<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, janúar 06, 2010

glettilegt og glennilegt nýtt ár kæru tveir!

Ég fæ það á tilfinningunni að hefði stjórnarandstaðan verið við völd að þá hefðu þeir varið icesafe samningana og samfylkingin og vinstri grænir á móti ..eða er ég klikkaður?

Hef það líka á tilfinningunni að það fólk sem kaus Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma séu þeir sem hafi hvað mest viljað að icesafe lögin færu í gegn jafnvel þótt stjórnarandstaðan (Sjálfstæðisflokkurinn) hafi viljað fella lögin. Er það fólk þá ekki í rauninni með ríkisstjórninni? Það fólk hefur samt verið hvað mest á móti ríkisstjórninni því í henni sitja Samfylkingin og Vinstri Grænir.

Af þessu að dæma skiptir engu máli hvað flokkurinn heitir heldur hvorum megin við borðið hann er. Stjórnarandstaðan, sem samanstendur af einhverjum flokkum, geta tekið upp nafið Á Móti og ríkisstjórnin getur tekið upp nafnið: Með.

...eða er ég alveg að misskilja aðstæður??

Ég fékk óskalag á Rás 2 í gegnum Gmail chattið ..This Charming Man auðvitað.

Á heima núna á Lokastíg og verð þar í 3 mánuði. Mjög kósí staður og mikið safn af vínilplötum sem ég má spila.

Póker í kvöld og ég ætlað mér að vinna hann!

Ætlaði að koma með árslista og mun gera það en hann verður mjöög snubbóttur því ég nenni ekki að setja saman fansí lista né að kynna mér fleiri plötur og lög.

Var að komast að því að teipið sem ég á (eða átti, veit ekkert hvar það er núna) með Bag of Joys sem hét Minnir óneitanlega á Grikkland var aðeins gefið út í 40 eintökum ..svoldið merkilegt það! Maður situr kannski á gulli haaa!

Ætli ég endi þetta ekki á spá fyrir árið? ok...

Mjög frægur leikari deyr á árinu (sorry, það gerist fyrst ég spáði rétt með MJ)

FM Belfast mun eiga plötu ársins 2010

Einn úr Rolling Stones deyr á árinu

Albert vinnur Idolið eða álíka keppni

Íslenska krónan veikist örlítið á næstu mánuðum en nær svipuðu gildi og hún er í núna. Evran verður 180kr í september 2010

Atvinnuleysi verður 8,6% í október 2010

Ég vinn pókerseasonið sem er að ganga í garð

Ég vinn líka Stelluna í ár

Durgarnir verða ótrúlega virkir og fara hringferð

Zhaveh verður ófrísk af þriðja barninu í lok árs.

Örlítið fleiri íslendingar fara á Hróa í ár frá því í fyrra þrátt fyrir ástandið

meira jafnvel síðar!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?