 bestu lögin í tölvunni minni sem eru með orðinu love í nafni lagsins. Ég nennti ekki að fara í gegnum diskasafnið líka, ég er ekki svo aðgerðalaus:)

1. Joy Division - Love will tear us apart
2. Air - Playground love
3. Tom Waits - Hope I dont fall in love with you
4. Low - Last night I dreamt that somebody loved me
5. The Cure - Love song
6. The White Stripes - Fell in love with a girl
7. The Magnetic Fields - Love is lighter than air
8. The Doors - Lovestreet
9. The Radio Dept. - I dont need love, I got my band
10. Soft Cell - Tainted love

fimmtudagur, desember 02, 2004

Ég vil óska Guggu og Halldóru systrum mínum til hamingju með daginn! (nei þær eru ekki tvíburar) ..svo á Logi Bergman líka afmæli en ég þekki hann ekki neitt.

hún: "frýs vín ekki?"
ég: ha, grís ríða ekki??"

ég þarf að fá mér heyrnatæki ..og gleraugu ..og svo á ég eftir að kaupa fullt af jólagjöfum

This page is powered by Blogger. Isn't yours?