<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, apríl 23, 2009

klukkan er 10 mínútur yfir 5 um nóttina á miðvikudegi. Sumardagurinn fyrsti er kominn! Ég er bloggandi núna því Haukur, Anna Lind og Svenni voru í heimsókn og við fórum auðvitað að tala um gamla tíma (höfðum verið að spila Popppunkt áður) þannig ég kíkti á gamlar færslur af Dauðaspaðanum frá 2004 og við öll fylltumst nostalgíu þegar ég las gömlu færslunar.

Kvöldið í kvöld var gott en þegar maður hugsar til baka þá virtust öll kvöld vera legendary ..alltaf eitthvað spennandi að gerast ..var það virkilega þannig eða gerir tíminn þá spennandi ..kannski dass af hvoru tveggja. Líklegast á maður eftir að fá nostalgíu yfir þessari færslu þegar maður les hana eftir 5 ár ..kannski kominn þá með krakka og lifir öðruvísi lífi en maður gerir í dag ..ætla ekki að nota orðið fastur/hlekkjaður/bundinn/lífið búið ..en jú ok notum þessi orð ..en á maður eftir að finnast þetta kvöld hafa verið kvöld sem maður myndi drepa fyrir að upplifa aftur? Þetta var fínt kvöld en mér fannst kvöldin fyrir 5 árum vera meiriháttar. Hvernig verður maður þegar maður er orðinn sextugur og fer að lesa 35 ár aftur í tímann ..hjálp!

Við deyjum, komment deyja og bjór klárast en þessi færsla á mjög líklega eftir að lifa að eilífu..

amen/gaui

This page is powered by Blogger. Isn't yours?