<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, mars 10, 2010

Ég fékk inn á mitt heimili (samt ekki mitt heimili, jú ok tímabundið) couchsurfera í fyrsta skiptið síðan síðasta sumar. Teresa og Hannah voru hjá mér í 4 daga og það var mjög gaman að hafa þær ..mjög skemmtilegar stelpur og Hannah er með skuggalega líkan tónlistarsmekk og ég. Ég fór með þeim á djammið, kaffihús, golden circle og svo vantaði ekki chillið (en það vantaði samt chillíið ..samt ekki). Núna er ég líka (stoltur) eigandi vodkaflösku og get því blandað mér white russian hægri vinstri, norður, niður og beint á ská 3 1/3 ..hét myndin ekki það annars?

drunk people have more fun...


Er kominn með fullt af nýrri og spennandi tónlist. Charlotte Gainsbourg diskurinn er off the húkk! Bestustu vinir mínir í Magnetic Fields eru líka með nýtt stöff ..við fyrstu og hálfu hlustun er hann ekki sannfærandi ..en hvenær hefur eitthvað gott og vírað verið gott við fyrstu hlustun ...ummmm jú kannski Bon Iver, Fleet Foxes og alveg fullt fullt af stöffi en ok.

hvað segiru með smá lemon incest darling?...


Dump ....já ég sagði Dump ..það er hræðilegt nafn á hljómsveit en maaaaan er þetta flott mússík! Þetta er bandið hans James úr Yo La Tengo og uppáhalds lagið mitt er Another Lonely Christmas. Ekkert jólalegt við sjálft lagið en hann minnist aðeins á jólin í því ..er það þá jólalag? ef svo er þá er þetta amk topp 5 yfir bestu jólalög ever.

clap your hands say sexy...


Ég fílaði Stinu Nordenstam í denn en fékk pínu leið á henni. Núna er ég með stöff frá systur hennar Emmu Nordenstam (finnst oft skrítið að beygja erlend nöfn (hún heitir sem sagt Emma Nordenstam (dem ég dírka nafnið Emma)) og hún syngur á sænsku. Sænskan mín er ekki upon many fishy fishy en það sem ég skil er gott óhefðbundið stöff og maaaaanfred maaaaaann er sænskan sexy! ..lögin einföld en falleg ...verð pottþétt húkkt á þessu. Spurning hvort það sé einhver önnur lítil sæt Nordenstam þarna úti? svona fyrir mig til að hlusta á og jafnvel knúsa? ..wouldn´t it be nice ....haaa Brian, hvað segiru um það?

áttu yngri systur?...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?