<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, apríl 29, 2009

laugardagur, apríl 25, 2009

Kosningadagur í dag. Mikilvægur dagur ..sögulegur dagur ..kjósum rétt blablabla.

Ég hef í raun ekki áhyggjur hvernig fer í nótt því allir flokkarnir segjast vera með lausn á vandanum. Þeir fara kannski ögn ólíkar leiðir en bottomlænið hjá þeim öllum er að þeir munu koma okkur út úr þessu og þeir vita hvernig. Þetta er eins og með símfyrirtækin. Hringdu frítt í 6 vini óháð kerfi ...hringdu frítt í alla ef þú ert hjá okkur en það kostar aðeins meira að hringja í aðra. Á endanum er niðustaðan svipuð hjá öllum fyrirtækjunum (reyndar er Nova mikið ódýrari enn sem komið er en það er líklegast bara á meðan þeir eru að safna kúnnahóp og svo er það pay time).

Afhverju stofnaði ég ekki flokk? Ástþór er á fullu í þessu. Sjálfstæðisflokkurinn lofar 20.000 ný störf ..veit ekki hvernig þeir fara að því en þeir lofa því.

Ég ætla að prófa að setja saman ímyndaðan flokk og athuga hvort hann meiki ekki alveg sens...

Kramerflokkurinn (X-K)

1. 35.000 ný störf
2. Rannsaka skal hrun bankakerfisins og passað að það muni aldrei gerast aftur!
3. Bjarga skal fyrirtækjum landsins.
4. Stutt verður við fjölskyldur landsins með margvíslegum aðferðum.
5. Finna skal út hvort halda skuli krónu og ef ekki þá taka upp annan gjaldmiðil eða myntsamstarf. Núverandi ástand gengur ekki og við munum breyta því!
6. Nýta skal auðlindir þjóðarinnar á skynsamlegan hátt án þess að raska náttúrunni. Við seljum orkuna á góðu verði, sköpum störf og njótum náttúrunnar til fulls.
7. Við hlustum á þjóðina í einu og öllu því þið skiptið máli.
8. Við erum tilbúin til að skoða hvort innganga í Evrópusambandið sé rétti kosturinn.
9. Niðurskurður verður enginn í mennta og heilbriðiskerfinu. Við viljum að börnin okkar séu vel menntuð og að enginn þurfi að líða illa.
10. Skattar verða óbreyttir þrátt fyrir skuldir þjóðarinnar. Áætlanir okkar sýna að það þurfi ekki að hækka skatta né skera mikið niður til að ná okkur út úr þessum ógöngum. Kjósið okkur og komist að því.
11. Við teljum bjór vera góðan drykk og ef þið eruð sammála því ekki að kjósa okkur.

Kjósið nú einu sinni rétt, ....X-K

fimmtudagur, apríl 23, 2009

klukkan er 10 mínútur yfir 5 um nóttina á miðvikudegi. Sumardagurinn fyrsti er kominn! Ég er bloggandi núna því Haukur, Anna Lind og Svenni voru í heimsókn og við fórum auðvitað að tala um gamla tíma (höfðum verið að spila Popppunkt áður) þannig ég kíkti á gamlar færslur af Dauðaspaðanum frá 2004 og við öll fylltumst nostalgíu þegar ég las gömlu færslunar.

Kvöldið í kvöld var gott en þegar maður hugsar til baka þá virtust öll kvöld vera legendary ..alltaf eitthvað spennandi að gerast ..var það virkilega þannig eða gerir tíminn þá spennandi ..kannski dass af hvoru tveggja. Líklegast á maður eftir að fá nostalgíu yfir þessari færslu þegar maður les hana eftir 5 ár ..kannski kominn þá með krakka og lifir öðruvísi lífi en maður gerir í dag ..ætla ekki að nota orðið fastur/hlekkjaður/bundinn/lífið búið ..en jú ok notum þessi orð ..en á maður eftir að finnast þetta kvöld hafa verið kvöld sem maður myndi drepa fyrir að upplifa aftur? Þetta var fínt kvöld en mér fannst kvöldin fyrir 5 árum vera meiriháttar. Hvernig verður maður þegar maður er orðinn sextugur og fer að lesa 35 ár aftur í tímann ..hjálp!

Við deyjum, komment deyja og bjór klárast en þessi færsla á mjög líklega eftir að lifa að eilífu..

amen/gaui

sunnudagur, apríl 12, 2009

Breiðholtið gettó? kannski ...en ég bý pottþétt í meira gettói. Ekki að margir útlendingar búi hér (fyrir utan asískt fólk) en þá er þetta þvílíkt rónagettó. Í gærkvöldi þá voru einhverjir rónar sem kölluðu "Tryggvi!" í hálftíma og aldrei lét Tryggvi sjá sig. (ok fokk, þetta er of mikil tilviljun, það var einhver að kalla nafnið hans aftur rétt í þessu!) ..Tryggvi greinilega mjög vinsæll ..kannski skemmtilegur í partýum? Svo áðan þá heyrði ég "þetta er nóg! ætlaru að sprengja upp húsið!" með rónaröddu. Hef séð lögreglubíl í götunni við hliðiná tvisvar og amk í eitt skiptið voru þeir að skipta sér að róna. (ok aftur var kallað Tryggvi!) who the f*** is Tryggvi!? Anyway, ég er farinn að horfá Ronin.

Masterinn í fullu fjöri, spennandi mót eins og venjulega nema ég hef engar sérstakar taugar til efstu manna ..helst að ég vilji að Cabrera vinni því hann er svo óíþróttalegur. Tigerinn á mjög lítinn séns en það er auðvitað allt hægt.

þriðjudagur, apríl 07, 2009

Tvær mest spiluðu hljómsveitirnar hjá mér eru Yo La Tengo og The Smiths. Komst að því í gær að Ira Kaplan söngvarinn og gítarleikarinn í Yo La Tengo fílar ekki einu sinni The Smiths! Hvað ætli Morrissey finnist um Yo La Tengo? Im on the case.

mánudagur, apríl 06, 2009

vorið er svo sannalega komið ..ég drap fyrstu fluguna mína á árinu.

sunnudagur, apríl 05, 2009

Uppgvötaði um daginn eitt fallegasta lag sem ég hef heyrt á árinu ..eða segjum á þessari öld jafnvel. Performerinn er Bill Callahan sem er einnig þekktur sem (smog). Hann coverar lag eftir Kath Bloom sem var þjóðlagasöngkona snemma á níunda áratugnum. Þetta lag er að finna á Kath Bloom tribute plötu sem kemur út á næstunni. Frægir dúddar eins og Devendra Banhart, Mark Kozelek og the Dodos covera lög á plötunni.

Lagið er einfalt, hugljúft og fallegt og þá sérstaklega textinn sem fær jafnvel krókudíla til að gráta kanínutárum (ok þetta er svakaleg líking).

Hér er lagið ef þið eruð forvitin: The Breeze/My Baby Cries

fimmtudagur, apríl 02, 2009

Skotland - Ísland (2-1) í gær ..spennandi leikur og sársaukafullur endir eins og svo oft áður hjá íslenska landsliðinu. Ef eitthvað gerir okkur að sterkri þjóð þá er það vegna þess að við þurfum að þola tap í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur ..Íþróttaálfurinn og Vala Flosa undanskilin ...ok kannski bara Íþróttaálfurinn.

Allir að eignast börn í kringum mig nema ég ..nefni engin nöfn ..jú ok ..Vala Flosa (hún tengist ekki innihaldi fréttarinnar).

Fólk í útlöndum og fólk hérna heima, fólk að missa vinnu og sumir að halda vinnu. Þarf ekki að farað finna upp eitthvað nýtt, krubbslufs kannski? Elskan ég þarf að fara í krubbslufs. -"já ok, hey manstu þegar þú þurftir alltaf að fara í vinnuna, hvað varstu að spá!" -"já nákvæmlega, kreisí pípol vorum við Gunnsa. Viltu að ég kaupi svo eitthvað í matinn áður en ég kem heim?"

...pifff matur ..er það ekki líka eitthvað sem er að líða undir lok.

póker er voðalega vinsælt fyrirbæri hjá mörgum, þar með talið mér. Var þriðji af 11 um daginn en í gær sjöundi af 8. Þetta sannar að ég stend mig betur eftir því sem fleiri spila ..samanber ef ég ætti heima í USA þá væri ég heimsfrægur á einhverju sviði ..kannski rafvirki ...kem alltaf með tips í Opruh eða Dr. Phill "he´s electric I tell ya" myndu allir segja. Kæmi sér vel á dansgólfinu.

Ef fólki finnst gaman að lesa bloggið mitt afhverju ætti ég þá ekki að skrifa rúmlega klukkutíma langt blogg svona eins og kvikmynd? það er amk frítt (fyrir utan tímann sem þið fáið aldrei aftur).

Ef þið mættuð kaupa ykkur dauðdaga á 400.000kr mynduð þið gera það? Og þá er ekki inn í því ef þið missið heilsuna um sextugt að þið getið refreshað heldur yrðuð þið að vera þannig þangað til þið mynduð deyja. Ég myndi sennilega nýta mér þennan möguleika þegar ég er um sjötugt og ég sé í hvað stefnir.

Ég skil vel gamalt fólk sem vill setjast að á Flórída.

Vá ég ætlaði nú bara rétt að blogga smá en þetta varð keisið. kl er bara 12 á hádegi og svona ..og á morgun haa ..á morgun kemur nefnilega líka hádegi og hver veit, kannski ég bloggi aftur þá!

Hey sorry, ég man núna afhverju ég ætlaði að blogga fyrst ..ég var nebblegah (hvernig unga fólkið skrifar í dag) í Hagkaup og rakst á Cocio! Held það sé uppáhalds drykkurinn minn síðan Póló í þá eld gömlu. Ekki margt sem danir mega vera hreiknir af ..mjög fátt sko ..en Cocioið verður ekki tekið af þeim, heldur ekki baráttuandinn í Hells Angels, hvernig danir tala ensku og að lokum Barbie Girl lagið.

Nálægt því að komast á listan voru: Popstars Jon og íslenskir nemar búsettir í Danmörku.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?