<$BlogRSDURL$>

föstudagur, apríl 08, 2005

ég sagði við kínverjann sem býr hérna á ganginum: "do you want to smell my meat?" hann: "no" ...enough said.

Lögmálið um óskandi aldur
Þegar við vorum yngri þá var voða mikið mál að virka annað hvort yngri eða eldri en maður var. Það var mikið hrós þegar fólk hélt að maður væri 18 þegar maður var 15 (ekki að það hafi gerst, frekar akkurat á hinn veginn). Ég fór því að pæla í hvað maður vill virka gamall þegar maður er á ákveðnum aldri, jafnt hjá stelpum sem og strákum. Þetta er mín kenning:
Fyrst tek ég fyrir strákana. Fyrri talan er aldur viðkomandi og seinni talan er hvað hann vill virka gamall:
15 - 18
16 - 19
17 - 19
18 - 20
19 - 21
20 - 22
21 - 23
22 - 24
23 - 25
24 - 26
25 - 26
26 - 27
27 - 27
28 - 28
29 - 29
30 - 29

Og núna stelpurnar:
15 - 18
16 - 19
17 - 20
18 - 20
19 - 20
20 - 20
21 - 21
22 - 21
23 - 21
24 - 22
25 - 22
26 - 23
27 - 23
28 - 24
29 - 24
30 - 25

Samkvæmt þessu vil ég virka 26 ára þótt ég virki kannski mun yngri! Strákar vilja sjaldan líta út fyrir að vera yngri sama hvað þeir eru gamlir en stelpurnar vilja virka eldri þegar þær eru mjög ungar og virka mun yngri þegar þær eldast. Meikar lögmál gauja emils um óskandi aldur ekki bara ágætis sens? :)
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?