<$BlogRSDURL$>

föstudagur, maí 26, 2006

vei vei þar kom að því að ég vinn í póker og það tvisvar í röð ..allir á barinn með mér!

Ég held ég sé búinn að ákveða hvað ég mun kjósa á morgun en á maður nokkuð að vera að gefa það upp? Verður maður ekki þá bara stimplaður sem "já þú ert þannig" gaur og að ég sé einhver ákveðin típa sem hef enga aðra skoðun. Er það ekki þannig að KR-ingar eru montnir, Verzlingar snobbaðir og Selfyssingar hnakkar? Ég reyndar er tvennt af þessu þó ég viti ekki hvort steríótípustimpillinn eigi við mig. Ég fíla margt úr mörgum flokkum og það er enginn einn flokkur sem hentar mér ..það vantar alveg x-einsoggauiemilsvillhafaþað. ..en Haukur þú færð einn Thor ef þú kýst það sama og ég:)

Benny Crespo´s Gang er nýja uppáhalds íslenska bandið mitt. Ég sá bandið fyrst á Dillon fyrir 2 mánuðum og þá vissi ég ekkert hvaða band þetta var fyrr en ég sá þá aftur á Nasa um daginn. Spurning við hvaða band maður líkir þeim við ..kannski Broken Social Scene vs Muse vs eitthvað þyngra. Stelpan í bandinu er líka í Lay Low og ég hitti hana niðrí bæ á miðvikudaginn og tók létt spjall og ég auðvitað reyndi að troða henni í hljómsveitina mína sem ég er búinn að reynað stofna í 6 ár ..ég held hún hafi ekkert haft áhuga frekar en einhver annar :( :( :( :) :) :( :/ :*

þriðjudagur, maí 23, 2006

afhverju segja jólasveinar ho ho ho, rapparar yo yo yo, 2 Unlimited no no no og þjálfarar go go go?

hvað á maður svo að kjósa á laugardaginn?

sunnudagur, maí 21, 2006

ooog hér er svo enn ein skoðunin á Eurovision..
Lang flestir voru komnir með leið á Silvíu Nótt þegar hún loksins tók þátt síðasta fimmtudag og ekki skánaði það þegar hún komst svo ekki áfram. Ég var reyndar einn af þeim sem fílaði hana og geri enn því mér finnst þetta vera einn besti og súrasti brandari sem Íslendingur hefur gert ever ..held að Andy Kaufman hefði amk fílað þetta. Það eina sem er leiðinlegt er þegar djókurinn bitnar á saklausu fólki eins og gerðist fyrir ÁrtúnsbrekkuEssóliðið en karakterinn benti reyndar til þess að hún myndi dissa slíka uppákomu.

oooog með blessuðu Finnana ..lagið var ekkert spes frekar en restin af lögunum en ég er ánægður að Finnar unnu því þeir voru með eins anti-eurovision lag og hugsast getur. Sviðsframkoman virðist vera orðin miklvægust í keppninni ..en auðvitað er fínt að hafa fína melodíu líka ..kassegiði ..eigum við ekki að semja lag fyrir næstu keppni krakkar!?

Eurovisionpartýið sem ég fór í var fínt ..frítt áfengi er aldrei leiðinlegt og eiginlega nauðsynlegt þegar maður neyðist til að hlusta á leiðinleg lög. Allir drógu eitt land til að halda með og ég fékk Danmörk (sign?)

fimmtudagur, maí 18, 2006

Ég var svo heppinn að vinna 2 miða á CocoRosie sem voru á Nasa í gær. Þær voru bara nokkuð ágætar. Sérstaklega fannst mér gaurinn sem var með þeim skemmtilegur sem "human beat-box".

Eurovision í kvöld hóhóhó

mánudagur, maí 15, 2006

míns langs hér!
Pétur manstu eftir Shooting Fish? Ég horfði á hana aftur í gær og hún er alveg jafn góð ..ætluðum við ekki að vera eins og þeir?:)

Bíllinn minn er dáinn þannig ég tók strætó í vinnuna í morgun og það var bara óvenju ok. Bjargar miklu að að hafa með sér skemmtilegt tímarit ..nei ekki Séð og Heyrt ..nei ekki Vikuna...

þriðjudagur, maí 09, 2006

ó ég gleymdi að segja frá Manchester tónleikunum ..þeir voru ekkert spes ..svona *** af ****** og allt of fáir voru á tónleikunum og hvað þá á NASA eftir tónleikana en ég sá þó Smiths gaurinn dj-ast ..eða sennilega var þetta hann ..svo voru öll böndin þarna að chilla ..Badly Drawn Boy var þarna og ég hefði getað látið taka mynd af mér með honum en æjh, why cares ..þetta er bara fólk eins og þú og ég skilurru yo.
hitinn er að draga úr bangsa allan mátt. Var þetta blogg skemmtilegra þegar ég var atvinnulaus? Var ég skemmtilegri þegar ég bjó í Mosó? Ég keyrði einu sinni traktor á Vesturlandsveginum án djóks. Í DK getur maður fengið eitthvað sem kallast guff útá ísinn sinn ..mér fannst það ekkert spes en Árni Már fílaði það. Það er asnalegt að vinna á mánudögum og föstudögum. Þriðjudagar til þorsta?

Bjórafsökun dagsins: veðrið! döööööööööööööööööööh!

föstudagur, maí 05, 2006

Hey hvað er Louise hans Óla Indy að gera gera á coverinu á nýja Belle & Sebastian disknum?

miðvikudagur, maí 03, 2006

552 3913 verður heimasíminn minn eftir 1-3 daga. Ég verð með heimasímann hjá Símanum, gemsann hjá SKO og netið hjá BT Net ..gæti ekki verið meira úr sitthvorri áttinni ..ég býð þér uppá bjór ef þú ert með sömu samsetningu. Ég vil konu með þessa samsetningu og hún verður að vera rétthend og úr Réttó.

Bjórafsökun dagsins: Allir heim til mín kl 01:02:03 þann 04.05.06 og segjum skál því þessi samsetning tíma og dagsetningar sjáum við aldrei aftur!

þriðjudagur, maí 02, 2006

Eftir nokkrar mínútur munu bestu skipti Íslandssögunnar eiga sér stað. Ég mun skipta disk með Sálinni fyrir nýja Morrissey diskinn Ringleader of the Tormentors. Iðnaðarráðherra og aðalleikarinn úr Já Ráðherra munu veita mér sérstök heiðursverðlaun vegna þessa.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?