sunnudagur, janúar 21, 2007
Blogger lá niðri hjá mér síðasta föstudag og vegna þess að ég fór uppí bústað þá get ég fyrst núna birt restina af listanum ..sorrí að ég eyðilagði helgina ykkar ..en það kemur önnur helgi eftir þessa ...og annað ár.
Ég auðvitað gleymdi að setja Yo La Tengo plötuna á topp 5-15 listann þannig hún kemur þá bara núna. En núna er ég búinn að fokka þessu alveg upp því þá er þetta 5-16. sæti og þá eru samtals 31 plata á lista ..ooohhh eins og árið byrjaði nú vel!
5-16. Yo La Tengo - I Am Not Afraid of You and I Will Beat Your Ass
Þeir kunna þetta ..að gera fullt af ótrúlega pirrandi og leiðinlegum lögum og líka litlar sætar perlur. Gengur ekki alveg að downloada 3 lögum og þar með ákveða hvort platan sé góð eður (Eiður Smári) ei. Plokkið af ansjósurnar og eftir situr ágætis smáskífa.
4. Band Of Horses - Everything All The Time
"Epíska meistaraverkið" The Funeral gerði allt vitlaust á síðasta ári en betra lag að mínu mati er Part One. Mjög kósí plata með epísku reverbi og epísku sándi ..æi mér finnst orðið epískt eiga eitthvað svo vel við þessa plötu. Eins og hún sé gömul en samt fersk.
3. M. Ward - Post War
Svo rámur að hann gæti verið pabbi Marge Simpson. Lög sem ættu vel við eftir kvöldfréttir á gömlu gufunni. Sum fjörug, sum róleg, það er voða voða góð blanda. Hann er samt slappur á tónleikum pjattinn sá arna.
2. Belle And Sebastian - The Life Pursuit
Jafn heilsteyptur og Harry Bretaprins. Jafn skemmtilegur og Arrested Development. Kemur manni alltaf í gott skap og ekki til dauður punktur á henni. Einmitt ekki enn einn B&S diskurinn eins og maður átti alveg eins von á. Vel samið gleðipopp með stóru Gjéiiiiii og þremur litlum pééuuum.
1. Patrick Watson - Close To Paradise
Þessi var víst á Airwaves. Heyrði fyrst um hann þegar dúd skrifaði plötudóm um hann um daginn sem sándaði vel, fór svo í 12 Tóna og þeir mæltu með honum þannig ég keypti diskinn og viti hálsmen, þetta er bara þrusu góður diskur! Þann hluta heilans sem getur útskýrt hluti vantar algjörlega í mig þannig ég á erfitt með að útskýra hvernig þessi diskur soundar ..but I´ll try. Röddin er skuggalega lík rödd Jeff Buckley á köflum og ótrúlega lík pabba Marge (M. Ward) á öðrum köflum. Þetta er angurvært og fjölskrúðug mússíkorgía með sneeðugum melódíum ..úff didnt I tell you, ég held að það sé bara best að þið hlustið á tóndæmi af þessari skárstu plötu ársins 2006 að mínu mati...
Giver
The Storm