sunnudagur, júní 29, 2008
Roskilde dagbók
Þema dagbókarinnar: Opið bréf frá Gauja til Hauks.
Hæ Haukur, núna er ég kominn til Danmerkur og þín er sárt saknað. Ég gisti hjá Snorra og það er búið að vera ósköp notalegt. Ég er búinn að fara á Divan tvisvar og ég er mikið að spá í að fara þangað seinna i dag. Ég er búinn að vera mikið fullur og drekka mikið þér til heiðurs. Í gær var afmælið hjá Óla og það var mjög gaman. Ég púllaði gauja ...eða meira kannski gauta því ég er ekki með miða á hátíðina, strákarnir eru farnir á svæðið og farangurinn minn er lokaður inn í íbúð hjá þeim.
Já þú heyrðir rétt, ekkert djók ...ok hér kemur sagan:
Ég hélt (maður á aldrei að halda ég veit) að það væri hægt að prenta út miðann á netinu en þá kemur í ljós að ég þurfti að ná í hann í BT eða í Skífunni. Þetta fattaði ég í gær og þá fór ég að hringja á skrifstofuna á Roskilde og þar var mér sagt að senda staðfestingu á miðakaupunum á eitt netfang. Síðan átti ég bara að bíða eftir meili sem ég fékk aldrei ...ég er búinn að hringja oft í þá og þetta er allt í rugli eins og Dönum einum er lagið. Svo til að toppa þetta allt saman þá geymdi ég farangurinn hjá Robba og co því við ætluðum allir þangað eftir afmælið hans Óla og fara saman á Hróa ...neeeeema hvað að ég dett svo hressilega í það að ég vildi vera lengur í bænum og var ekkert að spá í farangurinn. Svo fara þeir bara á svæðið um nóttina og ég enn í Köben aðeins í fötunum sem ég er í (þröngar buxur og þunn skyrta by the way) og með veski sem betur fer ...og gistingu hjá Snorra sem kom sér líka vel. Þannig að núna er ég miðalaus og farangurlaus í köben og veit svo sem ekkert hvað ég get gert. Robbi er líklegast að koma í bæinn í kvöld þannig þá get ég fengið farangurinn en svo veit ég ekki með miðann ..fæ hann sennilega aldrei ..er að spá í að halda Mini Roskilde í Kongens have ...ég læt þig vita hvernig það allt saman fer. Skrifa þér fljótlega seinna.
Kiss kiss,
Gaui
p.s. var bara rétt í þessu að tala við Robba og hann er í köben þannig ég er þá kominn með farangurinn aftur!:)
núna er bara að redda miðanum!
Þema dagbókarinnar: Opið bréf frá Gauja til Hauks.
Hæ Haukur, núna er ég kominn til Danmerkur og þín er sárt saknað. Ég gisti hjá Snorra og það er búið að vera ósköp notalegt. Ég er búinn að fara á Divan tvisvar og ég er mikið að spá í að fara þangað seinna i dag. Ég er búinn að vera mikið fullur og drekka mikið þér til heiðurs. Í gær var afmælið hjá Óla og það var mjög gaman. Ég púllaði gauja ...eða meira kannski gauta því ég er ekki með miða á hátíðina, strákarnir eru farnir á svæðið og farangurinn minn er lokaður inn í íbúð hjá þeim.
Já þú heyrðir rétt, ekkert djók ...ok hér kemur sagan:
Ég hélt (maður á aldrei að halda ég veit) að það væri hægt að prenta út miðann á netinu en þá kemur í ljós að ég þurfti að ná í hann í BT eða í Skífunni. Þetta fattaði ég í gær og þá fór ég að hringja á skrifstofuna á Roskilde og þar var mér sagt að senda staðfestingu á miðakaupunum á eitt netfang. Síðan átti ég bara að bíða eftir meili sem ég fékk aldrei ...ég er búinn að hringja oft í þá og þetta er allt í rugli eins og Dönum einum er lagið. Svo til að toppa þetta allt saman þá geymdi ég farangurinn hjá Robba og co því við ætluðum allir þangað eftir afmælið hans Óla og fara saman á Hróa ...neeeeema hvað að ég dett svo hressilega í það að ég vildi vera lengur í bænum og var ekkert að spá í farangurinn. Svo fara þeir bara á svæðið um nóttina og ég enn í Köben aðeins í fötunum sem ég er í (þröngar buxur og þunn skyrta by the way) og með veski sem betur fer ...og gistingu hjá Snorra sem kom sér líka vel. Þannig að núna er ég miðalaus og farangurlaus í köben og veit svo sem ekkert hvað ég get gert. Robbi er líklegast að koma í bæinn í kvöld þannig þá get ég fengið farangurinn en svo veit ég ekki með miðann ..fæ hann sennilega aldrei ..er að spá í að halda Mini Roskilde í Kongens have ...ég læt þig vita hvernig það allt saman fer. Skrifa þér fljótlega seinna.
Kiss kiss,
Gaui
p.s. var bara rétt í þessu að tala við Robba og hann er í köben þannig ég er þá kominn með farangurinn aftur!:)
núna er bara að redda miðanum!