<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júní 29, 2008

Roskilde dagbók

Þema dagbókarinnar: Opið bréf frá Gauja til Hauks.

Hæ Haukur, núna er ég kominn til Danmerkur og þín er sárt saknað. Ég gisti hjá Snorra og það er búið að vera ósköp notalegt. Ég er búinn að fara á Divan tvisvar og ég er mikið að spá í að fara þangað seinna i dag. Ég er búinn að vera mikið fullur og drekka mikið þér til heiðurs. Í gær var afmælið hjá Óla og það var mjög gaman. Ég púllaði gauja ...eða meira kannski gauta því ég er ekki með miða á hátíðina, strákarnir eru farnir á svæðið og farangurinn minn er lokaður inn í íbúð hjá þeim.

Já þú heyrðir rétt, ekkert djók ...ok hér kemur sagan:

Ég hélt (maður á aldrei að halda ég veit) að það væri hægt að prenta út miðann á netinu en þá kemur í ljós að ég þurfti að ná í hann í BT eða í Skífunni. Þetta fattaði ég í gær og þá fór ég að hringja á skrifstofuna á Roskilde og þar var mér sagt að senda staðfestingu á miðakaupunum á eitt netfang. Síðan átti ég bara að bíða eftir meili sem ég fékk aldrei ...ég er búinn að hringja oft í þá og þetta er allt í rugli eins og Dönum einum er lagið. Svo til að toppa þetta allt saman þá geymdi ég farangurinn hjá Robba og co því við ætluðum allir þangað eftir afmælið hans Óla og fara saman á Hróa ...neeeeema hvað að ég dett svo hressilega í það að ég vildi vera lengur í bænum og var ekkert að spá í farangurinn. Svo fara þeir bara á svæðið um nóttina og ég enn í Köben aðeins í fötunum sem ég er í (þröngar buxur og þunn skyrta by the way) og með veski sem betur fer ...og gistingu hjá Snorra sem kom sér líka vel. Þannig að núna er ég miðalaus og farangurlaus í köben og veit svo sem ekkert hvað ég get gert. Robbi er líklegast að koma í bæinn í kvöld þannig þá get ég fengið farangurinn en svo veit ég ekki með miðann ..fæ hann sennilega aldrei ..er að spá í að halda Mini Roskilde í Kongens have ...ég læt þig vita hvernig það allt saman fer. Skrifa þér fljótlega seinna.

Kiss kiss,

Gaui

p.s. var bara rétt í þessu að tala við Robba og hann er í köben þannig ég er þá kominn með farangurinn aftur!:)

núna er bara að redda miðanum!

föstudagur, júní 20, 2008

Lineuppið fyrir Hróa er komið og það eru engir skandalar. Það mesta sem skarast fyrir mig er að My Bloody Valentine spilar hálftíma fyrir Neil Young ..annars er þetta ágætt og maður virðist geta sofið ágætlega út.

hér koma fleiri myndir frá hróa frá því í fyrra..









fimmtudagur, júní 19, 2008

Nú styttist í Roskilde Festival. Line-upið leit illa út á tímabili en ég er bara nokkuð sáttur núna. Ekki mikið um toppa en hellingur af böndum sem maður á eftir að skemmta sér vel á. Hér kemur topp 30 listi yfir bönd sem mig langar að sjá. Maður á aldrei eftir að komast yfir þetta allt en hey ..hey hey hey ..hó hó hó ..það styttist í jólin..

1. Neil Young
2. Radiohead
3. MGMT
4. Band of Horses
5. My Bloody Valentine
6. Goldfrapp
7. Bonnie ´Prince´ Billy
8. Solomon Burke
9. The Raveonettes
10. Sharon Jones & The Dap-Kings
11. Grinderman
12. José González
13. Teitur
14. Slayer
15. The Notwist
16. Mogwai
17. Kings of Leon
18. Digitalism
19. Efterklang
20. The Streets
21. Chemical Brothers
22. Black Seeds
23. Lykke Li
24. The Dö
25. Bloodgroup
26. Judas Priest
27. Hot Chip
28. Battles
29. Bob Hund
30. Slagsmalsklubben

Jafnvel til í að sjá eitthvað meira. Hvað ætli maður eigi eftir að sjá mörg bönd í ár? Afhverju getur maður ekki djammað til kl 6 á morgnana og farið svo að sjá bönd kl 12? Afhverju getur maður ekki gert það í 4 daga og svo bara sofið í 2 daga eftir festivalið? Ef einhver getur þetta þá langar mig að vita formúluna.

föstudagur, júní 13, 2008

Regla nr 1. Aldrei að vera í bleikum buxum

Regla nr 2. Aldrei að vera í bleikum buxum og komin yfir þrítugt.

Regla nr 3. Aldrei að vera í bleikum buxum, komin yfir þrítugt og vera í rauðri peysu við.

Regla nr 4. Aldrei að vera í bleikum buxum, komin yfir þrítugt, vera í rauðri peysu við og sjást þannig á almannafæri.

Ég sá reglu nr 4 brotna í dag.

sunnudagur, júní 08, 2008

Ég lofaði myndum úr fortíðinni og hér koma þrjár...

Kennarinn minn í Kolding var sterkari en ég...


Hver annar en Geir...


var maður svona gaur??...

mánudagur, júní 02, 2008

Glænýr iPod Classic 80GB á aðeins 25.000kr!

Ég keypti mér iPod Classic í Ameríku fyrir búðina en ákvað að nota frekar tölvu. Hann kostar 42.990kr út úr búð eins og þið sjáið hér:

anyone interested?
Geta sveppir einhvern tíman orðið það skemmdir að það byrji að vaxa sveppir á þeim?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?