<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Deitballið síðasta laugardag var alveg ágætis gigg. Við byrjuðum að æfa einhverja franska dansa sem ég að sjálfsögu man ekki hvað heita (L eitthvað) og ég gat auðvitað ekki munað sporin svo seinna um kvöldið en það var samt alveg vel gaman að dansa dansinn. Svo var fínn matur og svo ball. Deitið mitt var austantjaldspjása sem bar nafnið Vaida (held hún geri það enn.) Hún var svo sniðug að bjóða mér á ballið þrátt fyrir að eiga kærasta og ég enn sniðugri að segja já við því.

"What´s wrong with my date!" gæti hún verið að segja...


en ég gat líka verið svali alvarlegi gæinn...


sumar tóku smá upphitun fyrir ballið...


og hér er ballið í öllu sínu veldi...


og sumir tóku laginu Murder on the dance floor einum of alvarlega...


Eitt af því skemmtilegasta við kvöldið var þegar ég vann á barnum. Maður dettur í smá Coctail fíling og þykist geta allt og finnst maður hafa öll völd í heiminum.

Annars er allt við það sama hérna á leikskólanum ...Anders týndi snuðinu sínu og Mette má ekki vera memm. Reyndar eru allir úr svo kölluðu EU liði farin heim, þetta voru allra þjóða kvikindi sem stóðu sig best í drykkjunni ....pressan er komin yfir á mig held ég.

Til Hamingju Snorri með afmælið á sunnudaginn! (hafið ekki áhyggjur, ég hringdi í hann á sunnudeginum, ég er ekki alveg sko..)

p.s. Ég er orðinn vel þreyttur á þessu endalausa tölvupósti frá hinum og þessum að greiða þurfi fyrir MSN bráðum. Hlustið nú börnin mín: ef pósturinn kemur ekki beint frá Hotmail (póstur merktur með fiðrildinu) þá er um gabb að ræða!

eigið góðan þriðjudag:*
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?