<$BlogRSDURL$>

mánudagur, apríl 11, 2005

Ég er golfnörd og horfði því á The Masters Championship í gær. Tigerinn var með 3 högg í forystu fyrir síðasta daginn og ég og Svenni höfðum ekki mikla trú á að hann myndi tapa henni niður en jafnt og þétt náði DiMarco að saxa á forskotið og jafnaði svo í fyrsta sinn í leiknum á síðustu holunni. Tiger náði svo að vinna hann í "framlengingu". Það er alltaf jafn gaman að horfa á Masterinn ..og ykkur gæti ekki verið meira sama um mína lýsingu á þessu móti:)

---now entering ég-gerði-ég-fór-blogg mode---

á föstudaginn spilaði ég með Helenu, Sirrý og Sigrúnu en það hefur ekki farið fram hjá neinum þar sem það hefur eflaust birst á bloggunum hjá þeim öllum. "Hey Jónas, ég gifti mig í síðustu viku, er orðinn páfi og keypti mér bland í poka!" -"já ég las það á blogginu þínu" .."ó, ok, sjáumst".
Já og á laugardaginn fórum við nokkur á Vega og sáum Ralph Myerz og önnur bönd ..þeir voru fönn fönn fönn!

---/end of a ég-gerði-ég-fór-blogg mode---

thats it að sinni, erfið vinnuvika gengin í garð með tilheyrandi kvíða og leiðindum, 3-4 stoppum í Netto og þvottatíma sem þið munuð gleyma og aldrei að vita að þið ákveðið að horfa á American Beauty í 6. sinn á TV2.

p.s. ég fór í klippingu í dag, allt þetta hár aftaná er gonner ...atvinnuviðtöl og nýja leikhúsið here I come!
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?