<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, desember 26, 2010

ROAD TRIP USA 2010

Loksins kemur smá ferðasaga af ferðalagi mínu um Bandaríkin í september og október í ár. Ég mun birta þetta í pörtum því hún er of löng í heild sinni. Einnig birti ég bara brot af myndunum hér, þær eru nú þegar allar á facebook þótt þær séu ekki allar myndirnar sem ég og Teresa tókum. Sagan byrjar reyndar hérna heima í Reykjavík...

Dreymdi Elínu Ey. Hún spilaði lög í heimahúsi og ég var að reyna að spila undir á ukulele. Sömu nótt dreymdi Eija að ég hitaði upp fyrir Faith Hill. Þegar ég vaknaði og fór í vinnuna þá heyrði ég lag með Faith Hill í útvarpinu, ég heyri aldrei lag með henni í útvarpinu. Ég fékk mér New York cheese cake á Babalú í tilefni þess að ég var að fara til NY daginn eftir. Um kvöldið sýndi Skjár Einn þátt um NYPD.

300810
Hver haldiði að hafi verið í röðinni fyrir aftan mig á leið í flugvélina? Elín Ey! Ég sagði henni frá draumnum. Hún sagði mér að hún væri að flytja til NY, one way ticket. (innskot: hún er víst flutt heim (innskot II: líklegast að flytja aftur út)).

Teresa (ferðafélaginn minn, er frá Spáni en býr í Köben, gamall couchsurfer frá því í mars) hitti mig á flugvellinum í Keflavík. Hún hafði komið frá Köben og við flugum saman út. Vélin lenti í Newark og þaðan tókum við lest til Manhattan. Strax í lestinni fékk maður smakk (e. taste) af Ameríkönum. Fimmtugur hvítur maður og fertug (þetta er að sjálfsögðu gisk, mér finnst erfiðara að geta til um aldur á svörtu fólki (nei það er ekki það sama og að vera rasisti)). Þau hnakk rifust og setningin “your definitely wrong” var vinsæl hjá þeirri svörtu. Ég dirfðist samt að spyrja þau til vegar því við höfðum fengið óskiljanlegar leiðbeiningar í Newark. Þau voru þau elskulegustu, gáfu okkur upplýsingar og svo hélt rifrildið áfram þeirra á milli.

Fyrsta WOW mómentið var þegar við stigum upp úr lestagöngunum og sáum háhýsin blasa við. Tókum leigubíl til Brooklyn og leigubílstjórinn keyrði eins og geðsjúklingur = venjulegur akstur í New York borg. Annað WOW móment var þegar hann keyrði yfir Brooklyn Bridge og ég sá Manhattan skyline.

Við gistum hjá vinkonu Teresu (Melissa) og kærasta hennar (Red). Þau búa í orthodox gyðingahverfi þar sem allir eru klæddir nánast eins.

Ég og Teresa skelltum okkur á ströndina á Coney Island. Það var ólíft inn í borginni fyrir hita en á ströndinni var ólíft mínus einn. Ég hafði risastórt strandhandklæði vafið utan um hausinn minn því ég hafði gleymt að kaupa mér NY Yankee húfu. Ég hef aldrei á æfinni upplifað annan eins hita og ég hef komið víða ..þ.á.m. Til Skotlands.

Fórum í súpermarkað og það var nóg til af öllu. Ég var hálftíma í smákökudeildinni og allur þessi ís á boðstólnum! Sá spikfeita svarta konu halla sér á innkaupakerruna sína og lét hana bera sig hægt um búðina. Lagið sem heyrðist í búðinni passaði fullkomlega við, algjört Youtube-Welcome to America moment. Teresa eldaði svo tortilla um kvöldið og ég fékk mér Brooklyn Beer.

010910
Fórum á 4th street/Atlantic Avenue á random kaffihús og borðuðum þar. Ég ákvað að taka séns á ekta Brooklyn barbershop. Fór inn Íslendingur og kom út Argentínubúi (rakaranum fannst það að minnsta kosti). Mér fannst ég svoldið líkur It´s always sunny in Philadelphia gaurnum.
Fundum svo garð (Prospect Park). Alltaf gott að slappa af í görðum “...it gives me the feeling of enourmous well being.” -Parklife! Og örugglega svipaður fílingur og hjá Jens Lekman á Hammer Hill.

Fann svo gosbrunn og buslaði þar smá.



020910
Pikkuðum upp hvíta Hinduay bílinn okkar. Pínu stress að keyra út úr Manhattan og án GPS tækisins væri það ómögulegt. Erfitt að hafa augun á veginum með öllu þessi háhýsi í kringum sig. Förinni var svo heitið norður og fyrsta stoppið okkar var Wallmart (hvað annað). Þar keyptum við okkur tjald og allt það sem við þurftum á að halda á ferðalaginu. Næsta stopp var Friendlies (going all-in in America) ..týpísk keðja og Teresa átti erfitt með að velja af matseðlinum því hún er grænmetisæta en hún fann salat og ísinn sem við fengum var guðdómlegur ..fáið ykkur forbidden chockolate! Við ætluðum okkur að tjalda en við vissum ekki um tjaldsvæði og það var farið að dimma. Við reyndum því að finna mótel og eftir klukkutíma leit fundum við eitt ekta eins og í bíómyndunum rétt hjá bæ sem heitir Berlin (hvað annað) í Connetticut (3ja fylkið okkar á ferðalaginu því við lentum í New Jersey). Ótrúlegt en satt þá fann ég enga kakkalakka né kóngulær inni á herberginu og við heyrðum enga skothvelli um nóttina ..svoldið svekkjandi.

030910
Keyrðum eitthvað random í Connetticut og fundum sölubás við veginn sem seldi ekta pies (baka?). Við keyptum stóra blueberry pie. Keyrðum svo í Norwich og borðuðum hana þar ...sjúklega góð!



Keyrðum til Rhode Island (4. fylkið) í grenjandi rigningu en það stytti upp þegar við komum til Providence.



Pissuðum á bókasafni (á klósettinu þar já) í þessum ágæta bæ og keyrðum svo til Boston til fyrsta couchsurferins í ferðinni. Khaled frá Jordaníu tók vel á móti okkur. Hann býr í mjög flottri stúdentaíbúð. Herbergið var kringlótt.



Ég og Teresa skelltum okkur á Uburger (9 í einkunn af 10) og svo aftur heim. Hurricane Earl hafði gert usla í suðrinu og jafvel í NY en í Boston var þetta melló rok í Reykjavík (má líka kalla það rokk í Reykjavík). Við chöttuðum og fórum svo bara að sofa ..ekkert djamm á okkur (föstudagskvöld). Downerinn við nóttina var hávært píp sem reykskynjarinn gaf frá sér á mínútu fresti vegna þess að batteríið var að klárast.

040910
Keyrðum um Boston og ég auðvitað slysaðist til að keyra út úr borginni og þegar ég kom inn í hana aftur þurftum við að borga 3 dollara vegatoll! Löbbuðum svo random (eins og svo oft í þessari ferð) um borgina. Mikið um gamlar byggingar umkringdar háhýsum.




Chilluðum í garði og þar sáum við næsta Jimi Hendrix ...og þá er ég ekki að meina útlitslega.


Keypti She & Him Volume 2. Man ekki hvvenær ég keypti síðast CD. Borðuðum í Camebridge og svo aftur til CS (Couchsurfer). Boston er mikill háskólabær og við bjuggum í miðju campus hverfi. Allir krakkarnir voru tilbúnir að detta í það þessa fyrstu helgi skólaársins en við gamla fólkið sofnuðum á sófanum fyrir framan sjónvarpið fyrir kl 11.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?