<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, janúar 19, 2010

voða er ég duglegur að blogga eitthvað...

Ég er húkt á Twin Peaks. Sá bara nokkra þætti þegar þeir voru sýndir á Stöð 2 því ég varð alltaf að fara til vinar míns og horfa á þættina hjá honum. Mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt stöff en núna er ég í annari seríu og þetta er orðið svoldið super natural allt saman. Gaurinn sem leikur FBI gaurinn í Twin Peaks (og fer á kostum) er gaurinn sem leikur líka í Desperate Housewifes. Fyndið að sjá hann svona ungan í þættinum.

Anchor Steam Beer: Frá sömu bruggverksmiðju og hinn San Fran bjórinn. Kannski bara sami bjórinn. Dökkur, frekar bragðmikill, alveg fínasti matarbjór en ekkert meistarastykki svo sem. Einkunn: 70%

Fleiri 2010 spár:

ég spila golf í útlandinu 19. október.

mjög fræg hljómsveit spilar á Íslandi í nóvember

Jólin verða í desember

mánudagur, janúar 18, 2010

Lokahóf pókerseasons 7 var haldið hjá Hauki B. síðastliðinn laugardag. Haukur B. vann það kvöld en Svenni vann tímabilið og Gunni, eins og svo oft áður, í öðru sæti. Leiðinlegt fyrir Gunna að ná í besta falli öðru sæti á seasoni 8 því ég er einmitt að farað vinna það season fyrir þá sem vissu það ekki. Ég datt út í all in með tvo kónga á móti tveimur drottningum ..og drottning kom í borð ..what can you do.

London Pride bjórinn var ekki alveg gera sig. Svoldið eins og brennt brauð með smá season all á. Hljómar hræðilega en hann var þó betri en þessi lýsing gefur til kynna. Mjög falleg flaska þó. Einkunn: 57%

föstudagur, janúar 15, 2010

Ég er byrjaður að drekka eitthvað af þessum 30 mismunandi tegundum af bjór sem ég fékk í afmælisgjöf frá nokkrum góðum mönnum. Ætlað reynað skrásetja þetta hér eftir fremsta megni en ég hef ekki fræðiheitin á reiðum höndum þannig lýsingin verður svoldið barnaleg eða amk þannig að ég skilji hana ..já sem sagt barnaleg. Ætlað gefa í prósentum 0-100%

Liberty Ale: kemur frá San Francisco. Mjög dökkur bjór. Eiginlega of dökkur þannig maður er búinn að fá nóg þegar maður er hálfnaður. Einkunn: 50%

Förya Bjór: Mjög góður þessi. Ég fíla greinilega bjóra sem eru mitt á milli að vera ljósir og dökkir ...Norðmenn (amk barir í Tromsö) bjóða upp á "blandning" þar sem þeir blanda saman dökkum og ljósum bjór og það er líka very nice. Ég kynntist þessum bjór fyrst í Norrænu síðasta haust og ætlaði að hamstra bjórinn en ég vildi frekar spara ...heimskulegt það. Einkunn: 90%

Moosehead: Ljós kanadískur bjór. Minnir örlítið á Corona og er því tilvalinn ískaldur á heitum sumardegi. Ekki mikið bragð en er léttur og það getur verið plús við ákveðnar aðstæður. Einkunn: 70%

þriðjudagur, janúar 12, 2010

afmælið mitt var haldið á Bakkus og það heppnaðist vel ..sérstaklega skemmtileg spurningakeppnin sem Haukur sá um. Einar vann óvænt íslandsmeistaratitilinn af Svenna þannig ég skoraði strax á Einar og rétt svo vann hann

ÍÍÍÍSLANDSMEEEEEEEISTAAAARIIII!!! !!! VÚÚHÚÚÚ

nema hvað Jói Ben skoraði á mig strax á eftir og vann mig

SVEI!

Símanúmerið mitt ætti að vera 428 8444 ...segjum þraut mánaðarins ..veltið þessu fyrir ykkur.

föstudagur, janúar 08, 2010

úps skrifaði óvart avitorbanki.is ..þaaað er víst ekki til!

ég gleymdi Kings of Convenience plötunni í síðustu færslu og ég er hér með búinn að laga það.

Óvænt fyllerí í gær á fimmtudegi með Snorra og co. Fórum á Ítalíu, svo í póker hjá Halldóri, svo Hemmi og Valdi í fúss svo aftur til Halldórs í meiri drykkju og þar hlustuðum við meðal annars á JJ Cale. Var svo kominn heim kl 7:30

...í dag er ég ónýtur!

fimmtudagur, janúar 07, 2010

Einn óvandaðasti árslisti ever kemur hér:

Lög ársins 2009

1-2. Bat for Lashes - Daniel
1-2. The xx - You've Got the Love
3. Bill Callahan - The Breeze/My Baby Cries
4. Yo La Tengo - I´m On My Way
5. til eitthvað sæti ...hmm ..t.d. Animal Collective - My Girls ...Super Furry Animals - The Very Best of Neil Diamond ...Fever Ray - When I Grow Up ...
ásamt fullt af öðrum lögum I suppose. Mest spilaða lagið hjá mér var reyndar Superstar með Sonic Youth en þeirra útgáfa af þessu Carpenters lagi er frá 2004.

Ég náði ekki að kynna mér margar plötur sem voru á árslistum hjá hinum og þessum en þessar plötur náðu amk á lista hjá mér.
1-2 sæti:
The xx - The xx
Animal Collective - Merriweather Post Pavilion

3-6 sæti:
Kings of Convenience - Declaration of Dependance
Yo La Tengo - Popular Songs
Bill Callahan - Sometimes I Wish We Were an Eagle
Fever Ray - Fever Ray

7-9 sæti:
Girls - Album
Grizzly Bear - Veckatimest
Dan Auerbach - Keep It Hid

miðvikudagur, janúar 06, 2010

glettilegt og glennilegt nýtt ár kæru tveir!

Ég fæ það á tilfinningunni að hefði stjórnarandstaðan verið við völd að þá hefðu þeir varið icesafe samningana og samfylkingin og vinstri grænir á móti ..eða er ég klikkaður?

Hef það líka á tilfinningunni að það fólk sem kaus Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma séu þeir sem hafi hvað mest viljað að icesafe lögin færu í gegn jafnvel þótt stjórnarandstaðan (Sjálfstæðisflokkurinn) hafi viljað fella lögin. Er það fólk þá ekki í rauninni með ríkisstjórninni? Það fólk hefur samt verið hvað mest á móti ríkisstjórninni því í henni sitja Samfylkingin og Vinstri Grænir.

Af þessu að dæma skiptir engu máli hvað flokkurinn heitir heldur hvorum megin við borðið hann er. Stjórnarandstaðan, sem samanstendur af einhverjum flokkum, geta tekið upp nafið Á Móti og ríkisstjórnin getur tekið upp nafnið: Með.

...eða er ég alveg að misskilja aðstæður??

Ég fékk óskalag á Rás 2 í gegnum Gmail chattið ..This Charming Man auðvitað.

Á heima núna á Lokastíg og verð þar í 3 mánuði. Mjög kósí staður og mikið safn af vínilplötum sem ég má spila.

Póker í kvöld og ég ætlað mér að vinna hann!

Ætlaði að koma með árslista og mun gera það en hann verður mjöög snubbóttur því ég nenni ekki að setja saman fansí lista né að kynna mér fleiri plötur og lög.

Var að komast að því að teipið sem ég á (eða átti, veit ekkert hvar það er núna) með Bag of Joys sem hét Minnir óneitanlega á Grikkland var aðeins gefið út í 40 eintökum ..svoldið merkilegt það! Maður situr kannski á gulli haaa!

Ætli ég endi þetta ekki á spá fyrir árið? ok...

Mjög frægur leikari deyr á árinu (sorry, það gerist fyrst ég spáði rétt með MJ)

FM Belfast mun eiga plötu ársins 2010

Einn úr Rolling Stones deyr á árinu

Albert vinnur Idolið eða álíka keppni

Íslenska krónan veikist örlítið á næstu mánuðum en nær svipuðu gildi og hún er í núna. Evran verður 180kr í september 2010

Atvinnuleysi verður 8,6% í október 2010

Ég vinn pókerseasonið sem er að ganga í garð

Ég vinn líka Stelluna í ár

Durgarnir verða ótrúlega virkir og fara hringferð

Zhaveh verður ófrísk af þriðja barninu í lok árs.

Örlítið fleiri íslendingar fara á Hróa í ár frá því í fyrra þrátt fyrir ástandið

meira jafnvel síðar!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?