<$BlogRSDURL$>

mánudagur, júlí 31, 2006

jú ég fór að sjálfsögðu á Sigur Rósar tónleikana í gær. Þeir voru barasta fínir. Ég fór reyndar þegar slatti var eftir en ég fór ekki langt ..ég fór í garðveislu á móti Kjarvalsstöðum þar sem ég spilaði badmington þar sem ég heyrði í tónleikunum. Úr fjarlægð skilst það sem Jónsi syngur um ..hann söng um uppskrift að kjúkling og ég prófaði og hann var barasta mjög góður ..jáh Jónsi veit hvað hann syngur!

..já og svo var Krista svo góð að bjóða mér í afmælið sitt síðasta laugardag ..aldrei að vita en að maður skelli inn myndum frá því fljótlega.

föstudagur, júlí 28, 2006

Belle & Sebastian voru mjög góðir á Nasa í gær, algjört stemnings band, ég mæli með að þið sjáið þau live! Ég sá bara 2 lög með Emiliönu Torrini sem er shame shame shame! Eftir tónleikana ætlaði ég á Sirkus og eftir 10 mínútur í röðinni þá kemur Björk með hennar vinum og VIPar (nei ekki vippar) sér framhjá röðinni og inn. Ég skildi ekkert í þessu Human Behavior og hugsaði There Is More To Life Than This sagði Enjoy og labbaði Vilently Happy heim í minn Hidden Place.

mánudagur, júlí 24, 2006

Skellti mér í útilegu um helgina. Flaug í rellu og ældi eftir allar dýfingarnar ..einn gaur hafði áður ælt í flugvélinni og hann heitir einmitt líka Gaui ..tilviljun? eða fylgir æla þessu nafni? Svo var ég baktalaður seinna um kvöldið sem er ekki skemmtileg reynsla ..tjöld eru ekki úr múrsteinum you know!

Ég spilaði minn fyrsta golfhring í sumar á Grafarholtsvellinum ..paraði fyrstu 4 svo crap og svo paraði ég síðustu 3 holurnar. Völlurinn er í góðu ástandi enda er ég ekki lengur starfsmaður á vellinum. Ég hitti einmitt Gísla vallarstjóra og hann staðfesti þetta.

Verð sennilega í bænum yfir versló ..spurning með Innipúkann og þá bara föstudaginn ..Television er gott band.

mánudagur, júlí 17, 2006

Partýið hjá mér síðasta laugardag var mjög sérstakt því ég bauð engum í það. Daði hafði samband við mig á fimmtudaginn og vildi ásamt Önnu Lind hafa partý hjá mér og ég var til í það en ég sagði honum bara að bjóða í það. Svo kom ég svoldið seint heim til mín á laugardeginum og þá var bara hörku partý hjá mér þegar ég kom ..mjög spes en voða voða sniðugt að koma heim til manns í partý ..svona á þetta að vera, láta aðra sjá um erfiðið: En það fyndnasta er að hvorki Daði né Anna Lind mættu!

föstudagur, júlí 14, 2006

Loksins fann ég pabba minn...

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Þvílíkur úrslitaleikur á HM ..ég hélt með Ítalíu í leiknum sem var eins gott. Vá hvað þetta var spes með Zidane! maður varð orðlaus ..þetta var stærra en Tyson dæmið liggur við.

Gugga systir mín er komin í heimsókn frá Barcelona veiveiveiveiveivei!

Svo var eitthvað eitt í viðbót en ég man auðvitað ekki...

laugardagur, júlí 08, 2006

Roskilde Festival 2006



Hátíðin var frábær svona eins og venjulega og ég sá nokkur bönd, þar á meðal..
Editors, Jenny Wilson, Clap your hands say yeah, Guns N Roses, Sigur Rós, Morrissey, Bob Dylan, Deftones, Josh Rouse, Primal Scream, Tool, Ms. John Soda, Wolfmother, The Strokes, Franz Ferdinand, Kaiser Chiefs og Roger Waters.

Topp 5 listinn:
1. Roger Waters
2. Morrissey
3. Kaiser Chiefs
4. Clap Your Hands Say Yeah
5. Tool/The Strokes/Wolfmother

Ég nenni ekki að segja frá hátíðinni eitthvað frekar ..látum bara MYNDIRNAR tala veeiiiiiii! :) :) :) :)

og HÉR má sjá stemningu hjá ókunnugu fólki í ókunnugum tjaldbúðum.

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Roskilde Festival var mögnuð og veðrið magnað. Ég birti magnaðar myndir fljótlega á þetta magnaða blogg.

-Magni

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Til hamingju með afmælið Krista sæta!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?