<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, desember 21, 2004

Ég er núna staddur í Köben en fer til Kanarí á morgun. Ferðin frá Íslandi til Danmerkur í gær var ein mín versta á ferlinum. Til að byrja með var 45 mín. seinkun og svo þegar allir voru komnir í vélina og búnir að bíða í klukkutíma í vélinni því það var eitthvað ljós bilað hjá þeim þá vorum við send úr vélinni, sennilega því það hafði svo truflandi áhrif á rafvirkjan að hafa okkur í vélinni, samtals var þessi töf 2 og hálfur tími. Svo var ég endalaust lengi að drullast heim með lest því ég þurfti að bíða á kastrup, bíða á hovedbanen og svo loks á Vangede ætlaði ég að taka strætó heim en það var hálftími í hann þannig ég labbaði með líkið á bakinu, crap ég var feginn að komast heim og skella í mér 2 bjórum á undir 4 sek.

Dvölin á Íslandi var ljúf, takk fyrir mig sem léttu mér stundir með sprelli sínu. Svo er það Kanarí í 3 vikur með mömmu og pabba. Systir mín, sonur hennar og maður verða frá 26 des til 1 jan. þannig það verður amk fjör þá. Svoldið erfitt að vera einn með foreldrum sínum í svona langan tíma þannig það er ágætt að fá annað fólk inn í þetta. Vonandi að maður kynnist líka einhverju fólki þarna úti. Ég er að ímynda mér svona varðeld á ströndinni og þar séu nokkrir krakkar með kassagítar og eru að sötra bjór, svo labba ég framhjá og einhver úr hópnum kallar "dude, join us man" og ég kem og skemmti mér með þeim langt fram á morgun. En ég held að það sé lítið um svona þarna. Frekar að ég lendi í því að ég labbi framhjá hommabar og dragdrottning kalli á mig "hello there, wanna come inside and take some dip into fun fun fun". ...kannski maður verði bara uppá hótelherbergi með foreldrunum og spili olsen olsen eftir allt saman!

Ég held að síminn minn virki ekki þarna úti, þannig öll þau stórfyrirtæki sem ætluðu að eiga viðskipti við mig verða bara að emaila mig. Það á víst að vera internettenging á Dorotea eða eitthvað álíka þar sem ég gisti þannig maður getur jafnvel bloggað um hversu marga kakkalakka maður sér. Ha ha, minnir mig á finnska nafnið mitt sem ég notaði á Hróarskeldu: Kakkalakki Parapoki :)
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?