sunnudagur, nóvember 06, 2005
Barcelona
Eftir 29 tíma rútuferð til Caella (30 min. fyrir norðan Barcelona) ákvað hópurinn að skella sér á djammið. Meira off season gátum við ekki verið því við vorum nánast þau einu á skemmtistöðunum en það gerði nú lítið til því við vorum rétt yfir 60 krakkar.
Á sunnudeginum skelltum við okkur á Montserrat og þar var útsýnið ansi magnað.
Útsýnið var ekki verra seinna um kvöldið þegar við skelltum okkur á Barcelona - Real Sosiedad á Camp Nou.
Það var mögnuð lífsreynsla og ekki eyðilagði fyrir að leikurinn fór 5-0 fyrir Barcelona. Ég náði videoklippi af glæsilegu marki Ronaldinho en gæðin eru crap en stemningin sést betur.
Mánudagurinn fór í að skoða Ólympíusvæðið en mér fannst það reyndar ekkert svo merkilegt. Þaðan var farið á Museum Poble Espanyol sem er einskonar listaþorp með fullt af litlum búðum. Svo djamm.
Þriðjudagurinn var bæjarröltsdagur sem var ekkert voðalega sniðugt því þetta var frídagur hjá Spánverjum. Ég skellti mér því til Guggu og Mal sem eiga heima í Olivella sem er rétt fyrir sunnan Barcelona og gisti þar eina nótt. Ég var að sjá húsið þeirra í fyrsta sinn og það er algjört drauma kökuhús með miklu útsýni. Emil litli var búinn að stækka mikið og hann var hress.
Miðvikudagur: Parc Guell ..skemmtigarður sem Gaudi byggði. Svo var það La Sagrada Familia ..fræga kirkjan sem ég sá fyrst árið 1999
..mér fannst lítið búið að breytast en fróðir menn segja að mikið hafi breyst ..þetta er líka svo stórt. Ég skelli mér svo aftur eftir 30 ár þegar þeir eru búnir með hana ..eða 100 ár eða hvað það nú er. Þetta er útsýnið úr kirkjuturnunum...
Fimmtudagur: Dali safnið var skoðað. Dali var súrealískur málari fyrir þá sem ekki vita. Þetta var mjög cool ég mæli með þessu. Ef ég væri málari þá væri hann fyrirmyndin mín ..engin spurning José.
Verslaði svo pínu, þar á meðal camper og converse skó og einhver föt. Svo var farið á local bar um kvöldið og allt vit drukkið í burtu.
Þessi er nærri því jafn klikkuð og ég. Hérna er hún með fingurinn í matnum mínum...
Heimreisan daginn eftir var líka svona ansi hressandi. Jafnast ekkert á við að leggja af stað þunnur kl 10 um morguninn á föstudegi og vera kominn kl 13 á laugardegi ...bara rokk.
Annars fór þessi ferð ansi illa með greyið dönsku stelpurnar því önnur hver fór að grenja yfir einhverjum smáhlutum. Einn Dani fór líka að rífast við mig því hann fattar ekki hvernig ég er og hann tekur lífinu einum of alvarlega. Búinn að sjá hvað íslenskur og danskur kúltur er ólíkur því íslensku stelpurnar eru allar mjög cool og eru með "réttari" sýn á lífið að mínu mati. Það hefðu mátt vera amk 2 íslenskir strákar hérna til að létta mér lífið ..en þetta er ok ..I will survive ..Im a believer ...boys better ...heart of glass ...about a girl ...first we take Manhattan, then we take Berlin.
Frjáls eins og fuglinn??...
<
Næsta laugardag er svo "prom ball" ..þá verða allir með deit. Þar sem framboðið af stelpum er meira en eftirspurn þá vantar nokkrum stelpum deit ...talið við mig strákar ef þið viljið skella ykkur uppí skóla næsta laugardag á deit og booze. Mínusinn er að við verðum að dansa, æfingar hefjast um daginn ..drykkja eitthvað fyrr ..dauði eitthvað seinna.
-Gáí
p.s. Til hamingju með afmælið um daginn Helena og fyrirfram til hamingju Dagný!
Eftir 29 tíma rútuferð til Caella (30 min. fyrir norðan Barcelona) ákvað hópurinn að skella sér á djammið. Meira off season gátum við ekki verið því við vorum nánast þau einu á skemmtistöðunum en það gerði nú lítið til því við vorum rétt yfir 60 krakkar.
Á sunnudeginum skelltum við okkur á Montserrat og þar var útsýnið ansi magnað.
Útsýnið var ekki verra seinna um kvöldið þegar við skelltum okkur á Barcelona - Real Sosiedad á Camp Nou.
Það var mögnuð lífsreynsla og ekki eyðilagði fyrir að leikurinn fór 5-0 fyrir Barcelona. Ég náði videoklippi af glæsilegu marki Ronaldinho en gæðin eru crap en stemningin sést betur.
Mánudagurinn fór í að skoða Ólympíusvæðið en mér fannst það reyndar ekkert svo merkilegt. Þaðan var farið á Museum Poble Espanyol sem er einskonar listaþorp með fullt af litlum búðum. Svo djamm.
Þriðjudagurinn var bæjarröltsdagur sem var ekkert voðalega sniðugt því þetta var frídagur hjá Spánverjum. Ég skellti mér því til Guggu og Mal sem eiga heima í Olivella sem er rétt fyrir sunnan Barcelona og gisti þar eina nótt. Ég var að sjá húsið þeirra í fyrsta sinn og það er algjört drauma kökuhús með miklu útsýni. Emil litli var búinn að stækka mikið og hann var hress.
Miðvikudagur: Parc Guell ..skemmtigarður sem Gaudi byggði. Svo var það La Sagrada Familia ..fræga kirkjan sem ég sá fyrst árið 1999
..mér fannst lítið búið að breytast en fróðir menn segja að mikið hafi breyst ..þetta er líka svo stórt. Ég skelli mér svo aftur eftir 30 ár þegar þeir eru búnir með hana ..eða 100 ár eða hvað það nú er. Þetta er útsýnið úr kirkjuturnunum...
Fimmtudagur: Dali safnið var skoðað. Dali var súrealískur málari fyrir þá sem ekki vita. Þetta var mjög cool ég mæli með þessu. Ef ég væri málari þá væri hann fyrirmyndin mín ..engin spurning José.
Verslaði svo pínu, þar á meðal camper og converse skó og einhver föt. Svo var farið á local bar um kvöldið og allt vit drukkið í burtu.
Þessi er nærri því jafn klikkuð og ég. Hérna er hún með fingurinn í matnum mínum...
Heimreisan daginn eftir var líka svona ansi hressandi. Jafnast ekkert á við að leggja af stað þunnur kl 10 um morguninn á föstudegi og vera kominn kl 13 á laugardegi ...bara rokk.
Annars fór þessi ferð ansi illa með greyið dönsku stelpurnar því önnur hver fór að grenja yfir einhverjum smáhlutum. Einn Dani fór líka að rífast við mig því hann fattar ekki hvernig ég er og hann tekur lífinu einum of alvarlega. Búinn að sjá hvað íslenskur og danskur kúltur er ólíkur því íslensku stelpurnar eru allar mjög cool og eru með "réttari" sýn á lífið að mínu mati. Það hefðu mátt vera amk 2 íslenskir strákar hérna til að létta mér lífið ..en þetta er ok ..I will survive ..Im a believer ...boys better ...heart of glass ...about a girl ...first we take Manhattan, then we take Berlin.
Frjáls eins og fuglinn??...
<
Næsta laugardag er svo "prom ball" ..þá verða allir með deit. Þar sem framboðið af stelpum er meira en eftirspurn þá vantar nokkrum stelpum deit ...talið við mig strákar ef þið viljið skella ykkur uppí skóla næsta laugardag á deit og booze. Mínusinn er að við verðum að dansa, æfingar hefjast um daginn ..drykkja eitthvað fyrr ..dauði eitthvað seinna.
-Gáí
p.s. Til hamingju með afmælið um daginn Helena og fyrirfram til hamingju Dagný!
Comments:
Skrifa ummæli