<$BlogRSDURL$>

laugardagur, apríl 30, 2005

Fælledparken á morgun (í dag ef þú lest þetta á sunnudegi 1. maí). Það verður allt stappað af fólki og mikið grín og mikið gaman og einhverjar hljómsveitir víst og ég með badmíntonspaðana og ég og Ellen sennilega þau einu sem fara og það er ekki nógu gott og því ættuð þið að reynað koma líka og sötra með okkur bjór og slappa af og hafa það gott í góða veðrinu og spjalla um vandamál og skemmtilegri mál og ekki að láta rigningu á sig fá og ég hef aldrei komið í þennan garð og það er ok og svo er þetta og dæmi hjá mér og komið og í vitlausu og...

föstudagur, apríl 29, 2005

ég spilaði einu sinni á gítar fyrir framan 100 leikskólakrakka, ég spilaði einu sinni með hikstandi "söngkonu" á jazzbar, ég spilaðí einu sinni fyrir nokkra á Leeds festival og fékk fría bjóra en toppnum á ferlinum var kannski náð í gær?? Ég spilaði á gítarinn eitthvað crappy shitt samið á staðnum og Gulli trommari úr Vínil trommaði undir ..hvar endar þetta allt saman!?

---maður fer alvarlega að spá í að fá sér commentakerfi sem virkar! þetta geeengur ekki lengur---

fimmtudagur, apríl 28, 2005

hurru ég hef bara ekkert að segja, bara alveg tómur, whats in the gang! (hvað er í gangi) Svo er ekkert gaman að blogga þegar commentakerfið er í rugli. Ég er farinn að hjóla með Óla og skauta með Gauta og keyra með Geira.

mánudagur, apríl 25, 2005

Commentin eru í fokki en vonandi ná þeir hjá CommentThis að kippa þessu í lag fljótlega. Á ég að snoða mig? Commentið um það aaaaahahahahaahahhahaahahahaahaaaaaa aa aaaaaaahahaahahahahahaahaaaa. < gott nafn á coverbandi fyrir aha.

sunnudagur, apríl 24, 2005

Gaui Gaui Gaui Gaui símagaur, er ekki alveg fæddur í gær

Þá er maður loksins kominn með síma aftur!(thanx mom) Þetta er mjög kvenlegur sími (já passar sko vel við huhuhuuuuu) Ég er með sama númer (0045) 51555533. Ég auðvitað týndi öllum þeim númerum sem voru í símanum mínum þannig ég hef ekki hugmynd hvað númerið ykkar er. Getiði því verið svo sød að annað hvort senda mér sms með númerinu ykkar eða senda mér það í e-maili á gauiemils@hotmail.com. Kannski þekki ég þig lítið, kannski þekki ég þig mikið, kannski ertu fjölskyldu meðlimur sem ég hitti bara í jólaboðum, kannski ertu gamli vinur minn úr gaggó, kannski ertu að falla á prófunum hérna í dk, kannski gerðum við drullukökur saman og seldum ferðamönnum..sama hver þú ert, sama hversu lítið við þekkjust þá vil ég númerið þitt!:D (æ fenguði ekki alveg tár í augun)

Annars var bjór og bakkus bestu vinir mínir þessa helgina ..fimmtudagur spilerí (spil) og fyllerí ..föstudagur spilerí (tónlist) og semi-fyllerí og í gær (eða fyrir nokkrum tímum) var partý hjá Svenna og Gunnari Steini og það var alveg fullt af fólki þar, sérstaklega vakti fótboltaspilið hennar rögguló mikla lukku. Svo var það Sams Bar en ég fékk ekkert að syngja ..mig langaði svo að syngja "I wanna know what love iiiiiiis, I want you to show meeeee" ...but the only thing they showed me was the door. Those bastards.

p.s. raggaló ...ég er með harðsperrur dauðans! :)

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Snorri Schmo



ég veit ekki hvort þið kannist við hann Matt úr Joe Schmo Show (var hann sýndur á Íslandi?). Hann og Snorri eru kannski ekki líkustu menn í heimi en þegar þeir verða undrandi á svipinn þá poppa augun út úr þeim báðum. Joe Schmo finnst pizzur góðar og Snorra örugglega líka ..og er það ekki nóg til að verða tvífari ..amk sálufélagar ..but let´s not go down that road.

mánudagur, apríl 18, 2005

Mánudagsljóðið

Monday morning I go outside
ready to embrace it with a open mind
only to slip and crack my head
god I wish my dance lessons were during the night instead

sunnudagur, apríl 17, 2005

einn danskur gaur bað mig um að láta fólk vita að hann sé að leita að kvenkyns meðleigjanda. Íbúðin er á besta stað á Østerbro. Herbergið er 16 fermetrar, sameiginlegt eldhús og bað + þvottahús fyrir 2.500kr á mánuði. Látið þetta ganga kids.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Low down dirty Low

Low tónleikarnir í gær voru alls ekki all time low (aaaahaha það er hægt að djóka svo mikið með orðið Low) heldur voru þeir bara LOWly (oh stop it gaui). Reyndar var míkrafónninn eitthvað leiðinlegur í byrjun og það heyrðist svoldið Low í honum (once you Low you cant stop) og Alan söngvarinn var orðinn vel pirraður en svo hresstist stráksi við. Mimi konan hans stóð og trommaði (já stóð) og söng eins og engill. Þau tóku aðallega lög af The Great Destroyer en tóku bara 2 lög af Things we lost in the fire sem var í 18. sæti yfir bestu plötur ever að mínu mati þegar ég gerði listann fyrir einhverjum mánuðum síðan. Þau tóku ekki heldur Smiths lagið sem þau taka oft: Last night I dreamt that somebody loved me. Tónleikarnir: 4 stjörnur af 7.

Undanfarnir tveir dagar hafa verið eins og helgi hjá mér þannig það hefur alveg gleymst að plana helgina sem er bara á morgun. Hvað er fólk að farað gera? hvað á ég að gera?

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Hjólaði um Christianiu með Helenu í gær. Ég fór lengra inn en ég hef farið áður og Christiania er miklu stærri en ég hélt, synd að það þurfi að rífa niður þessi skemmtilegu hús. Svo var Stengade 30 um kvöldið með fullt af liði en hljómsveitirnar sem tróðu upp voru ekki beint music to my ears. Gamlir rótarar fyrir Greatful Dead sem tróðu upp að mér fannst.

Ég rakst á þessar samræður á milli mín og Péturs þar sem við máttum bara nota lagatitla til að tala saman. This is the result:


gaui says: (5:57:05 PM)
   Where did you sleep last night
Pétur Óskar says: (5:57:37 PM)
   Where the lions sleep tonight
gaui says: (5:57:55 PM)
   theres no other way
Pétur Óskar says: (5:59:06 PM)
   Do you want to know a secret?
gaui says: (5:59:21 PM)
   please please me
Pétur Óskar says: (5:59:35 PM)
   Mama told me not to come
gaui says: (5:59:49 PM)
   come as you are
Pétur Óskar says: (6:00:26 PM)
   I want to be your man
gaui says: (6:00:47 PM)
   a man needs to be told
Pétur Óskar says: (6:01:19 PM)
   strange news from another star
gaui says: (6:01:54 PM)
   just like tom thumbs blues
gaui says: (6:02:01 PM)
   (dylan)
Pétur Óskar says: (6:02:39 PM)
   I feel like starting over
gaui says: (6:03:49 PM)
   today is the day
Pétur Óskar says: (6:04:00 PM)
   I know
gaui says: (6:04:12 PM)
   you know youre right
Pétur Óskar says: (6:05:11 PM)
   I´m Fine
gaui says: (6:05:34 PM)
   im only sleeping
Pétur Óskar says: (6:06:13 PM)
   Do you know what I mean
gaui says: (6:07:36 PM)
   sometimes
Pétur Óskar says: (6:08:28 PM)
   I am the walrus
gaui says: (6:09:17 PM)
   so says I
Pétur Óskar says: (6:09:43 PM)
   who are you
gaui says: (6:11:20 PM)
   I want to be the boy to warm your mothers heart
Pétur Óskar says: (6:11:35 PM)
   a man needs to be told
gaui says: (6:12:37 PM)
   words
Pétur Óskar says: (6:13:01 PM)
   know your onion
gaui says: (6:14:49 PM)
   until the morning comes

mánudagur, apríl 11, 2005

Ég er golfnörd og horfði því á The Masters Championship í gær. Tigerinn var með 3 högg í forystu fyrir síðasta daginn og ég og Svenni höfðum ekki mikla trú á að hann myndi tapa henni niður en jafnt og þétt náði DiMarco að saxa á forskotið og jafnaði svo í fyrsta sinn í leiknum á síðustu holunni. Tiger náði svo að vinna hann í "framlengingu". Það er alltaf jafn gaman að horfa á Masterinn ..og ykkur gæti ekki verið meira sama um mína lýsingu á þessu móti:)

---now entering ég-gerði-ég-fór-blogg mode---

á föstudaginn spilaði ég með Helenu, Sirrý og Sigrúnu en það hefur ekki farið fram hjá neinum þar sem það hefur eflaust birst á bloggunum hjá þeim öllum. "Hey Jónas, ég gifti mig í síðustu viku, er orðinn páfi og keypti mér bland í poka!" -"já ég las það á blogginu þínu" .."ó, ok, sjáumst".
Já og á laugardaginn fórum við nokkur á Vega og sáum Ralph Myerz og önnur bönd ..þeir voru fönn fönn fönn!

---/end of a ég-gerði-ég-fór-blogg mode---

thats it að sinni, erfið vinnuvika gengin í garð með tilheyrandi kvíða og leiðindum, 3-4 stoppum í Netto og þvottatíma sem þið munuð gleyma og aldrei að vita að þið ákveðið að horfa á American Beauty í 6. sinn á TV2.

p.s. ég fór í klippingu í dag, allt þetta hár aftaná er gonner ...atvinnuviðtöl og nýja leikhúsið here I come!

föstudagur, apríl 08, 2005

ég sagði við kínverjann sem býr hérna á ganginum: "do you want to smell my meat?" hann: "no" ...enough said.

Lögmálið um óskandi aldur
Þegar við vorum yngri þá var voða mikið mál að virka annað hvort yngri eða eldri en maður var. Það var mikið hrós þegar fólk hélt að maður væri 18 þegar maður var 15 (ekki að það hafi gerst, frekar akkurat á hinn veginn). Ég fór því að pæla í hvað maður vill virka gamall þegar maður er á ákveðnum aldri, jafnt hjá stelpum sem og strákum. Þetta er mín kenning:
Fyrst tek ég fyrir strákana. Fyrri talan er aldur viðkomandi og seinni talan er hvað hann vill virka gamall:
15 - 18
16 - 19
17 - 19
18 - 20
19 - 21
20 - 22
21 - 23
22 - 24
23 - 25
24 - 26
25 - 26
26 - 27
27 - 27
28 - 28
29 - 29
30 - 29

Og núna stelpurnar:
15 - 18
16 - 19
17 - 20
18 - 20
19 - 20
20 - 20
21 - 21
22 - 21
23 - 21
24 - 22
25 - 22
26 - 23
27 - 23
28 - 24
29 - 24
30 - 25

Samkvæmt þessu vil ég virka 26 ára þótt ég virki kannski mun yngri! Strákar vilja sjaldan líta út fyrir að vera yngri sama hvað þeir eru gamlir en stelpurnar vilja virka eldri þegar þær eru mjög ungar og virka mun yngri þegar þær eldast. Meikar lögmál gauja emils um óskandi aldur ekki bara ágætis sens? :)

fimmtudagur, apríl 07, 2005

Tvífarar



Pacey úr Dawson Creek er alveg eins og Gummi vinur minn eða er Gummi alveg eins og Pacey eða er það það sama? eða eru þeir sami maðurinn. Mér fannst líka alltaf skrítið þegar stelpur voru að biðja hann um eiginhandaráritun í tíma og ótíma. Ég spurði hvort hann væri svona frægur útaf hljómsveitinni hans en hann sagði þetta væri út af smá side projecti. Svo rakst ég á þátt með Dawson Creek um daginn og þá varð mér ljóst hvað hann meinti. Gummi, þú þarft ekkert að skammast þín fyrir þetta, Dawson Creek eru alveg ágætis þættir og þú stendur þig vel sem Pacey!

laugardagur, apríl 02, 2005

jújú þetta var aprílgabb þetta með Divan og Friends diskana. Helena kom í heimsókn til að ná í diskana sína en ég varð að senda hana tómhend til baka ...sorry Helena ..ég vona að við séum enn Vinir ;)

Ég er enn gemsalaus en ég er með heimasíma núna, hann er 32 87 62 32 ef þið viljið bjóða mér hingað og þangað sem ég þigg með þökkum og jafnvel að ég launi ykkur með nokkrum Friends diskum.

föstudagur, apríl 01, 2005

Núna hlýtur Haukur að gráta. Það er búið að loka hans ástkæra stað Divane á Christianshavn. Ég ætlaði að fá mér durum nr 2 en neinei bara staðurinn farinn, hættur. Mig grunar að hann hafi farið á hausinn eftir að Haukur flutti til Íslands enda hélt Haukur þessum stað uppi.

Ég er fluttur úr Gaukshreiðrinu á Grönjordskollegið og í flutningunum fann ég diska með öllum Friends þáttunum eins og þeir leggja sig. Ég var búinn að setja alla þættina inná tölvuna mína þannig ég þarf ekkert á þessum diskum að halda. Sá sem vill eiga þessa diska verða bara að koma til mín uppá Grönjords, fyrstur kemur fyrstur fær ..blokk 2 (Hauks blokk) ..bjalla B6232 ..og í leiðinni getiði séð hvað ég er búinn að koma mér vel/þröngt/crazy fyrir:)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?