<$BlogRSDURL$>

mánudagur, desember 13, 2004

samfélags hugleiðingar, 1. hluti

Hvað á maður að gera þegar maður fer t.d. í strætó og öll sætin eru full nema nokkur þannig maður verður að setjast við hliðiná einhverjum en svo gerist það að önnur sæti losna þannig maður getur sitið einn? Á maður þá að færa sig? Myndi aðilinn móðgast því maður er að flytja sig annað eða verður hann bara feginn að þurfa ekki að sitja við hliðiná mér? Á maður að spurja hann hvort hann vilji að maður færi sig? Svo ef maður vill kannski flytja sig á maður að láta hann vita að its not you its me ...að maður vill bara smá privasy. Persónulega þegar þetta hefur gerst fyrir mig þá hef ég ekki fært mig en ég pæla oft í hvort persónan við hliðiná mér sé alveg "afhverju færiru þig ekki, það er ekki eins og ég þekki þig!"
Já samfélag manna er flókið fyrirbæri ..ég mun aldrei skilja það.
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?