miðvikudagur, desember 15, 2004
Samfélags hugleiðingar, 3. hluti
Ég lendi því miður oft í þessu því ég er ekki nógu minnugur á andlit og ég veit ekki hversu vel viðkomandi þekkir mig. Ok, ég er t.d. að labba niður Laugarveginn og ég mæti einhverjum sem ég kannast rosalega við og ég er nokkuð viss um að ég eigi að þekkja hann en ég er ekki viss hvort hann eigi að þekkja mig. Hvað gerir maður þá?? Á maður að þykjast ekki sjá hann og labba framhjá honum með því að horfa niður eða þykjast sjá eitthvað sniðugt í búðarglugganum. Á maður að horfa á hann þangað til hann tekur eftir mér til að sjá hvort maður fái einhver viðbrögð frá honum. Á maður að taka sénsinn og kinka kolli ..nei því ef það mistekst þá fer maður hjá sér.
Eitt sem er líka náskylt þessu er að maður veit hver gaurinn er en maður veit ekki hvort maður þekkir hann nóg til að kinka kolli. Stundum er maður ekkert viss um að hann kannist við mann þó maður kannist við hann. En það versta er þegar þú veist að þú þekkir einhvern lítilega og þú veist að viðkomandi þekkir þig líka lítilega. Þá er maður í vandræðum hvort maður eigi að stoppa og tala við hann! Auðvitað segir maður hæ þegar maður labbar framhjá en á maður að segja eitthvað meira en hæ, kannski maður ætti þá að taka upp spjöldin í 2. hluta (síðasta bloggfærsla), lyfta þeim upp og halda svo áfram. Það er ekkert jafn pínlegt og þegar maður segir hæ og er kominn svo framhjá og svo stoppar annar því honum finnst dónalegt að bara segja hæ. Hef oft lent í því að labba á feiknarhraða eins og ég geri og framhjá einhverjum og ég segi hæ og hann líka og svo stoppum við í c.a. 5 metra fjarlægð þegar við erum komnir framhjá hvorum öðrum og byrjum þá að koma með "hvað segiru" og svo færumst við alltaf nær og nær, í 4 metra fjarlægð kemur "ég hef það bara gott" og í 3. metra fjarlægð er það "ertu enn að vinna þarna.." í 2 metra fjarlægð er það "já þú segir það haaa" en svo fer maður ekki nær því maður þekkir hann jú ekki nógu vel og svo heldur maður áfram.
"Gaui, ef þetta er svona rosalega pínlegt allt saman afhverju flyturu ekki bara til Norðurpólsins" gæti einhver röflað núna
Ég lendi því miður oft í þessu því ég er ekki nógu minnugur á andlit og ég veit ekki hversu vel viðkomandi þekkir mig. Ok, ég er t.d. að labba niður Laugarveginn og ég mæti einhverjum sem ég kannast rosalega við og ég er nokkuð viss um að ég eigi að þekkja hann en ég er ekki viss hvort hann eigi að þekkja mig. Hvað gerir maður þá?? Á maður að þykjast ekki sjá hann og labba framhjá honum með því að horfa niður eða þykjast sjá eitthvað sniðugt í búðarglugganum. Á maður að horfa á hann þangað til hann tekur eftir mér til að sjá hvort maður fái einhver viðbrögð frá honum. Á maður að taka sénsinn og kinka kolli ..nei því ef það mistekst þá fer maður hjá sér.
Eitt sem er líka náskylt þessu er að maður veit hver gaurinn er en maður veit ekki hvort maður þekkir hann nóg til að kinka kolli. Stundum er maður ekkert viss um að hann kannist við mann þó maður kannist við hann. En það versta er þegar þú veist að þú þekkir einhvern lítilega og þú veist að viðkomandi þekkir þig líka lítilega. Þá er maður í vandræðum hvort maður eigi að stoppa og tala við hann! Auðvitað segir maður hæ þegar maður labbar framhjá en á maður að segja eitthvað meira en hæ, kannski maður ætti þá að taka upp spjöldin í 2. hluta (síðasta bloggfærsla), lyfta þeim upp og halda svo áfram. Það er ekkert jafn pínlegt og þegar maður segir hæ og er kominn svo framhjá og svo stoppar annar því honum finnst dónalegt að bara segja hæ. Hef oft lent í því að labba á feiknarhraða eins og ég geri og framhjá einhverjum og ég segi hæ og hann líka og svo stoppum við í c.a. 5 metra fjarlægð þegar við erum komnir framhjá hvorum öðrum og byrjum þá að koma með "hvað segiru" og svo færumst við alltaf nær og nær, í 4 metra fjarlægð kemur "ég hef það bara gott" og í 3. metra fjarlægð er það "ertu enn að vinna þarna.." í 2 metra fjarlægð er það "já þú segir það haaa" en svo fer maður ekki nær því maður þekkir hann jú ekki nógu vel og svo heldur maður áfram.
"Gaui, ef þetta er svona rosalega pínlegt allt saman afhverju flyturu ekki bara til Norðurpólsins" gæti einhver röflað núna
Comments:
Skrifa ummæli