<$BlogRSDURL$>

mánudagur, júlí 24, 2006

Skellti mér í útilegu um helgina. Flaug í rellu og ældi eftir allar dýfingarnar ..einn gaur hafði áður ælt í flugvélinni og hann heitir einmitt líka Gaui ..tilviljun? eða fylgir æla þessu nafni? Svo var ég baktalaður seinna um kvöldið sem er ekki skemmtileg reynsla ..tjöld eru ekki úr múrsteinum you know!

Ég spilaði minn fyrsta golfhring í sumar á Grafarholtsvellinum ..paraði fyrstu 4 svo crap og svo paraði ég síðustu 3 holurnar. Völlurinn er í góðu ástandi enda er ég ekki lengur starfsmaður á vellinum. Ég hitti einmitt Gísla vallarstjóra og hann staðfesti þetta.

Verð sennilega í bænum yfir versló ..spurning með Innipúkann og þá bara föstudaginn ..Television er gott band.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?