miðvikudagur, janúar 31, 2007
Ég var svo pirraður eftir leikinn í gær að ég skellti mér á Little Miss Sunshine og það náði nærri því að redda kvöldinu.
Little Children er líka góð ..jafnvel betri.
þriðjudagur, janúar 30, 2007
...nei nei, var bara að bulla í síðustu færslum, en myndin er alvöru, hún var reyndar tekin fyrir áramót á Ellefunni.
Vá hvað ég er spenntur fyrir leiknum á móti Dönum í kvöld ...vildi að ég væri að horfa á hann útí DK.
sunnudagur, janúar 28, 2007
Svo tókum við leigubíl saman en hún fór heim til sín og ég og Gugga heim til okkar.
...ég fékk samt koss:)
...ætli ég bjóði henni ekki í old fashioned bíó næst.
laugardagur, janúar 27, 2007
sunnudagur, janúar 21, 2007
Blogger lá niðri hjá mér síðasta föstudag og vegna þess að ég fór uppí bústað þá get ég fyrst núna birt restina af listanum ..sorrí að ég eyðilagði helgina ykkar ..en það kemur önnur helgi eftir þessa ...og annað ár.
Ég auðvitað gleymdi að setja Yo La Tengo plötuna á topp 5-15 listann þannig hún kemur þá bara núna. En núna er ég búinn að fokka þessu alveg upp því þá er þetta 5-16. sæti og þá eru samtals 31 plata á lista ..ooohhh eins og árið byrjaði nú vel!
5-16. Yo La Tengo - I Am Not Afraid of You and I Will Beat Your Ass
Þeir kunna þetta ..að gera fullt af ótrúlega pirrandi og leiðinlegum lögum og líka litlar sætar perlur. Gengur ekki alveg að downloada 3 lögum og þar með ákveða hvort platan sé góð eður (Eiður Smári) ei. Plokkið af ansjósurnar og eftir situr ágætis smáskífa.
4. Band Of Horses - Everything All The Time
"Epíska meistaraverkið" The Funeral gerði allt vitlaust á síðasta ári en betra lag að mínu mati er Part One. Mjög kósí plata með epísku reverbi og epísku sándi ..æi mér finnst orðið epískt eiga eitthvað svo vel við þessa plötu. Eins og hún sé gömul en samt fersk.
3. M. Ward - Post War
Svo rámur að hann gæti verið pabbi Marge Simpson. Lög sem ættu vel við eftir kvöldfréttir á gömlu gufunni. Sum fjörug, sum róleg, það er voða voða góð blanda. Hann er samt slappur á tónleikum pjattinn sá arna.
2. Belle And Sebastian - The Life Pursuit
Jafn heilsteyptur og Harry Bretaprins. Jafn skemmtilegur og Arrested Development. Kemur manni alltaf í gott skap og ekki til dauður punktur á henni. Einmitt ekki enn einn B&S diskurinn eins og maður átti alveg eins von á. Vel samið gleðipopp með stóru Gjéiiiiii og þremur litlum pééuuum.
1. Patrick Watson - Close To Paradise
Þessi var víst á Airwaves. Heyrði fyrst um hann þegar dúd skrifaði plötudóm um hann um daginn sem sándaði vel, fór svo í 12 Tóna og þeir mæltu með honum þannig ég keypti diskinn og viti hálsmen, þetta er bara þrusu góður diskur! Þann hluta heilans sem getur útskýrt hluti vantar algjörlega í mig þannig ég á erfitt með að útskýra hvernig þessi diskur soundar ..but I´ll try. Röddin er skuggalega lík rödd Jeff Buckley á köflum og ótrúlega lík pabba Marge (M. Ward) á öðrum köflum. Þetta er angurvært og fjölskrúðug mússíkorgía með sneeðugum melódíum ..úff didnt I tell you, ég held að það sé bara best að þið hlustið á tóndæmi af þessari skárstu plötu ársins 2006 að mínu mati...
Giver
The Storm
fimmtudagur, janúar 18, 2007
+/- - Let´s build a fire
Bonnie 'Prince' Billy - The Letting Go
Calexico - Garden ruin
Califone - The Roots and Crowns
Danielson - Ships
Fionn Regan - The End Of History
Fujiya & Miyagi - Transparent Things
Midlake - The Trials Of Van Occupanther
Nouvelle Vague - Bande a part
TV On The Radio - Return Of The Cookie Mountain
Zero 7 - The garden
1-4 sæti á morgun...
miðvikudagur, janúar 17, 2007
Mér fannst 2006 frekar leiðinlegt í tónlist. Flest allt plötur sem ég gæti alveg verið án. Kannski er þetta bara ég, kannski finnst mér tónlist ekkert skemmtileg lengur, kannski geri ég meiri kröfur með hverju árinu.
Það er ekki séns að komast yfir allar þær plötur sem gefnar voru út á árinu. Flestar af þessum plötum eru plötur sem ég "downloadaði" (set innan gæsalappa ef löggan les þetta, þá get ég útskýrt að download er slangur yfir að hlusta hjá vini sínum og niðurhala upplýsingunum í heilann sinn) í byrjun þessa árs. Þessi árslisti er því ófullkominn að mörgu leiti: ég komst ekki yfir allar plöturnar og sumar plötur sem ég hlustaði á hefðu kannski þurft fleiri spilanir. Ég komst t.d. ekki yfir nýju plöturnar með Camera Obscura og Radio Dept. sem mig grunar að eigi heima mjög ofarlega á listanum. 16-30 sætið er í stafrófsröð því ég gat ekki ákveðið einhverja ákveðna röð. 5-15 sætið líka. en svo er topp 4 í "réttri" röð.
16-30
Bound Stems - Appreciation Night
CSS - Cansei de Ser Sexy
Grizzly Bear - Yellow House
Hot Chip - The Warning
I´m from Barcelona - Let me introduce my friends
Incubus - Hand grenades
The Knife - Silent Shout
Morrissey - Ringleader of the tormentors
Oh No! Oh My! - Oh No! Oh My!
Peter, Björn & Jon - Writer's Block
Snow Patrol - Eyes open
Sonic Youth - Rather Ripped
Tapes'N'Tapes - The Loon
The Whitest boy alive - Dreams
Yeah Yeah Yeahs - Show your bones
5-15 sætið á morgun...
föstudagur, janúar 12, 2007
mánudagur, janúar 08, 2007
...anyway, góða ferð út Bergey og co!
fimmtudagur, janúar 04, 2007
..búinn að horfa á bíómynd, fá nokkur sms, og fá mér kók! ..erum við að tala um að 2007 verði viðburðarríkasta árið til þessa hjá mér?
..og til að toppa þetta allt þá ætla ég að birta seinna í þessum mánuði topp 10 lista yfir bestu plötur 2006!!!!! (vaaaaaáááá vááá vááááá (!) )
mánudagur, janúar 01, 2007
Statistics gærkvöldsins:
Borðað heima, svo farið á brennu útá nesi, horft á skaupið sem mér fannst gott, öðrum fannst það lélegt, sennilega því þau föttuðu ekki húmorinn. Eftir miðnætti var farið í partý á nesinu, svo farið í partý á Hringbraut og endað í partýi á Grenimel og þar spilaðir nokkrir skemmtilegir fússballleikir. Eftir að hafa reynt að hringja á leigubíl í einn og hálfan tíma þá ákváðum við að labba heim en þá sá ég konu sem var á leiðinni einhvert og spurði hvort hún væri til í að keyra okkur heim og hún gerði það!
Hversu mikið krútt er frændi minn...
Ég hitti Sportacus félaga minn út á nesi...