<$BlogRSDURL$>

föstudagur, mars 09, 2007

Sorglegt eftirpartý hjá Incubus (en samt töff að hafa farið)

Á föstudeginum fyrir viku borðuðu allir í Incubus á Óðinsvéum og ég var auðvitað á staðnum og fylgdist með. Brandon fannst maturinn góður sem og flestum öðrum. Svo fóru þeir á Kaffibarinn og við líka. Þeir reyndar voru uppi en okkur fannst asnalegt að reyna að troða okkur upp þannig við vorum bara sátt niðri.

Við skelltum okkur frítt á tónleikana því Krista er með sambönd. Tónleikarnir voru fínir. Michael gítarleikari hafði boðið Rakel frænku Kristu á tónleikana og í eftirpartý og því lá leið okkar þangað. Ég hafði alltaf ímyndað mér hvernig það væri að vera backstage á tónleikum í Laugardalshöll ..eins og nú margir hafa spilað þar í gegn um árin ..but believe you me kids, það var eeeeekki alveg að gera sig (en samt töff að hafa farið). Þetta virkaði þannig að allar 12-16 ára stelpurnar söfnuðust við sviðið eftir tónleikana í þeirri von um að fá baksviðspassa. Sumar fengu en nokkrar ekki (þá aðallega þessar 12-13 ára). Svo var öllum smalað saman í lítinn flóðlýstan sal (já eins og réttir, mega cool (pause) not). Reyndar biðum við á ganginum fyrir utan salinn til að byrja með og þar sá ég inn í herbergið sem Incubs gaurarnir voru og meðal annars Brandon á handklæðinu einu saman, ekki mjög merkileg sjón fyrir mig en ég trúi að stelpurnar hefðu ekkert verið á móti því að sjá það sem ég sá. Í flóðlýsta salnum voru allar gelgjurnar vandræðilegar hver í sínu horni. Ég eini gaurinn fyrir utan öryggisverðina. Boðið var upp á bjór sem aðeins ég og kannski 4 aðrir máttu drekka sökum aldurs (coca cola var reddað fyrir hinar stelpurnar).

Incubus gaurarnir komu svo loks inn í salinn og þá hófst vandræðileg stund part II því enginn vissi hvernig þeir áttu að hegða sér. Brandon braut ísinn með því að fara í boltaleik við nokkrar gelgjur. Leikurinn var þannig að hann var með risa stóran bolta og hann var að reynað hitta honum ofan í litla ruslafötu, þegar honum tókst það þá skræktu stelpurnar og klöppuðu. Ég ákvað að spjalla við Michael gítarleikara um eitt ákveðið lag og stuttmyndina hans. Svo talaði ég við Chris sem er DJ-inn og hann var svo út úr kortinu reyktur eins og sést á myndinni...



enda spurði ég hann hvort hann ætti joint handa mér (bara upp á djókið) og hann svaraði "no man I smoked it all earlier today" ...það kom mér ekki á óvart, og svo hélt hann áfram "I even screwed up couple of times man" og ég sagði að fólk hefði ekki tekið eftir því.

Ég náði svo loks að hitta Brandon og þá var þessi mynd tekin...




Þetta var alveg einstök upplifun að hafa verið baksviðs í Höllinni og það á Incubus tónleikum en sorglegra gat það ekki verið (en samt töff að hafa farið).

This page is powered by Blogger. Isn't yours?