þriðjudagur, desember 14, 2004
Samfélags hugleiðingar, 2. hluti.
Hafiði ekki lent í því að þið eruð að keyra í bíl og þegar þið lendið á rauðu ljósi þá er einstaklingur í bílnum við hliðiná sem þið þekkið. Þið auðvitað byrjið að vinka honum því þið þekkið hann og hann vinkar á móti ..en hvað svo? Rauða ljósið er óvenju lengi þannig þið eruð alveg komin yfir leifilegan vinkunartíma. Á maður að byrja að horfa framfyrir sig og hætta að horfa á einstaklinginn við hliðiná sér? Eða á maður að halda áfram að horfa þangað til það kemur grænt ljós? Myndi hann ekki móðgast ef maður hættir að horfa og byrjar að horfa fram fyrir sig? Myndi hann samt ekki halda að maður væri skrítinn ef maður bara vinkar og horfir svo á hann alveg þangað til það kemur grænt ljós? Og hvað í ósköpunum á maður svo að gera ef maður lendir við hliðiná honum á næstu ljósum líka!? Kannski ætti maður að hafa í bílnum sínum túss og skrifblokk þannig maður geti haldið upp smá samræðum á meðan þessi vandræðilegi tími á sér stað. Það er meira að segja hægt að hafa bara tilbúin spjöld sem stendur á "Hvernig hefur þú það?" og hitt sem stendur á "já einnig gott þakka þér fyrir" á meðan hinn aðilinn hefði spjöld sem stæðu á "ég hef það gott en þú?" og "það var gott að heyra". En það væri ekki gott ef báðir aðilar væru með sama sett af spjöldum því það myndi ekki meika neitt sens.
Já frekar myndi ég borða fulla fötu af ormum heldur en að lenda í þessum aðstæðum.
Hafiði ekki lent í því að þið eruð að keyra í bíl og þegar þið lendið á rauðu ljósi þá er einstaklingur í bílnum við hliðiná sem þið þekkið. Þið auðvitað byrjið að vinka honum því þið þekkið hann og hann vinkar á móti ..en hvað svo? Rauða ljósið er óvenju lengi þannig þið eruð alveg komin yfir leifilegan vinkunartíma. Á maður að byrja að horfa framfyrir sig og hætta að horfa á einstaklinginn við hliðiná sér? Eða á maður að halda áfram að horfa þangað til það kemur grænt ljós? Myndi hann ekki móðgast ef maður hættir að horfa og byrjar að horfa fram fyrir sig? Myndi hann samt ekki halda að maður væri skrítinn ef maður bara vinkar og horfir svo á hann alveg þangað til það kemur grænt ljós? Og hvað í ósköpunum á maður svo að gera ef maður lendir við hliðiná honum á næstu ljósum líka!? Kannski ætti maður að hafa í bílnum sínum túss og skrifblokk þannig maður geti haldið upp smá samræðum á meðan þessi vandræðilegi tími á sér stað. Það er meira að segja hægt að hafa bara tilbúin spjöld sem stendur á "Hvernig hefur þú það?" og hitt sem stendur á "já einnig gott þakka þér fyrir" á meðan hinn aðilinn hefði spjöld sem stæðu á "ég hef það gott en þú?" og "það var gott að heyra". En það væri ekki gott ef báðir aðilar væru með sama sett af spjöldum því það myndi ekki meika neitt sens.
Já frekar myndi ég borða fulla fötu af ormum heldur en að lenda í þessum aðstæðum.
Comments:
Skrifa ummæli