<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, september 26, 2004

daskrárliðurinn Mánudags ljóðið mun falla niður vegna netleysis unirritaðs og því mun það birtast hér og nú. Einnig biðst ég afsökunar á frjóleysi og sköpunarþurrð heilans á nýjungum á þessu bloggi sem ætlað var til að auðga lesandann með upplýsingum um hin ýmsu málefni líðandi stundar jafnt um líf undirritaðs og ytri atburði. Þess í stað verða lesendur að fylla í þær eyður sem skapast hafa og taka jafnvel þátt í sköpun umtalaðs bloggs með því að leggja orð í bauk í svokölluðu commenta kerfi sem hér er undir þessum ritum. Einn gæti jafnvel sagt sína skoðun á hlutunum og þar með lagt grunninn á góðu húsi. Sjaldan keppir einn um verðlaun og stundum er betra að vera verri en sá sem er bestur ..deeem þessi jóna er sterk!

After all there is nothing much to do
about those who envy you
but to let them think their better
and know more about whatever

---mér finnst Seinfeld besti sjónvarspþáttur allra tíma---

laugardagur, september 25, 2004

Ég sá Donnie Darko í fyrsta sinn í gær og þetta er ein skrítnasta mynd sem ég hef séð ..ég ætla að vona að ég sé einn af mörgum sem skildu ekki þessa mynd. Það var ein alveg mögnuð setning sögð í myndinni: "I hate kids, lets play golf"

Ég var í fótboltamóti rétt áðan með Hauki og fleirum af hæðinni hans og við stóðum okkur bara mjög vel miðað við metnaðinn hjá andstæðingunum, tvö töp með einu marki og tvö jafntefli. Haukur var klæddur í græn jakkaföt og rauðri flauelisskyrtu og ég veit ekki hvað og svo í síðasta leiknum var hann bara í jakkanum og á naríunum ..skál!

Það er partí hjá túttunum í kvöld og ég á heima bara í nokkra metra fjarlægð frá þeim þannig það er ansi freistandi að rölta heim eftir partíið. Reyndar sef ég oftast uppá Grönjordskollegi og er með lögheimili lengst á Amager og er að flytja í íbúð í hverfi sem ég get ekki borið fram ..flókið dæmi hjá einföldum gaur.

---ég er enginn U2 fan en besta lagið þeirra er Dancing Barefoot---

fimmtudagur, september 23, 2004

Its been a while!
það var mikið að ég náði að stífla klósett, hef ekki gert það í margar vikur. Það er verið að skipta um lagnir í húsinu sem ég bý þessa stundina og klósettið var rifið upp með rótum og sett inní eldhús (nei ég fer út núna að borða). Allir íbúarnir eru í sömu aðstöðu og því er búið að koma fyrir útikamri (útikamari?? Carma Comelion??) í bakgarðinum því einhversstaðar þurfa danir að dömpa. Ég var búinn að halda vel í mér því ég nennti ekki út á þennan kamar því ég var svo viss um að allir nágrannarnir væru útí glugga til að athuga hvort að Martin gamli ætti ennþá við niðurgangsvandamál að stríða. Ég gat bara ekki haldið lengur í mér þannig ég fór á þennan kamar til að lolla stórum golla og surprisingly (ég sletti aldrei á dönsku, takiði eftir því) var kamarinn faktisk (dóhh) mjög flottur því það var sturta og everything þarna inni. Á meðan ég var að lolla þá er auðvitað tekið í húninn og stuttu seinna spurt hvort einhver væri þarna inni ..ég: "ja, jeg er her" ..og ég vissi að allt myndi anga eftir þetta ævintýri ..var ekki að hlakka til að ganga út og hvað þá að sturta niður því ég átti von á að stífla klósettið sem ég og gerði. Eftir aðra sturta-niður tilraun þá gafst ég upp og var tilbúinn að tala við þann sem beið fyrir utan en þegar ég fór út þá var enginn þar þannig ég dreif mig inn og hef ekki látið sjá mig á þessu klósetti síðan ..til hvers, það er hvort sem er örugglega enn filled with filth ....talandi um crap in a can!

Afhverju setti ég heilan disk með The Roots inná tölvuna mína þegar ég skipti um lag í hvert skipti sem lag með þeim kemur?

ok, how predictable is this: sdlkfjalæwejr iov,læzxjnvlkæsjfoawjfalsjflwqe

Ég átti fyrst að heita eitthvað af þessu og giskið nú:
a) Davíð
b) Emil
c) Gunnar
d) Þröstur

mánudagur, september 20, 2004

Þvílíka bustið í Ryder Cup í gær þrátt fyrir endalausa "USA USA USA" hrópin frá fólki klætt í bandaríska fánann, vælandi sílikon barbídúkkum og offitu börnunum þeirra. Ég var auðvitað langt frá því að giska á rétt og vil ég kenna rigningunni um (ekki að það hafi ringt á meðan keppni stóð, bara cool að "blame it on the rain") ..muniði eftir myndinni Blame it on the bell boy??
Mánudags "ljóðið":
A. Liggjandi á sólarströnd á Hawaii með svaladrykk
B. Sitja inni á kósí kaffihúsi í New York á meðn þú horfir a regnið steypast beint niður eins og í kvikmynd
C. Liggja í jafnföllnum snjó í Aspen og horfa á stjörnurnar

..og veljið nú

sunnudagur, september 19, 2004

"whatever turns you on" Sumir safna frímerkjum og aðrir klífa Everest. Golfið að byrja eftir einn tíma og þá er gaman hjá mér. Til að gera þetta meira spennandi þá er ég búinn að spá í úrslit leikjanna í dag. Fyrsti leikurinn er Tiger Woods gegn Paul Casey og ég spái jafntefli, eða X. 1 táknar að USA vinnur og 2 táknar að Evrópa vinnur leikinn. Hér er spáin mín fyrir alla 12 leikina sem eru í dag, starting with fyrsta leik: X X 1 1 2 2 2 1 1 1 2 X. Nú er að sjá hvort ég rangt fyrir mér eins og venjulega.

laugardagur, september 18, 2004

Þar sem ég er nörd þá horfi ég á Ryder Cup sem er golfmót á milli USA og Evrópu. Ég hef fylgst með þessari keppni síðan 1989 eða síðan ég var 9 ára gamall. Á morgun er svo loka dagurinn og verður Haukur með golf partý og við búum til drykkjuleiki ..allir velkomnir ..hef reyndar ekkert spurt hann hvort einhverjir mega koma eða ekki ..spurjið hann bara ...ekki eins og þið hafið áhuga á golfi ..hver hefur það eiginlega?? að hafa áhuga á golfi er eins og að blanda mjólk og coke saman.

Tilbúna band dagsins: Heytir. Já þeir heita Heytir og koma frá Keflavík

hey yesss svo er Alexandra komin aftur á markaðinn! Missionið hjá mér er að næla í hana ..gefið mér restina af mánuðinum til að vinna í því;)

þriðjudagur, september 14, 2004

Ölympics var bara gaman. Ég var með Björgu, Hersteini og Jóni í liði og við kepptum í nokkrum greinum og mitt lið tapaði með style ..þið getið lesið nánar um það á Dauðaspaðanum. Svo var partý hjá Hauki og það var ýmislegt sem gerðist þar ..t.d. hljóp ég nakinn í kringum blokkina því ég tapaði í dauðaspaðanum.

hér er ljóð:
haust haust haust
færist nær og nær
frost frost frost
alveg niðrí tær

laugardagur, september 11, 2004

Ég fór á The Raveonettes tónleikana í Tivoli en ekki á tónleikana á Loppen. Raveonparið Sune og Fu eða hvað hún heitir voru bara cool en lögin eru svoldið einsleit ..samt flott sko ..ekki miskskilja.
Núna eftir nokkrar mínútur byrjar Ølympics og ég segi frá því á morgun.
Líkurnar að ég vinni Ølympics: 12%
Líkurnar að ég lendi í síðasta sæti: 18%

þriðjudagur, september 07, 2004

þegar maður segist ekki getað bloggað mikið þá bloggar maður mikið. Þetta er eins og að búa við hliðiná Kringlunni og fara aldrei inní hana ..eða eins og að háma í sig nammi áður en aðrir klára það eða eins og geisladiskur hring hring hring hring.

Föstudagurinn næsti er stútfullur af góðum böndum út um allan bæ. Kaizers Orchestra eru með tónleika á Vega, The Raveonettes eru með tónleika í Tivoli en þeir tónleikar sem ég ætla á eru á Loppen með Traening + Radio Dept. (S) + Marvins Revolt + The Violet Hour. Þetta eru allt einhversskonar indie bönd og það kostar bara 60kr inn, lesið nánar um böndin á Loppen.dk og skellið ykkur með! (annars þarf ég að fara einn eins og venjulega:(

Download dagsins: eitthvað með Radio Dept.
Tilbúna band dagsins: The Pillow Catchers ..Írskt þjóðlagaband (prófið bara að bera þetta fram á Írsku)
þriðjudags þrasið: afhverju eru tyrkjasjoppurnar uppfullar af klámblöðum þegar þeir leifa ekki einu sinni konunum sínum að sýna sætu brúnu magana sína!?

mánudagur, september 06, 2004

...og hver sagði að atvinnuleysi borgaði sig ekki??

mánudagsviðbjóðurinn:
Kalt vatnið sprautast úr slöngunni
sullast á unaðs kroppinn
stórir dvergar renna á röngunni
og rífa af mér sloppinn

Ég er kominn með herbergi í á úr uppí Svanemøllen (herbergið sem Óðinn var í (afhverju hann þreyf ekki brundsletturnar veit ég ekki)) en það verður sennilega bara tímabundið þangað til ég finn mér íbúð. Það er ekkert internet þarna þannig ég á sennilega eftir að komast lítið á netið og kannski raskast liðirnar eins og mánudags ljóðið, þriðjudags þrasið, miðvikudags markmiðið, fimmtudags top fimman, föstudags fadølinn, laugardags liturinn og sunnudags samkynhneigði maðurinn ..þið verðið bara að vera þolinmóð þangað til og horfa á gamla þætti með OC (ohh svo ógeðslega fyndið komment að ég er að DEGJA) (ekki eins og ég þurfi að afsaka mig því þið hljótið að fíla húmorinn minn því annars væruð þið ekki að lesa nema að ykkur finnst þetta svo rosalega hallærislegt að þið verðið að tékka hvað ég segi næst ..sem er glatað ..jafn glatað og að horfa á Gædinglæt).

DÁINN ...erfidrykkja á Skippernum ..ég hlýt að fá afslátt í þetta sinn.

fimmtudagur, september 02, 2004

Jemin, kl er rúmlega 8 um morguninn og ég alveg vaknaður. Fór að sofa fyrir 11 í gær og fórnaði djammi ..wazzhappenin?
Ég talaði við stelpu sem er Asian-American eins og það kallast og ég spurði hana hvort hún væri með eða á móti Bush og hún vildi ekki svara því sem þýðir að það eru allar líkur að hún er með Bush, álit mitt á þessari stelpu fór því úr 2,7 botsvana stigum niður í 1,2. Er rétt að missa álit á einhverjum bara útaf skoðunum hans? Getur manneskjan verið frábær þrátt fyrir að trúa á illt. Veit hún kannski eitthvað sem við vitum ekki? Er Bush kannski bara fínn gaur? Annars eru skoðanir eins og rassgöt, allir hafa þau.

Tilbúna band dagsins: The Bronze Medalists ..indie rokk frá Chicago
Happatölur dagsins: 2, 11, 31
Líkurnar: að ég fái íbúð í dag: 38% (en 50% að ég fái þessa ákveðnu íbúð einhvern annan dag)
download dagsins: eitthvað með Kings of Convenience
Orð dagsins: Relax (það segir Frankie alltaf)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?