<$BlogRSDURL$>

mánudagur, mars 28, 2011

braut 100.000 laga múrinn á Last.fm

Nú hef ég spilað yfir 100.000 lög á Last.fm. Lagið sem fékk þann heiður að verma þetta sæti var 100.000 Fireflies með The Magnetic Fields ...ég veit, mjög svo viðeigandi. Þetta lag er í raun mjög gott eins og flest lög með The Magnetic Fields, og þá sérstaklega textarnir. Finnst t.d. þetta textabrot skemmtilegt úr 100.000 fireflies: You won't be happy with me, But give me one more chance. You won't be happy anyway.

Reyndar er ekki alveg að marka þennan fjölda spilana á last.fm. Ég hef spilað fullt af lögum í gömlu tölvunni minni sem var sjaldan nettengd. Á móti virðist iPodinn minn telja hvert lag fjórum sinnum. Þetta gefur samt ákveðna hugmynd hvað maður er að hlusta á. Svona lítur topp 20 út frá upphafi talningar (26. Október 2004). Tölurnar fyrir aftan sýnir fjölda spilana (laga).

1. Yo La Tengo - 1,949
2. The Smiths - 1,453
3. Belle and Sebastian - 1,236
4. The Magnetic Fields - 1,129
5-6. Low - 960
5-6. Sufjan Stevens - 960
7. Elliott Smith - 939
8. Morrissey - 900
9. Emilíana Torrini - 890
10. The Shins - 873
11. Jens Lekman - 861
12. Kings of Convenience - 857
13. M. Ward - 823
14. Broken Social Scene - 803
15. The Beatles - 782
16. Zero 7 - 779
17. Lambchop - 774
18. Pavement - 711
19. The Black Keys - 703
20. Iron & Wine - 689

Og svona lítur topp 10 listinn yfir mest spiluðu artista síðustu 3ja mánaða:
1. Surfer Blood - 90
2. James Blake - 87
3. Deerhunter - 76
4. Broken Social Scene - 74
5. The Black Keys - 71
6. Janelle Monáe - 64
7. Wild Nothing - 56
8. Woods - 55
9. Kings of Convenience - 53
10. Joanna Newsom - 52

Aðeins þrjár hljómsveitir sem eru á heildar listanum komast í topp 20 á 3ja mánaða listanum (og þær komast reyndar allar á topp 10).

Og nú topp 20 lög frá upphafi:
1. Iron & Wine – Naked as We Came - 95
2. The Magnetic Fields – Love is Lighter Than Air - 92
3. Hope Sandoval – Lose Me On The Way - 91
4. José González – Heartbeats - 90
5. The Smiths – This Charming Man - 88
6. The Black Keys – Set You Free - 87
7. Yeah Yeah Yeahs – Maps - 84
8. Morrissey – The More You Ignore Me, the Closer I Get - 81
9. Kaiser Chiefs – You Can Have It All - 79
10-12. Wilco – Jesus, Etc. - 76
10-12. The Thrills – Big Sur - 76
10-12. Ambulance LTD – Anecdote - 76
13-15. Yeah Yeah Yeahs – Y Control - 75
13-15. Aberfeldy – Summer's Gone - 75
13-15. Ambulance LTD – Ophelia - 75
16. Pulp – Something Changed - 73
17. The Raveonettes – Love In A Trashcan - 72
18-21. The Shins – New Slang - 71
18-21. José González – Crosses - 71
18-21. Kaiser Chiefs – I Predict A Riot - 71

Nokkuð þéttur listi. Það tæki t.d. bara 4 spilanir fyrir Something Changed með Pulp að fara úr 16. sæti yfir í 9. sæti. Ekkert þessara laga er á topp 20 yfir lög spiluð síðustu 12 mánuðina.

En hey, þið getið líka séð þetta allt hér fyrst þið hafið svona mikinn áhuga á þessu :D

fimmtudagur, mars 24, 2011

Um daginn var ég í heimsókn hjá Nadine í Granatengarten eins og svo oft áður og inn labbar stelpa og eftir "can I help you" og allt það þá kemur í ljós að hún er ballerína og hún var "extra"/aukaleikari í The Black Swan. Hún bregður bara stuttlega fyrir en mér fannst þetta nokkuð merkilegt þar sem ég var ný búinn að sjá myndina.

Þennan sama dag fór ég í Music Quiz á Madame Claude og spurt var um upphafslag í sjónvarpsþætti og ég var með rétt svar: Peep Show (sá snilldar þáttur). Eftir quizið datt ég í spjall við einhvern svía og hann var skuggalega líkur Mark úr Peep Show. Hitti líka stelpu sem getur sungið, spilað á gítar og cello. Skildi eitthvað verða úr tónlistarsamstarfi? Ekki hefur slíkt gengið upp hingað til.

Annars er komið vor hér í borg. Búið að vera það hlýtt að maður hefur getað gengið um í bol og hettupeysu í sólinni.

Hvað meira ...já fór á Everything Everything með Nadine á Magnet um daginn ..ágætis gigg ...fór í póker og datt fyrstur út ...kominn með flakkarann frá Íslandi sem inniheldur fullt af djúsí tónlist ...Noemy kom í heimsókn um daginn ..spöörning að skella inn myndum ...æ ég veit það ekki. Ok...




Bestu plötur 2010

Er ekki viðeigandi í lok mars 2011 að koma með árslista yfir bestu plötur 2010? Ok gott að þú sért sammála. Fullt af fínum plötum en engin sem skar sig úr. Ég gat ómögulega valið eina plötu sem bestu plötu ársins og í raun eru allar plöturnar (26 plötur) mjög nálægt toppnum ...they are all winners! Annars eru ekki mikil vísindi á bak við þetta val, bara það sem ég fílaði mest:

Í engri ákveðinni röð innan hvers flokks...

1-4 sæti
Surfer Blood – Astro Coast
The Black Keys - Brothers
Charlotte Gainsburg – IRM
Mimicking Birds – Mimicking Birds

5-9 sæti
Wild Nothing - Gemini
The Walkmen - Lisbon
Deerhunter – Halcyon Digest
Sleigh Bells - Treats
Dom – Sun Bronzed Greek Gods

10-14 sæti
Girls – Broken Dreams Club
Dum Dum Girls – I Will Be
Tame Impala - Innerspeaker
Ariel Pink´s Haunted Graffiti – Before Today
Joanna Newsom – Have One on Me

15-26 sæti
Twin Shadow – Forget
Radio Dept. - Clinging to a Scheme
James Blake – Klavierwerke/CMYK/The Bells Sketch
Angus and Julia Stone – A Book Like This
Broken Social Scene – Forgiveness Rock Record
Woods – At Echo Lake
Glasser – Ring
Ólöf Arnalds – Innundir skinni
Beach House – Teen Dream
Best Coast – Crazy for You
Caribou - Swim
How To Dress Well – Love Remains

Svo held ég að ég verði að velja Good Intentions Paving Company með Joanna Newsom sem besta lagið árið 2010.

sunnudagur, mars 13, 2011

15 stiga hiti úti ..wóha! Ætla að skella mér á markaðinn á Boxhagener Platz og Mauer Park.

Fór á Surfer Blood í Privatclub í gær. Magnað gigg og frábær tónleikastaður. Ég var alveg fremst og fékk þetta því beint í æð. Þetta er gott gítarorgíu rokk en er ekki fyrir alla. Mjög ungir strákar. Þeir byrjuðu tónleikana á þessu lagi:

http://www.youtube.com/watch?v=63Ji05Bd-t0&feature=related

Lag nr. tvö var Twin Peaks sem er líka í miklu uppáhaldi hjá mér.

Svo er það póker í kvöld með gaurum sem ég hef aldrei séð áður. Allt að gerast yey!

laugardagur, mars 05, 2011

Núna er ég búinn að vera í Berlin í rúman mánuð. Ég bý á frábærum stað í Kreuzberg með fullt af börum og vafasömum take-away stöðum ..alveg eins og ég vil hafa það! Lido, Magnet/Comet, Madame Claude, jazzbar og fleira í göngufæri. Ég bý með Silju frá Íslandi (hún benti mér á herbergið) og Sheilu frá Sviss. Fyrstu dagana/vikurnar var Silja dugleg að draga mig út því ég þekki nánast engan hérna. Það er hræ ódýrt að drekka hérna en margt smátt gerir eitt stórt og núna á ég bara lítið smátt til að lifa af næstu mánuði.

Ég hef verið duglegur að fara á tónleika, aðallega litla ókeypis tónleika. "Stæðstu" nöfnin sem ég hef séð hingað til eru Azure Ray og Ólöf Arnalds.

Það er búið að vera kalt en þó ekki eins kalt og ég bjóst við af Berlin ..segi ég og skrifa þetta með hálsbólgu.

Ég hef ákveðið að vera hérna út júní því mig langar að athuga hvort hægt sé að selja landanum og ferðamönnum smá textíl.

Ég finn voða mikið fyrir því samt að Berlin er stutt stopp í lífi margra. Það kemur hérna í skiptinám, missir sig oft í gleðinni og svo snýr það aftur í smábæinn sinn í Wisconsin til að stofna fjölskyldu (ekki að það sé neitt að því). Ég held að Berlin verði líka stutt stopp í mínu lífi en þá er ég að tala um að 2 ár finnst mér stutt stopp þegar maður lítur á heildar myndina en það kemur í ljós hvort ég verði svo lengi.

Ég læt ykkur (mig) vita ef eitthvað merkilegt eða ekki merkilegt gerist.

Næsta póst verður minn árlegi árslisti í tónlist fyrir 2010 ...já ég veit hann kemur snemma í ár aaahaha

Sakna ykkar allra...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?