mánudagur, október 24, 2005
Haukur kom til Köben (og er enn) eins og alþjóð veit og ég skellti mér því til Köben til að bera kappann augum. Ég gleymdi að sjálfsögðu veskinu mínu í skólanum og ég var því skilríkjalaus en ég hafði þó pínu cash. Ef ég hefði verið drepinn þá hefði lögreglan ekki vitað hver ég væri. Þeir hefðu sennilega sett hausinn minn á forsíðu blaðana með fyrirsögninni "Hver í fjandanum er þetta" (á dönsku samt, en ég get ekki skrifað það því ég kann ekki dönsku. Ég þyrfti að flytja til Danmerkur og læra þetta mál (fólk sem búið hefur í Danmörku nær nefnilega málinu merkilega fljótt)). Svo hefði búkurinn minn komið á síðu 9. Hey ég tók líka óvart símann hans Hauks í misgripum en það er önnur saga.
Þetta er eina myndin sem ég náði af Hauki ..sorry Haukur.
Haukur hefur engu gleymt í drykkju því hann gleymdi eins og venjulega öllu sem hann gerði um kvöldið. Við töpuðum svo íslandsmeistaratitlinum til Svenna og Óla og ég held að við séum ekkert að sjá hann aftur í bráð. Mér finnst miklu sniðugra að spila um pool titilinn því þar á ég einhvern séns.
yfir í annað ...skólinn fór í fangelsi um daginn til að tala við fanga. Veit ekki alveg tilganginn, sennilega bara til að sjá hvernig fangar hafa það og sjá hvernig heilinn þeirra er strukteraður. Það kom mér á óvart að hver einn og einasti fangi sem tók þátt í að spjalla við okkur voru innflytjendur fyrir utan einu stelpuna sem var þarna (sem btw settist við hliðiná mér;) ) Hún var þarna því hún hafði lamið einhverja stelpu í klessu ..hún sagði að hún hefði átt það skilið ..ég sagði "ok". Ég sat einnig við hliðiná einhverjum smákrimma og í lokin vorum við 3 í hörku samræðum um kynlíf og tónlist og það endaði með því að við ætlum að stofna fáklædda hljómsveit og búa í Frakklandi.
p.s. ég er loksins búinn að laga linkinn í síðustu færslu.
p.p.s (fyrir hvað stendur extra p-ið aftur?) skólinn er að farað horfa á 101 Reykjavík ..ohh ég fyllist stolti
p.p.p.s (ég er ekki viss hvort þetta sé rétt hjá mér (og fyrir hvað stendur p-ið (hvað er í miðri Reykjavík))) ég er að farað borða
Þetta er eina myndin sem ég náði af Hauki ..sorry Haukur.
Haukur hefur engu gleymt í drykkju því hann gleymdi eins og venjulega öllu sem hann gerði um kvöldið. Við töpuðum svo íslandsmeistaratitlinum til Svenna og Óla og ég held að við séum ekkert að sjá hann aftur í bráð. Mér finnst miklu sniðugra að spila um pool titilinn því þar á ég einhvern séns.
yfir í annað ...skólinn fór í fangelsi um daginn til að tala við fanga. Veit ekki alveg tilganginn, sennilega bara til að sjá hvernig fangar hafa það og sjá hvernig heilinn þeirra er strukteraður. Það kom mér á óvart að hver einn og einasti fangi sem tók þátt í að spjalla við okkur voru innflytjendur fyrir utan einu stelpuna sem var þarna (sem btw settist við hliðiná mér;) ) Hún var þarna því hún hafði lamið einhverja stelpu í klessu ..hún sagði að hún hefði átt það skilið ..ég sagði "ok". Ég sat einnig við hliðiná einhverjum smákrimma og í lokin vorum við 3 í hörku samræðum um kynlíf og tónlist og það endaði með því að við ætlum að stofna fáklædda hljómsveit og búa í Frakklandi.
p.s. ég er loksins búinn að laga linkinn í síðustu færslu.
p.p.s (fyrir hvað stendur extra p-ið aftur?) skólinn er að farað horfa á 101 Reykjavík ..ohh ég fyllist stolti
p.p.p.s (ég er ekki viss hvort þetta sé rétt hjá mér (og fyrir hvað stendur p-ið (hvað er í miðri Reykjavík))) ég er að farað borða
Comments:
Skrifa ummæli