<$BlogRSDURL$>

mánudagur, janúar 10, 2011

050910
Keyrðum til New Hampshare (5. fylkið) í gegnum nokkra strandbæi. Svakalega flott hús. Löbbuðum á einni strönd en sjórinn var kaldur ..ég gat því ekki synt í þetta sinn. Fórum svo til Maine (6. fylkið) tjölduðum fallega Wallmart tjaldinu okkar. Það kostaði 30 dollara að tjalda sem er meira en ég hélt ..dýrara en tjaldið sjálft. Vorum við hliðiná rednecks.





060910
Keyrðum upp Maine. Leituðum að öðru pie, vildum apple pie í þetta sinn. Spjölluðum við gaur á farmers market sölubás (nóg af þeim á vegköntunum en þessi bauð ekki upp á pie). Hann hafði haft íslenskan herbergisfélaga í háskólanum og svo spænskan (sem var auðvitað áhugavert því ég er íslenskur ef þið vissuð það ekki og Teresa er spænsk ef þið vissuð það ekki). Stoppuðum næst á öðrum farmers market sem gamall maður rak. Spjölluðum við hann og hann fór að tala um kreppuna og að það væru erfiðir tímar. Hann sagðist ekki geta keppt við súpermarkaðina þegar það kom að pies. Hann hafði misst son sinn (líklegast ekki vegna kreppunnar samt) og í fyrra missti hann konuna sína (heldur ekki vegna kreppunnar).

Hann gaf okkur ljóð sem hann hafði ort til hennar. “Half of the people who come here cry their eyes out when they read it” sagði hann. Ég var með pínu samviskubit að hafa ekki fellt tár. Keyptum loksins apple pie í Wallmart (jámm, guilty, me like Wallmat).

Við keyrðum í gegnum marga fallega litla bæi og svo fundum við kofa við fallegt vatn. Lágum þar á bryggju heil lengi í góða veðrinu og þóttums eiga pleisið. Væri alveg til í að eiga heima þar.

Gistum svo á hosteli í vestur Maine nálægt New Hampshire. Við vorum einu gestirnir og hjón með börn og hund sem ráku hostelið voru elskuleg. Teresa eldaði ommilettu og við drukkum hvítvín með. Ég fékk mér bita af apple pie áður en ég fór að sofa en hún þarf að vera heit. Ég var auðvitað fyrsti gesturinn frá Íslandi og fékk þar með pinna á kortið þeirra...


070910
Ætlaði að fá mér apple pie í morgunmat en ég gleymdi því. Ég gleymdi þó ekki að taka hana úr ísskápnum og í bílinn. Keyrðum í gegnum gamla fallega bæi...

...í New Hampshare og Vermount (7. fylkið). Stoppuðum við fallegt vatn og í vatninu fann ég golfkúlu.

Spjölluðum við gamlan karl á pickup bíl og hann vildi endilega gefa okkur kort af svæðinu en ég sagði honum að GPS tækið myndi duga. Allir eru mjög hjálpsamir hérna.

Fórum í Ben & Jerry´s verksmiðjuna. Skemmtilegur tour sem endaði á íssmakki: tripple caramel! Ég var nærri farinn að gráta þegar tour leiðsögumaðurinn sagði að þeir hefðu eitt sinn framleitt White Russian ís en sá var tekin af markaðnum fyrir nokkrum árum. Stuttan spöl frá verksmiðjunni er “Flavour graveyard”. Þar er hægt að finna legsteina og “grafir” fyrrum bragðtegunda frá Ben & Jerry´s og þar var einmitt að finna White Russian ísinn minn.


Stoppuðum svo á golfvelli hinum megin við B&J og þar notaði ég golfkúluna sem ég hafði fundið til að athuga hraðann á flötinni (já ég er nörd) og ég hef ekki séð betri og hraðari flatir áður.

Stoppuðum stutt í Burlington og þar keypti ég borgara í rútu ..ég elska svona staði.


Reyndum að finna stað til að tjalda á á South Hero eyjunni. Fundum sumarbúðir drengja en þar var engin starfsemi lengur. Ætluðum að tjalda þar en það var farið að dimma þannig við ákváðum að fara bara alla leið til Montreal en áður en við gerðum það þá fórum við með stólana okkar á strönd í einkaeigu og drukkum hvítvín og horfðum út á vatnið. Á undan því hafði ég keyrt á kanínu sem stökk út á veginn. Hún dó samstundis og ég varð að taka hana af veginum og henda henni út í kannt. Ekki skemmtilegt að lenda í þessu. Sátum á stólunum okkar þangað til það kom myrkur. Keyrðum svo til Montreal og yfir borginni voru eldingar. Við keyrðum svo inn í þrumuveðrið með tilheyrandi rigningu hlustandi á Kings of Convenience (kannski að Thunder með AC/DC hefði verið meira viðeigandi). Með hjálp GPS tækisins fundum við staðinn auðveldlega. Nanne og Karin...

...tóku vel á móti okkur og gáfu okkur að borða. Ótrúlega viðburðaríkur dagur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?