<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, mars 22, 2007

Fór á útgáfutónleika með Ólöfu Arnalds á Nasa og ég skal segja ykkur það: hún er frábær! Ótrúlega hæfileikarík og með einstaka rödd. Hún spilaði alla plötuna sína (heitir Við og við) og hún fékk til sín marga hljóðfæraleikara sér til aðstoðar, þ.á.m. Kjartan úr Sigur Rós.

Fyrir tónleikana borðaði ég á Deco. 5 mínútum áður var mér tjáð að Deco og Domo séu ekki sami staðurinn ..ég sem hélt að ég væri bara að segja nafnið alltaf vitlaust ..svona svipað þegar ég sagði alltaf Chivo þegar ég ætlaði að segja Capo ..mmm muniði!!

"aukalína, komdí partý" ...hversu margir héldu að þetta væri textinn í Sálarlaginu þegar hann í raun segir "hey kanína, komdí partý"? T.d. ég! En í gær uppgötvaði ég að ég er búinn að vera syngja vitlausan texta við eitt þekkt lag í meira en 20 ár! Textinn er: "oh aaaa, listen to the music" en ég hélt alltaf að það væri verið að syngja um herra tónlist eða "mister music" ...boy was I wrong! Hins vegar ætla ég ekki að láta þetta á mig fá og mun ég halda áfram að syngja þetta my way: OOOOHHH AAAAAAA MISTER MUSIC ..ALL THE TIME" ..kom líka í ljós að lagið heitir líka Listen to the music! ..eeeen ekki í mínum huga!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?