<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Ég er kominn með vinnu...

og það í Berlin...

starfið felst í því að græða á lestamiðum. Ég tók lestina svona 70 sinnum þegar ég var í Berlin og ég var aldrei stoppaður af lestavörðum. 6000 krónurnar sem ég borgaði fyrir mánaðarkortið fóru því ekki í neitt. Krista og Snorri voru heldur ekki böstuð þannig samkvæmt könnun eru 100% líkur að maður sé ekki stoppaður. Sektin sem maður fær er segjum 6000kr (sennilega minni samt). Hvernig væri því að bjóða þá þjónustu að borga að hluta til sektina ef aðilinn verði böstaður (sem eru engar líkur samkvæmt könnun). Í staðin fyrir að Wolfgang greiði 6000kr á mánuði greiðir hann mér 3000kr. Ef hann verður svo böstaður þá greiðir hann aðeins 2000kr og ég greiði á móti 4000kr. Hann hefur því sparað 1000kr þrátt fyrir að hafa verið böstaður en ég tapa 1000kr sem er smátterí miðað við hina viðskiptavinina sem ég græði á. Hér er dæmi:

Fjöldi viðskiptavina: 100 ....100 x 3000kr = 300.000kr
Böstaðir: 20 (en ætti að vera 0 samkv. könnun) ...20 x 4000 = -80.000kr
Gróði: 220.000kr

75 þurfa að vera böstaðir svo ég komi á sléttu ..það eru 75 fleiri en munu vera böstaðir í raunveruleikanum;)

Ég fer til Berlínar á morgun

Myndir koma fljótlega frá fyrri Berlínarferð.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?