<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, september 10, 2009

Ég er veikur. Kemur á slæmum tíma því ég er á leiðinni út 16. sept. og Ölympics og afmæli Péturs eru því í hættu.

En góðu fréttirnar eru að í morgun sá ég að Hope Sandoval ástkona mín úr Mazzy Star verður með tónleika í Brussel 7. nóvember og Kings of Convenience (sem ég fer reyndar á í Köben) verða með tónleika á sama stað 9. nóvember. Brussel er ekki langt frá Tilburg, bænum sem ég verð í í Hollandi í nóvember. Grizzly Bear + St. Vincent verða með tónleika í borginni 8. nóv. en ég held að það sé full mikið að splæsa í þá líka.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?