<$BlogRSDURL$>

laugardagur, apríl 25, 2009

Kosningadagur í dag. Mikilvægur dagur ..sögulegur dagur ..kjósum rétt blablabla.

Ég hef í raun ekki áhyggjur hvernig fer í nótt því allir flokkarnir segjast vera með lausn á vandanum. Þeir fara kannski ögn ólíkar leiðir en bottomlænið hjá þeim öllum er að þeir munu koma okkur út úr þessu og þeir vita hvernig. Þetta er eins og með símfyrirtækin. Hringdu frítt í 6 vini óháð kerfi ...hringdu frítt í alla ef þú ert hjá okkur en það kostar aðeins meira að hringja í aðra. Á endanum er niðustaðan svipuð hjá öllum fyrirtækjunum (reyndar er Nova mikið ódýrari enn sem komið er en það er líklegast bara á meðan þeir eru að safna kúnnahóp og svo er það pay time).

Afhverju stofnaði ég ekki flokk? Ástþór er á fullu í þessu. Sjálfstæðisflokkurinn lofar 20.000 ný störf ..veit ekki hvernig þeir fara að því en þeir lofa því.

Ég ætla að prófa að setja saman ímyndaðan flokk og athuga hvort hann meiki ekki alveg sens...

Kramerflokkurinn (X-K)

1. 35.000 ný störf
2. Rannsaka skal hrun bankakerfisins og passað að það muni aldrei gerast aftur!
3. Bjarga skal fyrirtækjum landsins.
4. Stutt verður við fjölskyldur landsins með margvíslegum aðferðum.
5. Finna skal út hvort halda skuli krónu og ef ekki þá taka upp annan gjaldmiðil eða myntsamstarf. Núverandi ástand gengur ekki og við munum breyta því!
6. Nýta skal auðlindir þjóðarinnar á skynsamlegan hátt án þess að raska náttúrunni. Við seljum orkuna á góðu verði, sköpum störf og njótum náttúrunnar til fulls.
7. Við hlustum á þjóðina í einu og öllu því þið skiptið máli.
8. Við erum tilbúin til að skoða hvort innganga í Evrópusambandið sé rétti kosturinn.
9. Niðurskurður verður enginn í mennta og heilbriðiskerfinu. Við viljum að börnin okkar séu vel menntuð og að enginn þurfi að líða illa.
10. Skattar verða óbreyttir þrátt fyrir skuldir þjóðarinnar. Áætlanir okkar sýna að það þurfi ekki að hækka skatta né skera mikið niður til að ná okkur út úr þessum ógöngum. Kjósið okkur og komist að því.
11. Við teljum bjór vera góðan drykk og ef þið eruð sammála því ekki að kjósa okkur.

Kjósið nú einu sinni rétt, ....X-K

This page is powered by Blogger. Isn't yours?