<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

ég skellti mér til Osló um síðustu helgi...


mig langaði í sleða og bruna niður...


einn af hverjum 5 fær gigt...


Ég er núna að fara á kojufyllerí í herberginu mínu :) :) :) :) :) :) :) < there is one in every party

is anybody out there ....sem skilur húmorinn minn!?

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Ég hef verið á Audioscrobblernum í rúmt ár og mörg lögin runnið til sjávar (eða í eyrun) síðan þá. Samkvæmt spilaranum þá hef ég hlustað á yfir 20.000 lög. The Smiths eru í fyrsta sæti með 606 spilanir. Það er margt áhugavert sem kemur fram sem tónlistanörd eins og ég hef gaman af. Ef það eru einhver bönd á þessum lista sem þið kannist ekki við þá ættiði að kynna ykkur þau því eins og alþjóð veit þá er ég með besta tónlistarsmekk í heimi! Þið getið séð nánari lista og frekari upplýsingar ef þið klikkið á "hvað er ég að hlusta á?" linkinn hér til hliðar. Hérna er svo listinn...

1 The Smiths
2 Yo La Tengo
3 The Magnetic Fields
4 Morrissey
5 Tindersticks
6 Lambchop
7 Low
8 Interpol
9 The Shins
10 Leonard Cohen
11 Nick Drake
12 Mazzy Star
13 Kaiser Chiefs
14 Elliott Smith
15 Ambulance LTD
16 The Beatles
17 Belle and Sebastian
18 Zero 7
19 The Black Keys
20 Doves
21 José González
22 Tenderfoot (Without Gravitiy)
23 Camera Obscura
24 Sufjan Stevens
25 Jens Lekman
26 Hope Sandoval
27 Nick Cave and the Bad Seeds
28 Kings of Convenience
29 The Smashing Pumpkins
30 Lee Hazlewood
31 Iron & Wine
32 The Thrills
33 The Radio Dept.
34 Red House Painters
35 M. Ward
36 Emiliana Torrini
37 The Innocence Mission
38 Yeah Yeah Yeahs
39 Mugison
40 Air
41 Eels
42 Pulp
43 Architecture in Helsinki
44 Jeff Buckley
45 Blur
46 The Strokes
47 The White Stripes
48 Joy Zipper
49 The Raveonettes
50 Carla Bruni

mánudagur, nóvember 21, 2005

Helgin var fín. Við stelpurnar (jamm ég er einn af þeim) skelltum okkur til Odense á föstudeginum. Við fórum m.a. í bíó og sáum In her shoes eða eitthvað álíka. Stelpumynd með Cameron Diaz sem mér fannst reyndar alveg ágæt og ekki skemmdi fyrir þegar ég táraðist þegar gamli maðurinn dó í myndinni.

Við fengum okkur svo að borða á Jensens Bøffhus og svo djamm. Við fórum m.a. á local bar með þessu bandi...


Á laugardaginn var partý fyrir okkur og eldri nemendur skólans og það var alveg svona gaman...


þegar hljómsveitin er eins töff og þau þá getur ekkert klikkað...


Annars er hópurinn minn í Video að gera stuttmynd þessa dagana...


Og það er orðið kalt hérna á Fjóni eins og þessi mynd gefur til kynna...


Þessi vika er Performance vika. Það verður leikrit á föstudaginn, sumir munu leika, aðrir hanna búninga o.s.fr. ...ég sé ásamt 4 öðrum að hanna leikmyndina ..spennó spennó :)

ps. ég held að commentakerfið sé niðri? Hvað finnst mér um það? "no comment" hahahahhaahahahahaaaaa aaaa hahaahaaaaaaaaaaa

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Deitballið síðasta laugardag var alveg ágætis gigg. Við byrjuðum að æfa einhverja franska dansa sem ég að sjálfsögu man ekki hvað heita (L eitthvað) og ég gat auðvitað ekki munað sporin svo seinna um kvöldið en það var samt alveg vel gaman að dansa dansinn. Svo var fínn matur og svo ball. Deitið mitt var austantjaldspjása sem bar nafnið Vaida (held hún geri það enn.) Hún var svo sniðug að bjóða mér á ballið þrátt fyrir að eiga kærasta og ég enn sniðugri að segja já við því.

"What´s wrong with my date!" gæti hún verið að segja...


en ég gat líka verið svali alvarlegi gæinn...


sumar tóku smá upphitun fyrir ballið...


og hér er ballið í öllu sínu veldi...


og sumir tóku laginu Murder on the dance floor einum of alvarlega...


Eitt af því skemmtilegasta við kvöldið var þegar ég vann á barnum. Maður dettur í smá Coctail fíling og þykist geta allt og finnst maður hafa öll völd í heiminum.

Annars er allt við það sama hérna á leikskólanum ...Anders týndi snuðinu sínu og Mette má ekki vera memm. Reyndar eru allir úr svo kölluðu EU liði farin heim, þetta voru allra þjóða kvikindi sem stóðu sig best í drykkjunni ....pressan er komin yfir á mig held ég.

Til Hamingju Snorri með afmælið á sunnudaginn! (hafið ekki áhyggjur, ég hringdi í hann á sunnudeginum, ég er ekki alveg sko..)

p.s. Ég er orðinn vel þreyttur á þessu endalausa tölvupósti frá hinum og þessum að greiða þurfi fyrir MSN bráðum. Hlustið nú börnin mín: ef pósturinn kemur ekki beint frá Hotmail (póstur merktur með fiðrildinu) þá er um gabb að ræða!

eigið góðan þriðjudag:*

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Anna Lind



Til hamingju með afmælið um daginn! Auðvitað kemur kveðjan seint a la gaui en vonandi bæti ég þér það upp með þessu. Anna Lind kvartaði fyrir 2 mánuðum að það væri ekkert lag til um hana þannig ég samdi lag um hana rétt áður en ég fór til Danmerkur núna í haust. Hún vildi hafa það í Raveonettes stíl ..vonandi er ég ekki allt of langt frá því. Þetta er aðeins demó sem var tekið upp á crappí forrit þannig gæðin eru ekkert húrra. Látið mig vita ef þið náið ekki að spila fælinn eða hvort hann sé of stór. Hérna er lagið og hér fyrir neðan er textinn í laginu sem heitir jú auðvitað Anna Lind...

who is this girl who makes the rest look all the same
no way to beat her she wins at every game
you gotta be careful because she's so super cool
she's Anna Lind

all dressed in black so sexy I have to have her now
she shows her George and Ringe so all the boys go wow
they cant help themselves and neither can I
she's Anna Lind

Annannannannannannanna Lind

her music taste is just like heaven
1 2 3 4 5 6 7

I got to have her, I want to be her
I got to have her, I want to be her

just as hot as Sharin Foo
she doesn't take no crap from you
with gorgeous body like no other
if your'e ugly please dont bother
she's Anna Lind

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Barcelona
Eftir 29 tíma rútuferð til Caella (30 min. fyrir norðan Barcelona) ákvað hópurinn að skella sér á djammið. Meira off season gátum við ekki verið því við vorum nánast þau einu á skemmtistöðunum en það gerði nú lítið til því við vorum rétt yfir 60 krakkar.

Á sunnudeginum skelltum við okkur á Montserrat og þar var útsýnið ansi magnað.

Útsýnið var ekki verra seinna um kvöldið þegar við skelltum okkur á Barcelona - Real Sosiedad á Camp Nou.
Það var mögnuð lífsreynsla og ekki eyðilagði fyrir að leikurinn fór 5-0 fyrir Barcelona. Ég náði videoklippi af glæsilegu marki Ronaldinho en gæðin eru crap en stemningin sést betur.

Mánudagurinn fór í að skoða Ólympíusvæðið en mér fannst það reyndar ekkert svo merkilegt. Þaðan var farið á Museum Poble Espanyol sem er einskonar listaþorp með fullt af litlum búðum. Svo djamm.

Þriðjudagurinn var bæjarröltsdagur sem var ekkert voðalega sniðugt því þetta var frídagur hjá Spánverjum. Ég skellti mér því til Guggu og Mal sem eiga heima í Olivella sem er rétt fyrir sunnan Barcelona og gisti þar eina nótt. Ég var að sjá húsið þeirra í fyrsta sinn og það er algjört drauma kökuhús með miklu útsýni. Emil litli var búinn að stækka mikið og hann var hress.

Miðvikudagur: Parc Guell ..skemmtigarður sem Gaudi byggði. Svo var það La Sagrada Familia ..fræga kirkjan sem ég sá fyrst árið 1999

..mér fannst lítið búið að breytast en fróðir menn segja að mikið hafi breyst ..þetta er líka svo stórt. Ég skelli mér svo aftur eftir 30 ár þegar þeir eru búnir með hana ..eða 100 ár eða hvað það nú er. Þetta er útsýnið úr kirkjuturnunum...


Fimmtudagur: Dali safnið var skoðað. Dali var súrealískur málari fyrir þá sem ekki vita. Þetta var mjög cool ég mæli með þessu. Ef ég væri málari þá væri hann fyrirmyndin mín ..engin spurning José.

Verslaði svo pínu, þar á meðal camper og converse skó og einhver föt. Svo var farið á local bar um kvöldið og allt vit drukkið í burtu.



Þessi er nærri því jafn klikkuð og ég. Hérna er hún með fingurinn í matnum mínum...


Heimreisan daginn eftir var líka svona ansi hressandi. Jafnast ekkert á við að leggja af stað þunnur kl 10 um morguninn á föstudegi og vera kominn kl 13 á laugardegi ...bara rokk.


Annars fór þessi ferð ansi illa með greyið dönsku stelpurnar því önnur hver fór að grenja yfir einhverjum smáhlutum. Einn Dani fór líka að rífast við mig því hann fattar ekki hvernig ég er og hann tekur lífinu einum of alvarlega. Búinn að sjá hvað íslenskur og danskur kúltur er ólíkur því íslensku stelpurnar eru allar mjög cool og eru með "réttari" sýn á lífið að mínu mati. Það hefðu mátt vera amk 2 íslenskir strákar hérna til að létta mér lífið ..en þetta er ok ..I will survive ..Im a believer ...boys better ...heart of glass ...about a girl ...first we take Manhattan, then we take Berlin.

Frjáls eins og fuglinn??...
<

Næsta laugardag er svo "prom ball" ..þá verða allir með deit. Þar sem framboðið af stelpum er meira en eftirspurn þá vantar nokkrum stelpum deit ...talið við mig strákar ef þið viljið skella ykkur uppí skóla næsta laugardag á deit og booze. Mínusinn er að við verðum að dansa, æfingar hefjast um daginn ..drykkja eitthvað fyrr ..dauði eitthvað seinna.

-Gáí

p.s. Til hamingju með afmælið um daginn Helena og fyrirfram til hamingju Dagný!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?