<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, mars 16, 2010

það kemur alveg fyrir að maður gúggli nafnið sitt ..þið þekkið þetta. Í þetta sinn gúgglaði ég það til að sjá hvort "afrekin" mín í bandýdeildinni kæmu upp. Ég fann ekki neitt en hins vegar kom upp nafni minn og hann hafði tekið þátt í einhverju móti. Ég hef alltaf vitað af þessum gaur þegar ég hef gúgglað mig. Fór einu sinni á bloggið hans og þar talaði hann einmitt um að hafa gúgglað sig og rekist á mig og hann fannst bloggið mitt kúl og ég verð að segja hið sama um hans blogg (sem ég les reyndar aldrei, fannst það bara kúl í þetta skipti sem ég rakst á það).

Ég man fyrir mörgum árum (kannski 12 ár síðan) þá hringdi ég á X-ið til að finna fría geisladiska og ég var ansi duglegur að vinna mér inn diska. Svo hætti ég því, fannst það kannski ekki nógu töff en mér til mikillar undrunar þá byrjaði nafni minn að vinna hvern diskinn á fætur öðrum á X-inu.

Núna þegar ég gúgglaði hann þá datt ég inn á gamla færslu á blogginu hans frá haustinu 2005 ..þá bjó hann í Danmörku ...ég líka! Hann spilar bandý ..ég líka! ...hann taldi upp fullt af useless facts um sig og þar á meðal að hann noti Jean Paul Gaultier ...ég líka! hann var að læra rekstrarhagfræði ..ég líka! honum langaði í bjór ...ég líka! ok hver vill ekki bjór reyndar.

....aaaaanyway ...spurningin er ...er hann kannski spegilmynd af mér? lítur hann alveg eins út og ég? mun heimurinn springa ef við hittumst?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?