<$BlogRSDURL$>

föstudagur, október 16, 2009

Svona leit bíllinn út þegar ég lagði af stað:













Tromsö er stór bær/lítil borg með skógi vaxin fjöll og hæðir allt í kring sem voru komin í haustbúninginn. Ég fékk mér dýrasta bjór sem ég hef fengið á ævinni: 1430kr. Fékk mér líka kebab á 1500kr og margt fleira sem kostaði sitt en á sama tíma var þetta það norðlægasta sem ég hef borðað og drukkið. Norðlægasta bruggverksmiðja heims er í Tromsö og bjórinn heitir Mack og er mjög góður. Veðrið var yfirleitt ekkert spes þannig ég gerði svo sem ekki mikið í Tromsö nema að fara upp á lítið fjall og svo á djammið á laugardeginum. Tromsö er pakkfull af börum og kaffihúsum sem eru vel sótt um helgar. Röyksopp koma frá Tromsö og þeir spiluðu á meðan ég var þarna en það var löngu uppselt ..hefði verið magnað að sjá þá þarna.





28 sept. Flaug ég frá Tromsö til Osló og keyrði þaðan til Uppsala. Allur dagurinn fór í að keyra þangað þannig ég náði ekkert að skoða Uppsala, fór bara að sofa og daginn eftir keyrði ég til Stockholm.

Mér fannst Stockholm ekkert merkileg þegar ég var einn að þvælast um göturnar en svo daginn eftir þá sýndi Deni couchsurferinn minn borgina og þá hafði ég algjörlega gleymt að skoða gamla bæinn og fleiri staði og eftir það fannst mér borgin flott og skemmtileg. Var þar samt bara í tvær nætur og náði því ekki að kynnast borginni nógu vel þannig mig langar að fara þangað aftur.








En eitt af því magnaðasta sem ég sá í ferðinni var Batmanbíll ..og ég held jafnvel BatmannbíllINN því þetta var alvöru bíll með flóknu mælaborði og öllu og alveg augljóst að það var hægt að keyra þennan bíl. Bíllinn var lagður á bara venjulegri götu og því er ég eitt stórt spurningamerki (alveg mun stærra en t.d. Þetta> ?) hvað hafi verið í gangi þarna.

Brunaði svo til Lund 1. október í einn bjór með CS og svo fór ég til Malmö (ok segjum að ég hafi fengið mér pilsner í Lund). Fór svo á djammið í Malmö með Hönnu vinkonu minni og fleira liði. Ég hafði lítið álit á Malmö eftir að ég fór þangað í dagsferð fyrir nokkrum árum en álit mitt á borginni fór aðeins upp á við.



3ja október keyrði ég svo aftur til Köben og ferðin yfir Öresundsbrúnna gekk betur en seinast nema hvað það var hávaða rok og rigning á leiðinni yfir brúnna og ég hélt að bíllinn ætlaði að fjúka af brúnni sem hefði verið pínu fyndið (ekki fyrir mig en kannski ókunnuga) eftir ófarir mínar á brúnni 2 vikum áður.



Ég lagði af stað í 163.300km og endaði í 166.948km og ég tók bensín fyrir c.a. 40.000kr

Svo var djammað hjá Svanhvíti um kvöldið sem var punkturinn yfir i-ið á vel heppnaðri ferð. Núna er ég búinn að vera í Köben í nærri því 2 vikur (vá tíminn líður!) og búinn að hafa það gott hérna. Sá Kings of Convenience á Vega og tónleikarnir voru brilliant. Tóku ný lög fyrsta hálftímann (platan er líka frábær) og svo tóku þeir eldri perlur. Fyrst voru þeir einir á sviði en svo joinuðu þeim celloleikari og fiðluleikari sem gaf dýpt í lögin.

Hef líka verið að hjálpa Snorra og Ástu (sem á að eiga eiginlega bara í gær!) við að koma nýju íbúðinni þeirra í gagnið.

Er núna á uppáhalds kaffihúsinu mínu í heiminum held ég, Café Retro, en þarf að fara héðan núna til Snorra ..svo kannski fæ ég mér nokkra öllara í kvöld.

Birti fleiri myndir frá Köben fljótlega en þið getið séð miklu fleiri myndir frá ferðalaginu á facebook síðunni minni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?