<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, október 27, 2005

52 hours on the freaking bus!

Er að fara til Barcelona á morgun með skólanum. Við förum ekki beint þægilegu leiðina heldur tökum við rútu og það tekur "aðeins" 26 tíma að keyra þangað. Svo förum við aftur með rútu til baka þann 7. Nóvember þannig þetta er samtalst 52 tímar í rútu ...Hjálp! Hvað ef sessinautur minn verður prumpandi allan tíman ..hvað ef ég lendi við hliðiná geðsjúklingi sem syngur "geng geng geng geng geng geng geng..." alla leiðina ..hvað ef ég lendi við hliðiná gellu ...hmm, sign me up skipper!

Ég ætlað reynað hitta systur mína sem á einmitt heima rétt fyrir utan Barcelona. Ég hef aldrei séð nýja húsið hennar þannig þetta verður stuð.

Í síðustu viku þá gerði ég og ein stelpa hrekk. Nemendur þurfa alltaf að loka öllum byggingunum kl 11 á kvöldin ..íþrótttasalnum, leikhúsinu, tölvustofunum og svo videre og kvikindið ég ákvað að liggja á gólfinu í einu herberginu umvafinn laki. Svo komu 2 stelpur til að loka og þær fríkuðu út þegar þær sáu mig. Þær héldu að hérna væri lík á ferðinni (reyndar ekkert á ferðinni, lík fara ekkert mikið) og fóru þær þá að ná í fleiri stelpur en þegar þær komu til baka þá var ég farinn og svo auðvitað stökk ég fram og bregðaði (segir maður það?) þannig þær fengu aftur sjokk. Þessi stelpa sem tók þátt í þessu með mér er einmitt að farað loka í kvöld þannig ég og 2 gaurar ætlum að bregða henni.

...jamm þetta er leikskóli og við erum krakkar...

Ég reyni svo að skrifa frá Barcelona.

mánudagur, október 24, 2005

Haukur kom til Köben (og er enn) eins og alþjóð veit og ég skellti mér því til Köben til að bera kappann augum. Ég gleymdi að sjálfsögðu veskinu mínu í skólanum og ég var því skilríkjalaus en ég hafði þó pínu cash. Ef ég hefði verið drepinn þá hefði lögreglan ekki vitað hver ég væri. Þeir hefðu sennilega sett hausinn minn á forsíðu blaðana með fyrirsögninni "Hver í fjandanum er þetta" (á dönsku samt, en ég get ekki skrifað það því ég kann ekki dönsku. Ég þyrfti að flytja til Danmerkur og læra þetta mál (fólk sem búið hefur í Danmörku nær nefnilega málinu merkilega fljótt)). Svo hefði búkurinn minn komið á síðu 9. Hey ég tók líka óvart símann hans Hauks í misgripum en það er önnur saga.

Þetta er eina myndin sem ég náði af Hauki ..sorry Haukur.


Haukur hefur engu gleymt í drykkju því hann gleymdi eins og venjulega öllu sem hann gerði um kvöldið. Við töpuðum svo íslandsmeistaratitlinum til Svenna og Óla og ég held að við séum ekkert að sjá hann aftur í bráð. Mér finnst miklu sniðugra að spila um pool titilinn því þar á ég einhvern séns.

yfir í annað ...skólinn fór í fangelsi um daginn til að tala við fanga. Veit ekki alveg tilganginn, sennilega bara til að sjá hvernig fangar hafa það og sjá hvernig heilinn þeirra er strukteraður. Það kom mér á óvart að hver einn og einasti fangi sem tók þátt í að spjalla við okkur voru innflytjendur fyrir utan einu stelpuna sem var þarna (sem btw settist við hliðiná mér;) ) Hún var þarna því hún hafði lamið einhverja stelpu í klessu ..hún sagði að hún hefði átt það skilið ..ég sagði "ok". Ég sat einnig við hliðiná einhverjum smákrimma og í lokin vorum við 3 í hörku samræðum um kynlíf og tónlist og það endaði með því að við ætlum að stofna fáklædda hljómsveit og búa í Frakklandi.

p.s. ég er loksins búinn að laga linkinn í síðustu færslu.
p.p.s (fyrir hvað stendur extra p-ið aftur?) skólinn er að farað horfa á 101 Reykjavík ..ohh ég fyllist stolti
p.p.p.s (ég er ekki viss hvort þetta sé rétt hjá mér (og fyrir hvað stendur p-ið (hvað er í miðri Reykjavík))) ég er að farað borða

mánudagur, október 17, 2005

Maður hefur bara ekki haft tíma til að blogga því það er svo mikið að gerast hérna. "Skólinn" er til 4 og eftir það þá tekur við "leikskóli". Ég er í þremur fögum: tónlist, leiklist og video og allir þessir tímar eru brill brill skemmtilegir.



Tónlistin gengur út á það að við spilum saman hin ýmsu lög. Ég er stundum á gítar og stundum á trommum (hef varla snert trommur áður) því það er enginn sem spilar á trommur ..en það er bara stuð. Eftir tímana horfir maður á bíómyndir á tjaldi, fer í fótbolta í leikfimissalnum, spilar pool, borðfótbolta, trivial, spil, fer í göngu og hjólatúra, kóræfingar, ljósmyndasýningu, gítarspilast í æfingaherberginu eða þá bara chilla í eldhúsinu. Mér finnst ég vera búinn að vera hérna í mánuð því ég er búinn að gera svo mikið. Krakkarnir hérna eru alveg frábærir og við náum öll vel saman. Í gær fór ég með nokkrum krökkum til Odense að versla og svo fór ég á Charlie and the chockolate factory og þar með er ég búinn að sjá þá mynd tvisvar.
Á föstudaginn var tour de champre. Þá skreytir hver og einn sitt herbergi og er með mismunandi þema. Það voru reyndar fáir með þema en ég var með þema: ég var geðveikur og herbergið var skreytt eftir því. T.d. var ég með mynd af dreng sem ég hafði klippt úr blaði hangandi í snöru úr loftinu ...jamm ég er klikkaður.

Hérna eru myndir frá því kvöldi plús aðrar myndir frá skólanum.

sunnudagur, október 09, 2005

Ryslinge Højskole lofar gódu!

Jæja tha er madur kominn i skolann og hann er mjog flottur ad minu mati, serstaklega byggingarnar.

Nyju krakkarnir sem eru ad byrja a sama tima og eg fengu kynninga tour um skolasvædid. Thetta er mjog kósí allt saman ..t.d. eru engar skolastofur, heldur frekar setustofur thar sem krakkarnir sitja i sofum og spjalla. Tonlistarherbergid var toff og eg hlakka mjog ad byrja i naminu.

Thad eru 66 nemendur nuna i skolanum, thar af 9 islendingar med mer og eg er eini strakurinn. Thad er bara einn strakur a ganginum minum og mer fannst hann ekkert allt of hress ad eg væri ad rydjast inni kvennaburid hans hehe.

Eg var rett i thessu ad borda lasagna og eftir sma tima tha er hittingur og tha veljum vid fog og eitthvad meira. Thad er ekkert internet a herberginu thannig eg veit ekki alveg hvort eg geti sett einhverjar myndir a næstunni, en eg a eftir ad reporta ur tolvuherberginu mjog fljotlega aftur:)

þriðjudagur, október 04, 2005

Dejeligt
Ég er kominn aftur til DK, the home of cheap beer and junk food and dog shit all over. Ég gisti hjá Snorra þangað til ég fer í skólann á Fjóni. Ég ber ekki eins sterkar taugar til Köben og ég gerði, ég væri samt til í að heima hérna hluta úr árinu, t.d. 4 mánuði ..svo 4 á Íslandi og 4 einhversstaðar annarsstaðar, t.d. New York eða á Englandi ...bara ef það væri hægt .."Im just a dreamer" eins og einhver söng, eða "Ég heiti Hreimur og er í Landi og Sonum" eins og ég söng það alltaf.

Það er búið að loka Heremy, síðan sem ég hafði allar myndirnar mínar á. Þannig all is lost og þá er bara að byggja uppá nýtt, búa til börn fá sér vinnu, vinna sig upp, lesa dagblöð og drekka kaffi og búa til verönd. Hérna eru nokkrar myndir frá síðustu þremur mánuðum á Íslandi. Linkurinn "Myndir" hérna hægra megin fer með ykkur á síðuna líka.

..that's the story of my life

mánudagur, október 03, 2005

bless bless/hej hej

ég er að fara til DK eftir nokkra tíma. Ég vil þakka þeim sem ég hitti fyrir góðar stundir. Við tekur 2 og hálfur mánuður í Ryslinge Højskole sem er 20 mín. frá Odense. Ég hlakka til að sjá ykkur sem búa í DK. Ég skrifa fljótlega aftur og birti jafnvel einhverjar myndir frá Íslandsveru minni.

luv,
G.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?