<$BlogRSDURL$>

föstudagur, maí 29, 2009

eitt ár liðið frá jarðskjálftanum í Hverargerði. Hverargerði færðist þar með 15-20cm nær Reykjavík ..og ég hef því miklu frekar nennt að heimsækja Hverargerði eftir það.

fimmtudagur, maí 28, 2009

yey ég er aftur orðinn Íslandsmeistari!

Fékk 38 ára gamlan breskan couchsurfer til mín um daginn. Hann gerði einhver rave lög seint á níunda áratugnum og hann hefur lifað á stefgjöldum síðan þá og hann hefur aldrei unnið við neitt ..bara ferðast. Afhverju fattaði ég ekki upp á þessu???

þriðjudagur, maí 26, 2009

Útúrdúr er bókabúð í Nýló.

anyone? no? dust!

miðvikudagur, maí 20, 2009

500. færslan veiveiveiiiiii!

Þið sem hafið búið í Danmörku lítið líklegast flest til baka (nema þið búið þar enn) með hlýju og saknið the good old times þegar þið hénguð í Kongens Have og sötruðuð bjór og fóruð svo á skrall eftir það. Þannig varð dagurinn minn í gær! Svenni hafði samband við mig og við fórum ásamt Jonna sambýlismanni hans niður á Austurvöll og sötruðum volga bjóra og það minnti okkur á Roskilde Festival sem by the way er með eitt besta line up sem ég séð! Típískt ik!? Bara núna í morgun bættist við St. Vincent og Deerhoof ...Haukur frændi þekkir tónlistinna þeirra vel þannig spyrjið hann ef þið vitið ekki hvaða stöff þetta er ..hann líka tók í St. Vincent fyrir tónleikana hennar í Fríkirkunni og hann fór í eftirpartý með Deerhoof eftir tónleikana þeirra á Airwaves í fyrra.

aaaaanyway ..smá útúrdúr hér ...Útúrdúr er reyndar bókabúð sem er staðsett í Nýló en það er önnur saga ..segi þá sögu kannski í færslu 501. Ok aftur útúrdúr ..aftur að gærdeginum ...ég og Svenni fórum svo í kubb en tókum bara einn leik og fórum svo heim. En þegar ég hafði sagt skilið við Svenna og Jonna og ég á leiðinni heim þá rölti ég fram hjá heilsugæslustöðinni þar sem engin starfsemi er. Þar á grasbalanum voru 3 stelpur sem lágu á teppi og voru að borða grillmat. Þær höfðu líka sett upp kubbavöll og krokket þannig ég bara varð að tékka á þeim. Þær voru til í spila kubb með mér þannig ég hóaði aftur í Svenna og Jonna og svo joinaði meira lið og við tókum strákar á móti stelpum og þær reyndar unnu fleiri leiki en við. Eftir alla leikina fórum við flest á Vitabar þar sem við spiluðum dauðaspaðann en hann var oftast að þurfað drekka staup. Ég þurfti reyndar að stoppa bíl og spyrja hvar Vitabar væri þar sem engir bílar komu þá pissaði ég bara á götuna í staðinn og myndaði hjarta (ok ég er ekki að farað komast einu sinni í atvinnuviðtal eftir að hafa viðurkennt þetta!). Svo lokaði Vitabar kl hálf 1 og við fórum þá til Svenna þar sem við héldum áfram að spila Dauðaspaðann og þar varð hann örlítið svæsnari en samt aldrei jafn grófur og hann hefur oft verið. Svo eftir að ég hafi tapað 5-6 sinnum ("sigurvegari" kvöldsins) og aðrir tapað c.a. 20 sinnum samtals þá var tími til kominn að fara heim, enda klukkan orðin rúmlega fjögur.

Ótrúlega fínar stelpur og strákar og ég ætlað skrifa nöfnin þeirra hér svona fyrir mig svo ég gleymi þeim ekki. Kannski var þetta svona mitt Þegar-Haukur-kynntist-Önnu lind-og-Rögguló ..þótt það hafi auðvitað verið miklu mikilvægara sko! (ef þær eru að lesa þetta;) ....nöfn: Katrín, Guðný, Sigga, Eygló, Jón, Fannar og Egill.

Yfir í annað. Ég fékk couch request frá stelpu frá Mexico! Nú er sko tækifærið að næla sér í svínaflensu! :D

laugardagur, maí 16, 2009

hið árlega Eurovision partý hjá Ragga í kvöld ..ætli hann bjóði nokkuð upp á snakk í ár? :D

Ég spái Íslandi 9. sæti.

Ég held með Eislandi í ár þótt þeir eigi ekki séns ..held þau verði nálægt Íslandi í stigum. Eistlendingar bera ekki alveg nafn með rentu því það er ekki einn karlmaður á sviðinu ..kannski þessvegna sem ég held með þeim;)

Mig langar rosalega í Long island ice tea en það er önnur saga.

föstudagur, maí 15, 2009

Í dag tók ég fyrsta golfhringinn á árinu. Ég og pabbi fórum í Þorlákshöfn í ágætis veðri, smá vindur en ekkert alvarlegt. Lítið um gamla takta ..það merkilegasta sem gerðist voru tvö pör í röð og að yfirslá 516 metra par 5 holu í tveimur höggum og fá 6 á hana Völlurinn var samt mjög góður.

Verð ég ekki að gera eitthvað í því að þessi færsla verði of nördaleg? ...kúkur piss, prump, piss ...æ núna er hún of krakkaleg

bjór bjór bjór bjór ...mikill bjór ..kaldur bjór ...yesss bjargaði mér fyrir horn!;)

miðvikudagur, maí 06, 2009

ég hef alltaf verið að tala um að ég vilji flytja til Berlínar en ég fresta því alltaf. Ég hef ákveðið að vera með búðina í sumar en eftir það á ég vonandi eftir að fara út en ég lofa engu. Afhverju ekki að prófa að flytja til Dalvíkur ..hversu slæmt getur það eiginlega verið? Mig langaði líka mjög mikið á Burning man í September en ég ætla að frekar að massa það á næsta ári þegar ég er orðinn moldríkur og fara í road trip í leiðinni.

Ef ég fer ekki á Burning Man eða á road trip í USA á næsta ári eða ef ég búi enn á Ísland í febrúar 2010 þá skal ég gefa ykkur bjór ..fuck it ..þrjá bjóra á bar! Skráið þetta á dagatalið ..það eru ágætis líkur að þið séuð að fara á ókeypis fyllerí!

Fékk couchsurfer í heimsókn og það var bara gaman ..nennti ekki að sinna honum seinna kvöldið though ..svo eru tveir aðrir á leiðinni ..ætti kannski að setja smá stopp á þetta áður en heimilið fyllist af ferðamönnum ..sjáum til.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?