<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, mars 24, 2010

þarf brátt að flytja af Lokastígnum. Búið að vera fínt geim hérna. Esjan var t.d. í stuði. Séð frá Lokastígnum.



Mun fljúga til Köben 14. maí og þaðan til Berlínar 18. maí með Snorra. Við munum sjá Pavement og drekka bleika kokteila ..spurning hvort verður hápunkturinn. Primavera Sound er til skoðunnar líka ..hef ekki efni á þessu en þeir lofa góðu sumri spekúlantar ..ég trúi því eins og trúleysingi á Star Trek ráðstefnu (kannski versta viðlíking fyrr og síðar ......samt).

þriðjudagur, mars 16, 2010

það kemur alveg fyrir að maður gúggli nafnið sitt ..þið þekkið þetta. Í þetta sinn gúgglaði ég það til að sjá hvort "afrekin" mín í bandýdeildinni kæmu upp. Ég fann ekki neitt en hins vegar kom upp nafni minn og hann hafði tekið þátt í einhverju móti. Ég hef alltaf vitað af þessum gaur þegar ég hef gúgglað mig. Fór einu sinni á bloggið hans og þar talaði hann einmitt um að hafa gúgglað sig og rekist á mig og hann fannst bloggið mitt kúl og ég verð að segja hið sama um hans blogg (sem ég les reyndar aldrei, fannst það bara kúl í þetta skipti sem ég rakst á það).

Ég man fyrir mörgum árum (kannski 12 ár síðan) þá hringdi ég á X-ið til að finna fría geisladiska og ég var ansi duglegur að vinna mér inn diska. Svo hætti ég því, fannst það kannski ekki nógu töff en mér til mikillar undrunar þá byrjaði nafni minn að vinna hvern diskinn á fætur öðrum á X-inu.

Núna þegar ég gúgglaði hann þá datt ég inn á gamla færslu á blogginu hans frá haustinu 2005 ..þá bjó hann í Danmörku ...ég líka! Hann spilar bandý ..ég líka! ...hann taldi upp fullt af useless facts um sig og þar á meðal að hann noti Jean Paul Gaultier ...ég líka! hann var að læra rekstrarhagfræði ..ég líka! honum langaði í bjór ...ég líka! ok hver vill ekki bjór reyndar.

....aaaaanyway ...spurningin er ...er hann kannski spegilmynd af mér? lítur hann alveg eins út og ég? mun heimurinn springa ef við hittumst?

miðvikudagur, mars 10, 2010

Ég fékk inn á mitt heimili (samt ekki mitt heimili, jú ok tímabundið) couchsurfera í fyrsta skiptið síðan síðasta sumar. Teresa og Hannah voru hjá mér í 4 daga og það var mjög gaman að hafa þær ..mjög skemmtilegar stelpur og Hannah er með skuggalega líkan tónlistarsmekk og ég. Ég fór með þeim á djammið, kaffihús, golden circle og svo vantaði ekki chillið (en það vantaði samt chillíið ..samt ekki). Núna er ég líka (stoltur) eigandi vodkaflösku og get því blandað mér white russian hægri vinstri, norður, niður og beint á ská 3 1/3 ..hét myndin ekki það annars?

drunk people have more fun...


Er kominn með fullt af nýrri og spennandi tónlist. Charlotte Gainsbourg diskurinn er off the húkk! Bestustu vinir mínir í Magnetic Fields eru líka með nýtt stöff ..við fyrstu og hálfu hlustun er hann ekki sannfærandi ..en hvenær hefur eitthvað gott og vírað verið gott við fyrstu hlustun ...ummmm jú kannski Bon Iver, Fleet Foxes og alveg fullt fullt af stöffi en ok.

hvað segiru með smá lemon incest darling?...


Dump ....já ég sagði Dump ..það er hræðilegt nafn á hljómsveit en maaaaan er þetta flott mússík! Þetta er bandið hans James úr Yo La Tengo og uppáhalds lagið mitt er Another Lonely Christmas. Ekkert jólalegt við sjálft lagið en hann minnist aðeins á jólin í því ..er það þá jólalag? ef svo er þá er þetta amk topp 5 yfir bestu jólalög ever.

clap your hands say sexy...


Ég fílaði Stinu Nordenstam í denn en fékk pínu leið á henni. Núna er ég með stöff frá systur hennar Emmu Nordenstam (finnst oft skrítið að beygja erlend nöfn (hún heitir sem sagt Emma Nordenstam (dem ég dírka nafnið Emma)) og hún syngur á sænsku. Sænskan mín er ekki upon many fishy fishy en það sem ég skil er gott óhefðbundið stöff og maaaaanfred maaaaaann er sænskan sexy! ..lögin einföld en falleg ...verð pottþétt húkkt á þessu. Spurning hvort það sé einhver önnur lítil sæt Nordenstam þarna úti? svona fyrir mig til að hlusta á og jafnvel knúsa? ..wouldn´t it be nice ....haaa Brian, hvað segiru um það?

áttu yngri systur?...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?