<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, apríl 05, 2009

Uppgvötaði um daginn eitt fallegasta lag sem ég hef heyrt á árinu ..eða segjum á þessari öld jafnvel. Performerinn er Bill Callahan sem er einnig þekktur sem (smog). Hann coverar lag eftir Kath Bloom sem var þjóðlagasöngkona snemma á níunda áratugnum. Þetta lag er að finna á Kath Bloom tribute plötu sem kemur út á næstunni. Frægir dúddar eins og Devendra Banhart, Mark Kozelek og the Dodos covera lög á plötunni.

Lagið er einfalt, hugljúft og fallegt og þá sérstaklega textinn sem fær jafnvel krókudíla til að gráta kanínutárum (ok þetta er svakaleg líking).

Hér er lagið ef þið eruð forvitin: The Breeze/My Baby Cries

This page is powered by Blogger. Isn't yours?