<$BlogRSDURL$>

mánudagur, október 17, 2005

Maður hefur bara ekki haft tíma til að blogga því það er svo mikið að gerast hérna. "Skólinn" er til 4 og eftir það þá tekur við "leikskóli". Ég er í þremur fögum: tónlist, leiklist og video og allir þessir tímar eru brill brill skemmtilegir.



Tónlistin gengur út á það að við spilum saman hin ýmsu lög. Ég er stundum á gítar og stundum á trommum (hef varla snert trommur áður) því það er enginn sem spilar á trommur ..en það er bara stuð. Eftir tímana horfir maður á bíómyndir á tjaldi, fer í fótbolta í leikfimissalnum, spilar pool, borðfótbolta, trivial, spil, fer í göngu og hjólatúra, kóræfingar, ljósmyndasýningu, gítarspilast í æfingaherberginu eða þá bara chilla í eldhúsinu. Mér finnst ég vera búinn að vera hérna í mánuð því ég er búinn að gera svo mikið. Krakkarnir hérna eru alveg frábærir og við náum öll vel saman. Í gær fór ég með nokkrum krökkum til Odense að versla og svo fór ég á Charlie and the chockolate factory og þar með er ég búinn að sjá þá mynd tvisvar.
Á föstudaginn var tour de champre. Þá skreytir hver og einn sitt herbergi og er með mismunandi þema. Það voru reyndar fáir með þema en ég var með þema: ég var geðveikur og herbergið var skreytt eftir því. T.d. var ég með mynd af dreng sem ég hafði klippt úr blaði hangandi í snöru úr loftinu ...jamm ég er klikkaður.

Hérna eru myndir frá því kvöldi plús aðrar myndir frá skólanum.
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?