<$BlogRSDURL$>

laugardagur, október 23, 2010

ég er hérna í partýfíling og set því eitt af mínum uppáhalds þessa dagana: Messer Chups ..rússneskt zombie surf tónlist ..nema hvað að fyrir forvitnis sakir tékka ég á hvaða bönd eru að spila í Berlin og well well, oh no oh my ..haldiði ekki að þau (Messer Chups, ekki Oh No, Oh My) eru að freakin spila þar í kvöld!!

já svo auðvitað voru Yo La Tengo með fría tónleika í New York daginn eftir að ég fór þaðan!!

I want justice! (ekki hljómsveitina ...eða jú það væri reyndar ekkert svo slæmt)

þriðjudagur, október 12, 2010

Er enn í New York en ég lendi 19. okt í KEF.

Upplifði ótrúlegasta þrumuveður ever í gærkvöldi! Ekki að ég hafi upplifað mörg en þetta var mjög sérstakt því með regninu kom haglél á stærð við ..hmmm ...2cm í þvermál og élið tætti niður laufblöðin af trjánum þannig það rigndi niður laufblöðum. Svo flæddi vatnið og laufblöðin niður göturnar og mynduðu stóra polla. Gömul svört dósatínslukona leitaði skjóls þar sem ég stóð á troppunum þar sem ég bjó. Hún hafði aldrei séð annað eins á sinni ævi. Svo kom hún með ævisögu sína og ég skildi bara 7. hvert orð.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?