<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Þá er ég aftur kominn á Klakann eftir mánaðar dvöl í Berlin og viku í Köben. Ég sá Yo La Tengo í Köben og jólabjórinn tók vel á móti mér. Ég mun birta myndir fljótlega.

Ég ætla að leigja út íbúðina. Ef þið vitið um einhvern sem er tilbúinn að greiða 80þús á mánuði fyrir 50fermetra látið mig þá vita. Laus frá miðjum nóvember. Mun setja auglýsingu í Fréttablaðið mjög fljótlega samt.

Ég er atvinnulaus og ég er að leita mér að vinnu. Vitiði um eitthvað spennandi handa mér? Ég vil ekki vinna á kassa í Bónus eða liggja nakinn á listsýningu. Ég er búinn að sækja um nokkur störf og það er reyndar gaman að sækja um sum störfin, t.d. um skrifstofustarf á Fosshótelunum því spurningarnar eru skemmtilegar og ég svara þeim skemmtilega. Hér er dæmi:

Meðmæli: Guðríður Halldórsdóttir fyrrverandi hótelstjóri á fjölmörgum hótelum (reyndar móðir mín en hún myndi gefa mér bestu meðmælin!)

Hvers vegna sækir þú um þetta starf og hvers vegna óskar þú eftir að vinna hjá Fosshótelum?: Ég hef heyrt að starfið sem ég hér með sæki um sé fjölbreytt og skemmtilegt ...það er ekki hægt að biðja um meira:)

Gefðu okkur a.m.k. 5 ástæður fyrir að við ættum að ráða þig.: (hér nefndi ég 5 atriði og sagði svo: ..má ég koma með fleiri atriði?? Reyklaus (engar óþarfa pásur) og ég myndi aldrei stela mat samstarfsmanna minna úr ísskápnum. (hef húmor fyrir sjálfum mér).

Hvaða væntingar hefðir þú ef þú værir gestur á hótelinu? Hvað myndi gera þig að ánægðum gesti á hótelinu?: Hlýtt viðmót starfsfólks, hreint og þægilegt hótelherbergi og frír mini-bar.

Hefur þú einhvern tíma unnið á hóteli eða veitingastað? Einhver jákvæð eða neikvæð áhrif eða reynsla?: Ég hef unnið á Hótel Skógum í móttöku. Það var mjög fínt en Frakkar eru þó gjarnir á að kvarta.

Hvernig getur þú lagt þitt af mörkum til að gera Fosshótelin að vingjarnlegustu hótelkeðju á Íslandi?

Brosa allan tímann!! :) :) :) :) :)


.....Ok nú segja sumir "mmhmm, þú er eeekki að farað fá þetta starf" ..en ég held að maður verði að vera öðruvísi til að skera sig úr fjöldanum ..bíðið bara, ég er að fá þetta starf!
En ef ekki, vitiði þá um eitthvað? ..anyone? ..no? ..dust!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?