<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, apríl 19, 2011

Það er búið að vera mjög gott veður í Berlin að undanförnu. Lauf komin á trén, fólk grillandi í görðum o.s.fr.

Vorið var í rauninni komið seint í Mars:

Ég heimsæki oft Nadine í Granatengarten og stundum stend ég vörð í búðinni hennar:


Ég fór í Mauer Park um daginn sem er markaður hérna. Alltaf stuð og stemning þar:

Mig langaði í þennan bassagítar:

Karaoke er fastur liður í Mauer Park á sunnudögum og það er alltaf stappað:


Ekta Berlin:


Maður er byrjaður að kynnast fólki hérna til að hanga með. Vilja og Gozde eru súper góðar í að hanga í görðum og borða ís sem er eitt af mínum stærstu áhugamálum...


Fyrir viku síðan byrjaði ég og stelpa sem heitir Alexandra að spila tónlist saman. Hún syngur, spilar smá á píanó og gítar en aðallega á cello en því miður er hún ekki með það hér í Berlin. Við spiluðum svo á open mike kvöldi síðasta sunnudag á Madame Claude og það gekk bara nokkuð vel. Fyrst tókum við lag eftir mig sem hefur í raun ekki titil en fyrsta línan er "How can I get over you" (lagið er ekki jafn dramatískt og þessi setning gefur til kynna). Svo coveruðum við Best Coast - When I´m with you





Blurry band shoot?

mánudagur, apríl 11, 2011

USA Roadtrip 2010 III hluti

170910
Keyrðum í gegnum Ohio í áttina að Chicago. Ágætis tilbreyting að sjá bara kornakra. Mikið um Amish fólk á þessu svæði.

Á miðri leið rifumst við í fyrsta skiptið (smámunir) og eftir það var ekkert voðalega gaman í bílnum. Loksins tók það sinn toll að vera með sömu manneskjunni öllum tímum sólarhringsins. Komum til Tessu um kvöldið en herbergisfélagi hennar var aðeins heima. Fórum þá á ítalskan ressa og þegar við komum heim þá heyrðum við þau hnakk rífast í gegnum hurðina ...ÞAÐ var sko rifrildi! Biðum fyrir utan í 10 mínútur og komum svo aftur og þau voru enn að rífast. Í þriðju tilrauninni voru þau komin niður í 2 á Richter þannig við fórum inn. Þau létu eins og ekkert hafði gerst og við tókum þátt í þeim leik. Eftir smá chit chat fórum við að sofa. Ég svaf á gólfinu í svefnpoka og líkurnar að éta kónguló um nóttina voru yfir meðallagi.

181010
Fórum á töff 80´s kaffihús sem hafði real size eftirlíkingu af Back to the Future bílnum í glugganum. Náðum í Tessu, skutluðumst heim og pökkuðum saman og keyrðum suður. Það voru vonbrigði að geta ekki verið lengur í Chicago því ég hef heyrt góða hluti en það verður víst að bíða.

Fundum mótel c.a. 100 km norður af St. Louis. Upplifði magnaðasta þrumuveður á minni ævi. Tók billjón myndir en svo kom rigningin og þá flúði ég inn. Fylgdumst með eldingunum frá glugganum. Rafmagnið fór þrisvar af þetta kvöld.


191010
Rifumst aftur í bílnum á leiðinni til St. Louis. Við skoðuðum borgina í sitthvoru lagi enda vorum við búin að vera öllum stundum saman alla ferðina. Gateway Arc var flott og einnig brúin yfir Missisippi.

Keyrðum svo í áttina að Memphis. Stoppuðum á local bar og þar var vel tekið á móti okkur. Liðið þar hafði ekki séð eins exodískt lið eins og okkur í mörg ár. Fólk í suðri finnst ekkert leiðinlegt að spjalla með sínum suðuríkjahreim. Þetta var eins og í bíómynd og maður sér pínu eftir því að hafa ekki bara farið all in með þessu liði.

Eftir langa keyrslu komum við loks til Gabe og Doug. Þeir búa í Arlington sem er rétt hjá Memphis. Frábærir gaurar. Doug sýndi mér byssusafnið sitt, hann á 34 byssur! Við elduðum öll saman.

20.09.10
Doug leyfði mér að skjóta af byssunum sínum. Þetta er víst í blóðinu mínu því skotin fóru þangað sem ég miðaði (bara ef sama gilti um miðið mitt í klósettið. Kannski þessvegna sem ég pissa sitjandi). Alveg mögnuð tilfinning að fá að skjóta af byssum verð ég að viðurkenna. Ég prófaði riffil, haglabyssu og skambyssu ..held ég? Ég var með nöfnin skrifuð niður en ég finn það ekki í augnablikinu.



Fórum svo á kaffihús og eyddum of miklum tíma þar þannig það var enginn tími fyrir Sun Studios. Fórum á hamborgarastað og svo fórum við á kóræfingu hjá Gabe í kjallara á gömlu húsi. Eftir æfinguna kom maður til okkar og hafði áhuga á ferðum okkar eins og svo margir aðrir. Hann heitir Barry White! Fórum á bar sem Gabe fer oft á. Ég fékk mér tvo Long Island Ice Tea og líka (twisted) útgáfu af þeim drykk sem við kölluðum Long Island. Fórum svo á karaeoki bar. Gabe tók lagið með stakri prýði.



210910
Ákváðum að gista aðra nótt hjá þeim. Fórum í Sun Studios þar sem Elvis og fleiri laxar tóku upp sín fyrstu lög. Skemmtilegur tour. Fengum t.d. Að fara í stúdíóið og heyra gamlar upptökur, til dæmis Rocket 88 sem er talið vera fyrsta rock lagið að margra mati.


Borðuðum á local BBQ stað þar sem ég fékk bestu grísasamloku ever! Hittum couchsurfer sem Gabe hýsti fyrir 2 mánuðum. Eric og Alia. Þau voru búin að verað túra USA í 5 og hálfan mánuð (sem hljómsveit), keyra á milli staða og gista hjá CS. Spiluðum á píanóið og tókum því rólega.

220910
Keyrðum til Nashville. Fundum mótel, tókum siestu svo beint á aðalgötuna með öllum börunum. Nánast allir barirnir buðu upp á live tónlist og kvenfólk var oft í aðalhlutverki. Ég fékk mér heila rib steak og stútaði henni. Hún var reyndar ekki eins djúsí og ég hafði vonað. Þetta gerist samt ekki Amerískara en þetta: steik, bjór og live tónlist. Allir staðirnir buðu upp á live tónlist en eftir 40 mínútur af country tónlist þá var stemningin ekki alveg að hanga á bar. Höfðum fengið tip um góðan bar en þegar við komum þangað var hann alveg jafn týpískur og hinir. Á leiðinni í bílinn stoppaði okkur miðaldra svartur maður. Hann byrjaði að segja okkur að við þyrftum ekki að óttast hann (never trust a man that says “trust me”). Eftir eitthvað blaður þá kom hann að kjarna málsins, þ.e. Hann bað okkur um pening. Ég gaf honum 11 cent. Þegar við keyrðum af stað þá bilaði GPS tækið og við tók 1 og hálfur tími í helvíti! Við keyrðum út og suður í leit að mótelinu sem við reyndum að finna eftir minni. Gáfumst loks upp. Fundum taxa og við eltum hann uppá mótel (Teresa hafði geymt nótuna þannig við vissum nafnið á mótelinu). Horfðum á nokkra þætti af Dog and Baby eins og Teresa kallar Family Guy. Sáum Seinfeld þátt um daginn og það var í fyrsta skiptið sem hún hafði heyrt þátt ódöbbaðann, þ.e. réttu raddir leikaranna. Aumingja stelpan þarf að lifa við talsetta þætti á Spáni ..kannski þessvegna sem hún býr í Köben? Spurning.

230910
Reyndum að finna Budget í Nashville en fundum ekki. Vorum alveg lost án GPS. Ætluðum að explora Nashville en okkur fannst borgin ekki spennandi þannig við keyrðum til Chattanooga. Rétt áður höfðum við keyrt úr Tennessee inn í Georgia í þrjár mínútur og aftur inn í Tennessee, á aldrei eftir að gleyma Georgia ..djók.

Fundum Budget í Chattanooga og þeir löguðu GPS tækið, hallelujah! GPS er án efa besta uppfinning síðan sódastreamtækið. Keyrðum í áttina að Asheville og fórum á restaurant sem heitir Brothers. Fékk pork samwich en hún ar ekki eins djúsí og sú í Memphis. Gistum svo á móteli í pínu litlum bæ í North-Carolina sem heitir Murphy. Aðeins 40 dollarar og flottasta mótelið til þessa.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?